Viðburðir 2010

18. febrúar 2010. Ráðstefna og vinnusmiðja: Endurskipulagning opinberrar þjónustu. Ráðstefna og vinnustofa haldin í samstarfi við fjármálaráðuneytið, Sóknaráætlun 20/20, Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar voru Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri, Arnar Másson fjármálaráðuneyti, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri, Síðan voru vinnustofur þar sem þátttakendur lögðu inn hugmyndir að tækifærum í endurskipulagningu og breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Ráðstefnustjóri var Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.
 
25. febrúar 2010. Morgunverðarfundur: Ávinningur og áskoranir í opinberum rekstri. Breytingastjórnun – árangur nýsköpunar og breytinga. Í samvinnu við Félag forstöðumanna. Aðalfyrirlesari var Regína Ástvaldsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra. Aðrir fyrirlesarar voru: Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Kvennaskólans, Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar Norðurlands eystra, og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
 
18. mars 2010. Málþing. Hvernig fáum við það besta út úr heilbrigðiskerfinu? Í samvinnu við Samtök atvinnulífsins, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélag Reykjavíkur og Félag forstöðumanna ríkisstofnana.
 
25. mars. 2010. Morgunverðarfundur: Betri stjórn á útgjöldum ríkisins: Hverju þarf að breyta? Í samvinnu við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Ríkisendurskoðun. Markmið fundarins var að fara yfir hvaða leiðir séu færar til að bæta fjárlagaferlið og koma betri stjórn á útgjöld ríkisins. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, flutti ávarp og aðrir fyrirlesarar voru Sveinn Arason ríkisendurskoðandi, Örn Hauksson, sérfr. í fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, og Kristinn Hjálmarsson, rekstrarráðgjafi og heimspekingur. Fundarstjóri var Ásta Valdimarsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar.
 
21. apríl 2010. Málþing: Af hverju gengur þetta svona hægt? Konur, kosningar og fjölmiðlar. Í samvinnu við Kynjafræði innan stjórnmálafræðideildar og blaða- og fréttamennsku innan félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands. Erindi héldu Anna Lilja Þórisdóttir, MA í blaða- og fréttamennslu, Valgerður Anna Jóhannsdóttir, MA í kynjafræði, Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og Óðinn Jónsson, Pétur Blöndal og Ingimar Karl Helgason fréttamenn voru með stutt innlegg.
 
26.-30. apríl 2010. Opnir hádegisfundir: Uppgjör, ábyrgð og endurmat – lærdómar af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Markmið með fundunum var að draga fyrstu lærdóma af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og koma með ábendingar um mikilvæg framtíðarverkefni. Stofnun stjórnsýslufræða kom að skipulagi þessara funda.
  • 26. apríl: Menning og samfélag- liggja þar rætur hrunsins? Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, opnar fundaröðina. Málshefjendur: Hulda Þórisdóttir, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Hálfdánarson. Fundarstjóri Anna Agnarsdóttir.
  • 27. apríl: Viðskiptalífið – bankakerfið – hagstjórnin –viðskiptahættirnir, hvað brást? Málshefjendur: Þórólfur Matthíasson, Bjarni Frímann Karlsson og Salvör Nordal. Fundarstjóri: Vilhjálmur Bjarnason.
  • 28. apríl: Lögin, eftirlitið og ábyrgðin! Málshefjendur: Eiríkur Jónsson og Þórður Bogason. Fundarstjóri: Björg Thorarensen.
  • 29. apríl: Höfum við vanrækt ríkið? Ábyrgð stjórnvalda. Málshefjendur: Ólafur Þ. Harðarson og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. Fundarstjóri: Gunnar Helgi Kristinsson.
  • 30. apríl: Gagnrýnin umræða; hlutverk háskóla og fjölmiðla. Málshefjendur: Vilhjálmur Árnason, Stefán Ólafsson og Valgerður A. Jóhannsdóttir. Fundarstjóri Guðbjörg Linda Rafnsdóttir.
 
20. maí 2010. Ráðstefna: Hvernig má standa að nýsköpun í opinberum rekstri og hverju getur hún skilað? – Reynsla annarra þjóða, íslensk dæmi um nýja afurð, ný vinnubrögð, nýja mælikvarða. Í samvinnu við Félags forstöðumanna í tengslum við UT dag 2010. Erindi fluttu Sue Maddock, forstöðumaður The Whitehall Innovation Hub, Ómar H. Kristmundsson prófessor, Jón Ingi Björnsson, frkv.stj Trackwell, Sóley Guðmundsdóttir, frkv. stj. Svæðisskrifstofu fatlaðra á Vestfj., Vigdís Jónsdóttir, frkv.stj. VIRK, Guðmundur Hannesson, forstm. ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa, og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Fundarstjóri var Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða.
 
