Viðburðir 2003

Bandaríkin og hugsanleg árás á Írak. Opinn fyrirlestur 22. janúar kl. 16.30-18.00. Fyrirlesari Mike Corgan stjórnmálafræðingur og prófessor í alþjóðastjórnmálum við Boston University. Fundarstjóri Steingrímur Sigurgeirsson stjórnmálafræðingur og MPA, Morgunblaðinu. Haldið í samstarfi við bandaríska sendiráðið.
 
Reynsla Svía af aðild að Evrópusambandinu, framtíð sambandsins og hlutverk norrænu ríkjanna innan þess. Opinn fyrirlestur utanríkisráðherra Svíþjóðar Önnu Lindh 20. febrúar kl. 12.00-13.00. Fundar- og umræðustjóri Baldur Þórhallsson dósent í stjórnmálafræði. Haldið í samstarfi við utanríkisráðuneytið, sænska sendiráðið og Alþjóðamálastofnun Háskólans.
 
Evrópuvæðing stjórnsýslunnar: Áhrif Evrópusamvinnunnar á stjórnsýslu Norðurlanda. Málstofa á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum 21. febrúar kl. 10.00-12.00. Aðalfyrirlesari Per Lægreid prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Bergen, auk hans Baldur Þórhallsson dósent í stjórnmálafræði og Runólfur Smári Steinþórsson dósent í viðskipta- og hagfræðideild. Haldið í samstarfi við norska sendiráðið og Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands.
 
Þjóðernishyggja, sambandsríkjastefnan og Evrópusambandið. Síðdegismálþing 13. mars í samstarfi við breska sendiráðið. Aðalfyrirlesari Brendan O'Leary forstöðumaður við Solomon Asch Center for the Study of Ethnopolitical Conflict og prófessor í stjórnmálafræðum við University of Pennsylvania (sem stendur í leyfi frá London School of Economics). Stutt innlegg Guðmundur Hálfdanarson prófessor og Ólafur Stephensen aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Fundar- og umræðustjórnendur Arnar Másson stjórnmálafræðingur og Davíð Logi Sigurðsson sagnfræðingur, stundakennarar í námskeiði um þjóðernishyggju við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands.
 
Atlantshafsbandalagið á mörkum gamallar Evrópu og nýrrar. Opinn fyrirlestur Erik Povel, eins af yfirmönnum upplýsingadeildar Atlantshafsbandalagsins, 18. mars kl. 12.00 - 13.00. Fundarstjóri Steingrímur Sigurgeirsson stjórnmálafræðingur og MPA, Morgunblaðinu.
 
Áhrif umbóta í ríkisrekstri 1991-2000. Hvaða áhrif hafði hin alþjóðlega umbótahreyfing í ríkisrekstri á Íslandi? Hverjar voru þessar umbætur og hverju skiluðu þær? Hvað má læra af því við innleiðingu nýrra stjórnunarhátta í opinberum stofnunum? Morgunmálþing 28. mars kl. 8.00-10.30 í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Aðalfyrirlesari dr. Ómar H. Kristmundsson höfundur doktorsritgerðar um efnið, en í pallborði tóku þátt Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar, þáv. fjármálaráðherra, Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi, Þorkell Helgason forstjóri Orkustofnunar, áður ráðuneytisstjóri og Birgir Björn Sigurjónsson forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg, sem kom að mörgum þessara umbóta sem framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna. Inngang flutti Magnús Pétursson forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss, þáv. ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis og málþingsstjóri var Guðríður Sigurðardóttir forstöðumaður Þjóðmenningarhúss, en hún var ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneyti á þessu tímabili.
 
Sambúð kynþátta og fólks af ólíku þjóðerni í Bandaríkjum 21. aldar. Opinn fyrirlestur Dominc J. Pulera 31. mars kl. 12.00-13.15. Hann er sjálfstætt starfandi vísindamaður, en er meðlimur m.a. í The American Academy of Political and Social Science. Fundarstjóri dr. Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur, en hann kennir námskeið um rasisma í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
 
Leiðtogar, lýðræði og stjórnmálaþátttaka: Eru stjórnmál að verða áhorfendaíþrótt? Haldið í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og sænska sendiráðið á Íslandi. Síðdegismálþing 10. apríl kl. 16.00 - 18.00. Aðalfyrirlesari Sören Holmberg prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Gautaborg. Auk hans flutti Ólafur Þ. Harðarson prófessor stutt innlegg um rannsóknir á þessu sviði hér á landi, en sérsvið hans eru íslenskar kosningarannsóknir. Fundarstjóri Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.
 
