Fjölbreytt dagskrá stjórnsýslunámskeiða í haust

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur fyrir reglulegum námskeiðum í stað- og fjarnámi á sviði stjórnsýslunnar. Í haust bjóðum við uppá 7 námskeið, þar af þrjú ný námskeið. Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er umsjónamaður og kennari 6 námskeiða en Sigurjón Þór Árnason, gæða- og öryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands kennir Áhættustjórnun hjá opinberum skipulagseiningum.
 
Vekjum athygli á að námskeiðin standa til boða í fjarnámi. Þar er undanskilið námskeiðið um áhættustjórnun sem byggir á hópaverkefnum. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur. Í staðnámi verður gætt að fjöldatakmörkunum og farið er eftir tilmælum sóttvarnalæknis og embættis landlæknis er varðar fjarlægðarmörk. 
 
Námskeiðin sem eru á dagskrá í haust:
 
4. september 2020 - 10:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is