Viðburðir 2008

Stjórnun og starfsmannamál hjá ríkisstofnunum. Annar hluti niðurstaðna könnunar meðal forstöðumanna ríkisstofnana- 2007 - Hvernig má nýta niðurstöðurnar í komandi kjarasamningum og aðgerðum í mannauðsmálum ríkisins. Haldið 6. febrúar, kl. 8.00-10.00 í samstarfi við fjármálaráðuneyti og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar; Ómar H. Kristmundsson dósent við HÍ Gunnar Björnsson skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og Guðmundur H. Guðmundsson sérfræðingur starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Fundarstjóri Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða.
 
Eru samkeppni og val í opinberri þjónustu leið til að auka gæði og hagkvæmni? “From Target to Market: How to Deliver High Quality Public Services?” Haldið 11. febrúar, kl. 15.00-17.00 í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesari Julian Le Grand prófessor við London School of Economics. Panelumræður með Le Grand; Rúnar Vilhjálmsson prófessor í heilsufélagsfræði og dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýsluráðgjafi í heilbrigðisráðuneytinu. Stjórnandi Arnar Þór Másson aðjúnkt í stjórnsýslufræðum við HÍ og sérfræðingur fjármálaráðuneytisins í stjórnsýsluumbótum.
 
Hvernig tekst John McCain/Hillary Clinton/Barack Obama að sigra í bandarísku forsetakosningunum? Hver verða áhrif niðurstöðunnar fyrir aðrar þjóðir, þ.ám. Ísland? Haldið 19. febrúar, kl. 12.00-13.15. Fyrirlesari Michael T. Corgan prófessor við Boston University og tíður gistikennari við stjórnmálafræðideild HÍ. Fundarstjóri Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og deildarforseti félagsvísindadeildar.
 
Fjölbreytni í samsetningu starfsfólks- tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, stofnanir og starfsfólk? Reynsla kanadískra fyrirtækja; fjárhagslegur ávinningur, nýsköpunarhæfni, árangurrík vinnubrögð. Haldið 12. mars, kl. 15.15 – 17.00 í samstarfi við kanadíska sendiráðið á Íslandi, félags- og tryggingamálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Alþjóðahúsið. Fyrirlesarar; Yasmin Meralli aðstoðarforstöðumaður hjá elsta og stærsta banka Kanada, Bank of Montreal, Diversity and Workplace Equity Unit og Cindy Chan forstjóri Info Spec Systems Inc. Ávörp fluttu; sendiherra Kanada á Íslandi Anna Blauveldt, Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneyti, Tatiana K. Dimitrova leikskólastjóri, Ólafur Ólafsson, AstraZeneca, Jón Hörðdal frkv.stj. hjá CCP og lokaorð Hannes G. Sigurðsson Samtökum atvinnulífsins. Málþinginu stýrði Tatjana Latinovic, stjórnandi í þróunardeild Össsurar hf.
 
Upplýsingalögin og störf blaðamanna-hvernig hefur til tekist, hvernig geta blaðamenn nýtt lögin sem best, hvernig gengur að eiga við stofnanir hins opinbera, er þörf á endurskoðun laganna? Haldið 12 mars, kl. 20.00-22.00 í samstarfi við Blaðamannafélag Íslands, Félag fréttamanna og forsætisráðuneytið. Fyrirlesarar Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis, Þór Jónsson almannatengill og f.v. fréttamaður. Auk þeirra tóku þátt í umræðupanel Trausti Fannar Valsson lektor og fulltrúi í úrskurðarnefnd um upplýsingamál og Páll Þórhallsson, lögfræðingur forsætisráðuneyti. Fundarstjóri Arna Schram formaður Blaðamannafélag Íslands.
 
Framtíðaráherslur í stjórnun og starfsmannamálum ríkisins- Lokaniðurstaða og samantekt rannsóknar um stjórnun og starfsumhverfi. Helstu framtíðarviðfangsefni. Haldið 27. mars, kl. 8.00-10.00 í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og fjármálaráðuneytið. Fyrirlesarar: Ómar H. Kristmundsson dósent og Þorsteinn Pálsson ritstjóri. Í pallborði auk fyrirlesara; Gunnar Björnsson fjármálaráðuneyti, Arndís Ósk Jónsdóttir ParX og Haukur Ingibergsson formaður Félags forstöðumanna sem stýrði pallborðsumræðum. Fundarstjóri Ágústa H. Gústavsdóttir starfsmannasviði fjármálaráðuneytisins.
 
Útvistun verkefna ríkis og sveitarfélaga; áhrif þess á réttaröryggi borgaranna og pólitíska ábyrgð kjörinna fulltrúa. Haldið 10. apríl, kl. 16.00 - 18.00 í samstarfi við Íslandsdeild Norræna stjórnsýslusambandsins (NAF). Fyrirlesarar Ragnar Aðalsteinsson, hrl. og Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi. Fundarstjóri Róbert R. Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og fráfarandi formaður stjórnar NAF.
 
Alþingskosningar 2007: Hvað breyttist? Fyrstu niðurstöður úr kosningarannsókninni 2007. Fyrirlestur og samkoma 18. apríl, kl. 17.00, í tilefni af útkomu prentuðu útgáfunnar af Stjórnmál og stjórnsýsla fyrir árið 2007. Fyrirlesari Ólafur Þ. Harðarson prófessor og deildarforseti.
 
