Febrúar
-
Hversu langt nær málfrelsið? – Vald samfélagsmiðla til ritskoðunar
Opinn fundur á vegum Félags stjórnmálafræðinga, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þar sem rætt verður um tjáningarfrelsi og ritskoðun í þeim nýja raunveruleika sem samfélagsmiðlar hafa skapað. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 1. febrúar kl. 16:00-17:00 og verður streymt í gegnum Zoom.
Apríl
-
Ný lög um vernd uppljóstrara
Opinn fundur á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga. Fundurinn verður haldinn 15. apríl kl. 12:30 - 13:15 í beinu streymi á Zoom. Sjá nánari upplýsingar um fundinn hér.