Stjórnmál og stjórnsýsla - vefrit

Eitt af hlutverkum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er að stuðla að rannsóknum á stjórnmálum og stjórnsýslu. Í því skyni að efla þær rannsóknir hefur stofnunin gefið út veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla frá árinu 2005. Tímaritið er öllum opið á netinu. Það er gefið út á vefformi tvisvar á ári í maí – júní og desember, en prentuð útgáfa ritrýndra greina kemur út einu sinni á ári. Hægt er að gerast áskrifandi að prentaðri útgáfu tímaritsins með því að senda stofnuninni tölvupóst og kostar áskrift kr. 4.800- á ári. Prentaða útgáfan er einnig fáanleg hjá Háskólaútgáfunni, í bókabúðum, m.a. Bóksölu stúdenta og hjá forstöðumanni stofnunarinnar í s. 525 5454 eða með því að senda tölvupóst: stjornsyslaogstjornmal@hi.is. Einnig er hægt að kaupa eldri eintök.

Megintilgangur tímaritsins er að gera fræðilegt efni um íslenska stjórnsýslu og stjórnmál aðgengilegt með það fyrir augum að auka við þekkingu og efla faglega umræðu á þessu sviði. Höfundar efnis eru fræðimenn í stjórnmálafræði, stjórnsýslufræði, hagfræði, viðskiptafræði, sagnfræði, kynjafræði, lögfræði, félagsfræði, stjórnunarfræði, sálfræði, fötlunarfræði, fjölmiðlafræði og fleiri tengdum greinum. Þá hafa stjórnmálamenn, embættismenn og starfsmenn ríkis og sveitarfélaga lagt tímaritinu til efni m.a. í almennum greinum. Bókadómar eru jafnframt fastur þáttur í útgáfunni.

Í tímaritinu eru eftirtaldir efnisflokkar: Ritrýndar fræðigreinar, greinar almenns eðlis og bókadómar. Þá er tengill á síðu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála en þar er m.a. að finna upplýsingar um erindi, umræðufundi og námskeið sem á döfinni eru hverju sinni, auk annars. Í tímaritinu er að finna slóðir á útdrætti úr lokaritgerðum háskólanema í stjórnmála- og stjórnsýslufræðum og stjórnmála- og stjórnsýslufræðingatal, ásamt tenglum er varða fagsvið stjórnmála- og stjórnsýslufræða s.s. fræðitímarit sem aðgengileg eru á vefnum, samtök stjórnmálafræðinga og stjórnsýslufræðinga o.fl.

Ritstjórn vefsins hefur netfangið stogst@hi.is og er lesendum veftímaritsins bent á að senda athugasemdir eða annað sem varðar útgáfu þess á þetta netfang.

Tímaritið má finna á vefslóðinni: www.stjornmalogstjornsysla.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is