Er þörf fyrir nýja þjónustuhugsun hjá opinberum stofnunum? - Um forystu, stjórnun tengsla við notendur og mat þjónustugæða hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga. Haldið 8. maí, kl. 8.00-10.00 í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar; Svafa Grönfeld rektor HR, Þórhallur Örn Guðlaugsson dósent HÍ og Kristinn Tryggvi Gunnarsson forstjóri Capacent á Ísland. Fundarstjóri Haukur Ingibergsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
 
Hvernig virkar lýðræðið í sveitarfélögunum? Fulltrúalýðræði – stjórnmálaflokkar – hagsmunaaðilar – íbúar. Haldið 16. maí , kl. 14.00-16.00 í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Fyrirlesarar: Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og alþingismaður, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík og formaður Skipulagsráðs, Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, Stefán Gíslason,verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi og Björg Ágústsdóttir, lögfræðingur og ráðgjafi hjá Alta. Málþingsstjóri: Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi sem situr í lýðræðisnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
Þjónusta, þátttaka og lýðræði í sveitarfélögum-MPA dagur. Haldið 22. maí, kl. 16.00. Fyrirlesarar: Gunnar Helgi Kristinsson prófessor um íbúalýðræði og tveir MPA-útskriftarnemar þær María Karen Sigurðardóttir og Erna Jóna Gestsdóttir kynntu lokaverkefni sín sem fjalla um þetta út frá ólíkum viðfangsefnum.
 
Samfélagssýn og gildi Thomas Jefferson höfundar sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna: “Thomas Jefferson Today”. Haldið 12. september, kl. 11- 13.00 í samstarfi við félag áhugamanna um T. Jefferson á Íslandi. Fyrirlesarar Eric Petersen lögfræðingur um samfélagssýn og gildi Thomas Jeffersons, þriðja forseta Bandaríkjanna og einn höfunda sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og Jón Baldvin Hannibalsson fv. utanríkisráðherra um hugmyndaarfleifð Thomas Jefferson. Fundarstjóri dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor.
 
Árangur í stjórnun opinberra stofnana- Er stjórnun flestra opinberra stofnana í reynd jafningjastjórnun? Sé svo hvaða stjórnunarhættir eru líklegir til árangurs? Haldið 16. september, kl. 8.00-10.00 í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar Eyþór Eðvarðsson MA í vinnusálfræði og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf., Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og Magnús Pétursson fv. ráðuneytisstjóri og forstjóri LSH.
 
Fjárlagafrumvarpið 2009- kynning umræður, áskoranir forstöðumanna og starfsmannamál. Haldið 7. október, kl. 8.00-10.00 fyrir Félag forstöðumanna og fjármálaráðuneytið. Fyrirlesarar Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri Höfuðborgarsvæðisins og Gunnar Björnsson skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Fundarstjóri Haukur Ingibergsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
 
Er þörf nýrra samfélagslegra gilda? Hvaða breytingar eru líklegar á hlutverki hins opinbera í kjölfar slíks endurmats? Haldið 11. nóvember kl. 8.00-10.30 í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar Páll Skúlason prófessor HÍ, Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur, Guðmundur Magnússon sagnfræðingur og rithöfundur, Arnar Þór Másson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í fjármálaráðuneyti á sviði stjórnsýslu. Fundarstjóri Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða.
 
Framtíð frjálsra félagasamtaka á óvissutímum; "The Non-profit Sector in Turbulent Times". Haldið 5. desember, kl. 14.30-15.30 í samstarfi við félagsráðgjafardeild HÍ , stjórnmálafræðideild HÍ, samtökin Almannaheill, Rannsóknasetur um barna og fjölskylduvernd og Rannsóknastöð um þjóðmál. Fyrirlesari dr. Helmut K Anheiers prófessor í félagsfræði við Heidelberg háskóla í Þýskalandi og faglegur stjórnandi Center for Social Investment. Hann var frá 2001-2009 prófessor í opinberri stefnumótun og félagslegri velferð við UCLA háskóla í Bandaríkjunum. Hann er jafnframt Centennial prófessor við London School of Economics. Anheier stofnaði og stjórnaði The Center for Civil Society við LSE (1998-2002) og The Center for Civil Society við UCLA (2001-2008). Ávörp fluttu forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Steinunn Hrafnsdóttir dósent í félagsráðgjöf. Fundarstjóri Ómar H. Kristmundsson dósent stjórnmálafræðideild.
 
Þátttaka Íslands í alþjóðafjármálastofnunum og öryggissjálfsmynd Íslendinga. Haldið 17. desember, kl. 16.00- 17.30. Fyrirlestrar og samkoma í tilefni af útkomu desemberheftis vefrits um Stjórnmál og stjórnsýslu. Fyrirlesarar Hilmar Þór Hilmarsson dósent við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri; Private Sector Investments from Small States in Emerging Markets: Can International Financial Institutions Help Handle the Risks? og Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands; Öryggissjálfsmynd Íslands - Umræða um varnarmála- og almannavarnalög á Alþingi vorið 2008.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is