NÝTT námskeið: Hvernig á að leysa úr málum samkvæmt upplýsingalögum? Raunhæf dæmi

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynnir:
 

- NÝTT NÁMSKEIÐ -
Hvernig á að leysa úr málum samkvæmt upplýsingalögum? Raunhæf dæmi

Fimmtudaginn 19. nóvember 2020, kl. 9:00-12:30 - Einungis í fjarnámi
 
Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
Þátttökugjald er kr. 18.700-
 

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.
 
Viðfangsefni:
Upplýsingalögin eru ein af meginstoðum íslenskrar stjórnsýslu, enda gilda lögin um starfsemi allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, ásamt því að gilda um fyrirtæki í þeirra eigu. Kunnátta um beitingu laganna er því mikilvægur þáttur fyrir alla sem starfa í eða tengt stjórnsýslunni. 
 
Samkvæmt meginreglu upplýsingalaga á almenningur rétt til aðgangs að upplýsingum. Þessi meginregla er þó háð ýmsum undantekningum sem varða bæði einka- og almannahagsmuni sem gerir það að verkum að mörgum þykir framkvæmd og beiting laganna flókin. 
 
Í námskeiðinu verður lögð áhersla á hvernig á að leysa úr álitamálum á sviði upplýsingalaga. Kennsla í námskeiðinu verður alfarið byggð upp á raunhæfum dæmum. Farið verður sameiginlega yfir verkefni sem lúta að gildissviði laganna, beitingu valkvæðra undanþágureglna, sem og hvenær stjórnvöldum er skylt að halda upplýsingum leyndum. Þá verður farið yfir raunhæf dæmi um hversu miklar kröfur verða gerðar til tilgreiningar gagna og umfang beiðna um aðgang að gögnum.  
 
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur auki færni sína í að leysa sjálfir úr fjölbreyttum og raunhæfum álitamálum á sviði upplýsinglaga í daglegum störfum og beita lögunum með réttum hætti. 
 
Markhópur: Námskeiðið er opið öllu starfsfólki stjórnsýslunnar, fjölmiðlafólki og öðrum sem vinna með framkvæmd upplýsingalaga. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á upplýsingalögum en vilja dýpka skilning sinn og auka færni sína við túlkun og beitingu laganna. 
 
Kjartan Bjarni Björgvinsson er cand.jur. frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science. Hann hefur m.a. annars starfað sem aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Kjartan  var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í apríl 2015 og kjörinn formaður Dómarafélags Íslands árið 201
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is