Viðburðir 2005

Lýðræðisþróun í sveitarfélögum - nýjar leiðir, hvað geta Reykvíkingar lært af reynslu Dana? Morgunverðarfundur 20. janúar kl. 8.30-10.00. Í samstarfi við Reykjavíkurborg; Borgin í býtið Fyrirlesari: Peter Bogason, prófessor við Háskólann í Hróarskeldu í Danmörku og gistikennari í MPA-námi. Fundarstjóri Stefán J. Hafstein borgarfulltrúi.
 
Arðsemi opinberrar stjórnsýslu. Málþing 9. mars kl. 8.30-11.00. Í samstarfi við fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Ávarp Geir Haarde fjármálaráðherra, aðrir fyrirlesarar: Berglind Ásgeirsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri OECD, Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi, Ingimundur Sigurpálsson formaður Samtaka atvinnulífsins og Þorkell Helgason orkumálastjóri. Málþingsstjóri Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri.
 
Nýjar tilskipanir Evrópusambandsins um opinber innkaup, breytingar í lagaumhverfi opinberra innkaupa. Ráðstefna 28. apríl 9.00 – 16.00 í samstarfi við Ríkiskaup og fjármálaráðuneyti Aðalfyrirlesari Sue Arrowsmith prófessor við háskólann í Nottingham. Auk hennar Steen Treumer, Ph D, deildarforseti lagadeildar og aðstoðar-prófessor við Copenhagen Business School, Skúli Magnússon héraðsdómari og Othar Örn Petersen hrl., LOGOS. Fundarstjóri: Þórhallur Arason skrifstofustjóri fjármálaráðuneyti.
 
Hvað voru þeir að hugsa? Úrslit bresku þingkosninganna. Hádegisfyrirlestur 6. maí kl. 12.00-13.15. Í samstarfi við breska sendiráðið á Íslandi Fyrirlesari: Dr. Torun Dewan kennari í stjórnmálafræði við London School of Economics Fundarstjóri: Ólafur Þ. Harðarson prófessor.
 
Hið opinbera sem kaupandi; “The Government as a Smart Buyer; Strategies for High Performance in a Contracting-Out World”. Málþing, 23. maí kl. 14.00-16.00. Í samstarfi við fjármálaráðuneytið. Aðalfyrirlesari einn fremsti fræðimaður Bandaríkjanna á sviði stjórnsýsluumbóta s.l. áratuga Donald F. Kettle prófessor í stjórnmála- og stjórnsýslufræðum við Pensylvaníuháskóla og sérfræðingur við Brookings-stofnunina í Washington. Auk hans Arnar Þór Másson frá fjármálaráðuneytinu sem kynnti nýja handbók um gerð þjónustusamninga.
 
“The Transformation of Governance: Public Administration for the 21st Century”. Morgunverðarfundur 24. maí kl. 8.30-10.00. Fyrirlesari Donald F. Kettle prófessor í stjórnmála- og stjórnsýslufræðum við Pensylvaníuháskóla og sérfræðingur við Brookings-stofnunina. Bók hans “The Transformation of Governance: Public Administration for the 21st Century” kom út árið 2002 og hlaut ári síðar verðlaun The National Academy of Public Administration, sem besta bók ársins um opinbera stjórnsýslu, en Kettle hefur hlotið margháttaðar viðurkenningar fyrir rit sín og rannsóknir.
 
Norrænt frumkvæði til friðar. Málþing 7. júní, kl. 16.00-17.50 haldið í tilefni af 100 ára afmæli sambandsslita Noregs og Svíþjóðar. Sendiráð Noregs og Svíþjóðar í samstarfi Stjórnmála og stjórnsýslu. Ávörp sendiherrarnir Guttorm Vik og Bertil Jobeus og prófessor Eiríkur Tómasson. Fyrirlesarar Erik Solheim ráðgjafi og sáttasemjari sem starfar á vegum norska utanríkisráðuneytisins á Sri Lanka, Sten Rylander sendiherra og sáttasemjari ESB, auk þess að starfa sem sérstakur sendiherra Svíþjóðar í Afríkumálum og sem sáttasemjari á vegum ESB í Darfur, Súdan og Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri. Fundarstjóri: Sigríður Snævarr sendiherra.
 
Álitamál um þjóðaratkvæðagreiðslur. Hádegisfyrirlestrar 11. ágúst kl. 12.10 - 13.30. Í samstarfi við Morgunblaðið. Fyrirlesarar norrænir og evrópskir sérfræðingar í þjóðaratkvæðagreiðslum: Maija Setälä frá Finnlandi, Palle Svensson frá Danmörku og Claes de Vreese frá Hollandi. Fundarstjóri Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins.
 
Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag; áhrif á íslenskt samfélag? Málþing 18. október kl 12.10-13.30 Haldið í tilefni af útkomu bókarinnar Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag eftir fyrirlesarana þá Stefán Ólafsson prófessor og Kolbein Stefánsson félagsfræðing og dr.nema við Oxford háskóla í Bretlandi. Fundarstjóri: Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður.
 
Lykilspurningar um framtíðarþróun ESB. Hádegisfundur 21. október kl. 12.05 - 13.15 í samstarfi við Heimssýn. Fyrirlesari: Jonas Sjöstedt sem hefur setið á Evrópuþinginu frá 1995 fyrir sænska Vinstriflokkinn. Fundarstjóri: Ragnar Arnalds fv. alþingismaður.
 
Stofnanamenning; hvernig má gera stofnanabrag opinberra stofnana sem árangursríkastan? Fræðslufundur 27. október nk. kl. 8.30-10.30 í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesari Mike Richardson ráðgjafi og fv. borgarstjóri í Christchurch á Nýja-Sjálandi, en borgin fékk margar viðurkenningar fyrir árangur í starfi í tíð Richardson.
 
Lýðræði og vilji fólksins: þjóðaratkvæðagreiðslur og áhrif þeirra. Málþing 29. október kl. 11.00-14.00 haldið í samvinnu við nefnd um endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Aðalfyrirlesari Simon Hug er prófessor í stjórnmálafræði við Zürich háskóla, en auk hans Indriði H. Indriðason lektor í stjórnmálafræði H.Í., Svanborg Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur, Þorlákur Karlsson deildarforseti Háskólanum í Reykjavík, Guðmundur Heiðar Frímannsson prófessor og deildarforseti Háskólanum á Akureyri, og Ólafur Þ. Harðarson prófessor og deildarforseti H.Í. Í umræðupanel sátu síðan alþingismenn, sem allir sitja í stjórnarskrárnefndinni, Birgir Ármannsson, Jónína Bjartmarz, Guðjón A. Kristjánsson, Steingrímur. J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson. Umræðustjóri: Ólafur Þ. Stephensen aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Fundarstjóri: Björg Thorarensen prófessor v. lagadeild Háskóla Íslands.
 
Hlutverk stéttarfélaga í ljósi aukins sjálfstæðis ríkisstofnana. Er þörf á endurskoðun starfsmannalaga? Málþing 9. nóvember kl. 8.30 – 11.00 í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar Ögmundur Jónasson alþingismaður og formaður BSRB Gunnar Björnsson skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og formaður samninganefndar ríkisins, Elsa Friðfinnsdóttir varaformaður BHM, Magnús Jónsson veðurstofustjóri, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson lektor við Háskóla Íslands. Ráðstefnustjóri Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri.
 
Hvenær gilda stjórnsýslulög? Hvaða ákvarðanir eru stjórnvaldsákvarðanir? Málþing 11. nóvember kl. 15.00-17.00, haldið á vegum Íslandsdeildar Norræna stjórnsýslusambandsins (NAF) í samstarfi við forsætisráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Fyrirlesarar: Dr. Páll Hreinsson prófessor og Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Fundarstjóri: Gunnlaugur Claessen varaforseti Hæstaréttar.
 
Betri stjórnendur: Góðir starfshættir stjórnenda í opinberum stofnunum. Málþing 22. nóvember kl. 8.30 – 11.00 í samstarfi við starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Ávarp Árni Mathiesen fjármálaráðherra, fyrirlesarar Elisabeth Hvaas skrifstofustjóri í danska fjármálaráðuneytinu, Magnús Pétursson forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss og Ómar H. Kristmundsson lektor við HÍ. Ráðstefnustjóri Haukur Ingibergsson forstöðumaður Fasteignamats ríkisins.
 
Lýðræði í sveitarfélögum, fjöregg eða fögur orð? Ráðstefna 2. desember kl. 9.00-16.00 í tilefni af 60 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Setning Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávörp forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Árni Magnússon félagsmálaráðherra, fyrirlestrar eða stutt erindi Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi, Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Höfðahrepps, Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi og fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins, Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Ingunn Guðmundsdóttir, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Sigríður Finsen forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar og Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga Ráðstefnustjórar: Anna G. Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar og alþjóðasviðs og Þórður Skúlason framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is