Sjálfs-ritskoðun og réttarvernd fjölmiðla. Málþing 20. maí kl.12.15 - 14.00 í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands og Lagastofnun og Lögfræðingafélag Íslands. Haldið í tilefni af doktorsritgerð dr. Herdísar Þorgeirsdóttur frá lagadeild háskólans í Lundi ,,Journalism Worthy of the Name: A Human Rigths Perspective on Freedom within the Press“. Þátttakendur í pallborðsumræðum að lokinni framsögu Herdísar Eiríkur Tómasson prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, Björg Thorarensen prófessor og Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins. Fundarstjóri Kristján Gunnar Valdimarsson lögfræðingur og formaður Lögfræðingafélags Íslands.
 
Hverju breytir stækkun Evrópusambandsins? Framtíð Evrópusamvinnunnar, staða EES og Íslands. Morgunverðarfundur 3. júní kl. 8.15-10.00. Aðalfyrirlesari dr. Johann Christoph Jessen, aðalsamningamaður Þýskalands í þá nýafstöðnum samningum um stækkun Evrópusambandsins, helsti ráðgjafi Joscka Fischer utanríkisráðherra Þýskalands á þessu sviði og yfirmaður Evrópuskrifstofu þýska utanríkisráðuneytisins. Að loknu inngangserindi pallborðsumræður: Ólafur Stephensen aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, en hann var aðalfulltrúi ráðuneytisins í stækkunarviðræðunum um EES, Birgir Tjörvi Pétursson lögfræðingur og framkvæmdastjóri Heimssýnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis. Fundarstjóri Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður.
 
Staða og hlutverk Sameinuðu þjóðanna í kjölfar Írak stríðsins. Morgunverðarfundur 21. júní kl. 10.00-12.00, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Fyrirlesari dr. David M. Malone forseti Alþjóða-friðarakademíunnar í New York. Auk þess er hann gestaprófessor við New York University School of Law og gistikennari hjá L´Institut des Etudes Politiques í París. Fundarstjóri Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyti.
 
Dregur alþjóðavæðingin úr ójöfnuði og fátækt í heiminum? Stenst röksemd nýklassísku hagfræðinnar? Fyrirlestur 24. júní kl. 12.00-13.15 í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Fyrirlesari Robert Hunter Wade prófessor í Political Economy við London School of Economics, Department of Development Studies. Fundarstjóri dr. Jón Skaftason stjórnarmaður í Þróunarsamvinnustofnun Íslands.
 
Samspil valds og alþjóðaréttar: Sameinuðu þjóðirnar og hin "nýja heimsskipan". Opinn fyrirlestur þriðjudaginn 19. ágúst kl. 12.05-13.15. Fyrirlesari Dr. Hans Köchler prófessor í heimspeki og deildarforseti heimspekideildar Innsbruck háskóla í Austurríki: "The Dialectic of Power and Law: The United Nations and the "New World Order"". Haldið í samstarfi við Lagastofnun Háskóla Íslands. Fundarstjóri Pétur Leifsson þjóðréttarfræðingur og kennari í alþjóðalögum við lagadeild Háskóla Íslands.
 
Alþjóðaviðskiptastofnunin WTO; ráðherrafundurinn 10.-14. september. Áhrif Doha lotunnar á þróun milliríkjaviðskipti og þar með á atvinnugreinar aðildarlanda, einkum landbúnað, iðnað og sjávarútveg. Morgunverðarfundur 2. september kl. 8.15-10.00 með Lars Olof Lindgren ráðuneytisstjóra á sviði utanríkisviðskipta hjá sænska utanríkisráðneytinu og ráðgjafa utanríkisráðherra Svíþjóðar Önnu Lindh. Haldið í samstarfi við viðskiptaskrifstofu utanríksráðuneytisins.
 
Hvernig er hægt að láta árangursstjórnun virka? Hvernig næst betri árangur í opinberum stofnunun? "Making Performance Management Work. How to Produce Results in Public Agencies" Morgunmálþing í samstarfi við Ríkisendurskoðun 3. september kl. 8.00-10.30. Aðalfyrirlesari Robert D. Behn kennari við Harvard háskóla. Inngangsfyrirlestur Jón Loftur Björnsson skrifstofustjóri stjórnsýsluendurskoðunarsviðs hjá Ríkisendurskoðun og fundarstjóri Anna Lilja Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi.
 
"Feministic Governance, the Swedish Example" Opinn fyrirlestur Margareta Winberg varaforsætisráðherra Svíþjóðar 5. september kl. 12.00-13.00. Haldið í samstarfi við Jafnréttisstofu. Ávarp Árni Magnússon félagsmálaráðherra, fundarstjóri Helga Jónsdóttir borgarritari Reykjavíkurborgar.
 
Áhrif alþjóðavæðingar á þróunarmynstur í hagvexti í heiminum. Opinn fyrirlestur 15. september kl. 10.30 - 12.00 í samstarfi við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og Landsbanka Íslands. Fyrirlesari dr. Jeffrey D. Sachs prófessor við Columbia háskóla og aðstoðarmaður Kofi Annan: "How Globalization is Changing the Worldwide Patterns of Economic Growth". Fundarstjóri Gylfi Magnússon dósent.
 
Evrópusamruninn og Ísland: Fullveldi, efnhagsleg áhrif, einkum á sjávarútveg og landbúnað. Opinn fyrirlestur og umræður 24. september kl. 12.00-13.15, í tilefni af útkomu bókarinnar Evrópusamruninn og Ísland - Leiðarvísir um samrunaþróun Evrópu og stöðu Íslands í evrópsku samstarfi - eftir Eirík Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðing og doktorsnema í stjórnmálafræðiskor. Auk höfundar tóku þátt í pallborði þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi og Sigurður Líndal fyrrum prófessor. Fundarstjóri Baldur Þórhallsson dósent.
 
Umbætur á opinberri stjórnsýslu OECD ríkja og Íslands í upphafi 21. aldar -ný svið, nýjar aðferðir, lært af reynslunni. Haldið í samstarfi við fjármálaráðuneytið 2. október kl. 8.15-10.45. Aðalfyrirlesari: Alex Matheson forstöðu-maður The Budgeting and Management Division and the Public og Territorial Development Directorate innan OECD í París. Innlendir fyrirlesarar Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti, Helga Jónsdóttir borgarritari Reykjavíkurborgar, Svafa Grönfeldt lektor við viðskipta- og hagfræðideild H.Í. og framkvæmdastjóri IMG Deloitte. Fundarstjóri var Ragnheiður Elín Árnadóttir stjórnmálafræðingur, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.
 
Hin nýja utanríkisstefna Bandaríkjanna og alþjóðalög um mannréttindi. Opinn fyrirlestur 30. október kl. 12.00 - 13.15 dr. Howard Tolley jr. prófessor í stjórnmálafræði og aðjúnkt í lögum við Háskólann í Cincinnati: "Pax Americana and Human Rights: U.S. Security Strategy and the Rule of Law". Haldið í samstarfi við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fundarstjóri Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur og verkefnisstjóri í félagsvísindadeild H.Í.
 
Einkarekstur í heilbrigðis- og menntamálum: Hvernig virka markaðslögmál á þeim sviðum? Opinn fyrirlestur 3. nóvember kl. 12.00-13.15. Fyrirlesari John Kay hagfræðingur og háskólakennari. Hann hefur gegnt prófessorsstöðu við St. Johns College í Oxford, í hagfræði við London School of Economics og London Business School og prófessorsstöðu í stjórnun við Oxford University, þar sem hann var einnig fyrsti rektor Said Stjórnunarskólans. Að loknum hans fyrirlestri skiptust á skoðunum um efnið þau Ásta Möller varaþingmaður og Jón Torfi Jónasson prófessor. Fundarstjóri var Magnús Pétursson forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss.
 
Alþingi og framkvæmdarvaldið. Hádegismálþing 21. nóvember kl. 12.15-13.30 í samstarfi við Íslandsdeild Norræna stjórnsýslusambandsins. Framsögumaður Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Fundarstjóri Páll Hreinsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
 
"Global E-Government and E- Democracy" Lokaður fundur stjórnenda Reykjavíkurborgar, nemenda og kennara í MPA-námi 26. nóvember kl. 10.00-12.00. Fyrirlesari Steven Clift þekktur sérfræðingur og fyrirlesari um Global E-Government and E-Democracy. Fundarstjóri Kristín A. Árnadóttir framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reykjavíkurborgar.
 
Opinber rekstur og samkeppnislög. Morgunmálþing í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana 27. nóvember kl. 8.30-10.30. Fyrirlesarar Guðmundur Sigurðsson forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar og Árni Vilhjálmsson hrl., LOGOS lögmannsþjónustu. Að loknum þeirra fyrirlestrum sátu auk þeirra í pallborði þeir Þorkell Helgason orkumálastjóri og Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Fundarstjóri Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður.
 
Borgin í bítið-umræðufundir um samfélagsmál. Haldnir voru tveir morgunfundir í samstarfi við Þróunarsvið Reykjavíkurborgar á árinu 2003 (og einn á árinu 2002): Velferðarvæðing? Snýst kerfið um sjálft sig? Frummælendur Lára Björnsdóttir forstöðumaður Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar og Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttablaðsins. Ímynd og stjórn borgar. Hvernig geta borgaryfirvöld tryggt lífsgæði, velferð og jafnframt frelsi íbúa? Frummælendur Jóna Bolladóttir miðbæjarprestur, Sigríður Þorgeirsdóttir dósent í heimspeki og Þórólfur Árnason borgarstjóri.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is