15. september 2010. Morgunverðarfundur: Hvernig á að bregðast við niðurskurði næsta árs – Hver er stefna ríkisins? Í samvinnu við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, fjármálaráðuneytið og Capacent. Fyrirlesarar voru Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Þórhallur Arason, skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins, Vilborg H. Harðardóttir, sviðsstjóri Capacent, Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri og Stefán Eiríksson lögreglustjóri. Fundarstjóri Arnar Jónsson, stjórnsýsluráðgjafi hjá Capacent.
 
15. september 2010. Málþing: Árangursríkar aðferðir í sparnaði í opinberum rekstri – Margt smátt gerir eitt stórt. Í samvinnu við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Capacent. Erindi héldu: Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, Heiðveig María Einarsdóttir, Veðurstofu Íslands, Þór G. Þórarinsson, félags- og tryggingamálaráðuneytinu, Jóhanna Hilmarsdóttir, Ríkiskaupum, Magnús Guðmundsson, Landmælingum Íslands, Bragi Guðbrandsson, Barnaverndarstofu, Marta Jónsdóttir frá hjúkrunarheimilinu Sóltúni og Már Vilhjálmsson, rektor MS. Fundarstjóri var Magnús Skúlason frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
 
21. september 2010. Opinn fyrirlestur: Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni! – Kynjagreining á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Í samvinnu við Stjórnmálafræðideild. Dr. Þorgerður Einarsdóttir prófessor og Dr. Gyða Margrét Pétursdóttir aðjúnkt fluttu fyrirlesturinn.
 
22. september 2010. Málþing: Málefni fatlaðs fólks á tímamótum. Haldið í samstarfi við Rannsóknarstofu í fötlunarfræðum, Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands. Guðbjartur Hannesson, félags og tryggingamálaráðherra, flutti ávarp. Erindi fluttu: Lára Björnsdóttir, sérfræðingur í Félagsog tryggingamálaráðuneytinu, Gyða Hjartardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristín Kalmansdóttir, Ríkisendurskoðun, Gerður Árnadóttir, Þroskahjálp, Stella K. Víðisdóttir, Reykjavíkurborg, Ómar H. Kristmundsson og Rannveig Traustadóttir frá Háskóla Íslands. Fundarstjóri var Guðmundur Steingrímsson alþingismaður.
 
5.október 2010. Opinn fyrirlestur: The Trade That Carried Iceland Into Trouble. Í samstarfi við ASÍ og Rafiðnaðarsamband Íslands. Fyrirlesari var Dr. Heiner Flassbeck, yfirmaður Division of Globalization and Development Stategies innan Viðskipta- og þróunarstofnunar SÞ (UNCTAD). Kristín Flygenring og Gylfi Arnbjörnsson voru með stutt innlegg. Fundarstjóri var Gylfi Magnússon dósent.
 
13. október 2010. Morgunverðarfundur: Hvaða lærdóm eiga opinberar stofnanir að draga af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis – Hverju þarf að breyta í stjórnsýslunni? Viðbrögð forstöðumanna opinberra stofnana við niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis. Í samvinnu við Félaga forstöðumanna ríkisstofnana og Félag stjórnsýslufræðinga. Erindi héldu: Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor, Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, og Sigríður Lilly Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Fundarstjóri var Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
 
10. nóvember 2010. Morgunverðarfundur: Starfsmannamál ríkisins – er breytinga þörf? Haldinn í samstarfi við Félagi forstöðumanna ríkisstofnana og Ríkisendurskoðun í tilefni af skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið. Ávarp flutti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Erindi héldu: Ingunn Ólafsdóttir, Ríkisendurskoðun, Katrín Ólafsdóttir, lektor HR., Arnar Þór Másson frá forsætisráðuneytinu og Gunnar Björnsson frá fjármálaráðuneytinu. Fundarstjóri var Óli Jón Jónsson, upplýsingafulltrúi Ríkisendurskoðunar.
 
15. nóvember 2010. Málþing: Nýsköpun í öldrunarþjónustu: Sjálfstæð búseta með stuðningi – val, sjálfræði, öryggi, stuðningur og eftirlit. Í samstarfi við Landsamband eldri borgara, Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd, Rannsóknarstofu í hjúkrunarfræði, Rannsóknarstofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum. 15 erindi voru flutt, þar á meðal flutti Ásta Möller, forstöðumaður, erindi um nýsköpun í velferðarþjónustu.
 
30. nóvember 2010. Hollusta, traust og starfsandi á tímum breytinga og óvissu – Ráð til stjórnenda og starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum. Morgunverðarfundur í samstarfi við Félag forstöðumanna. Fyrirlesarar voru: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent, Margrét S. Björnsdóttir aðjúnkt, Tómas Bjarnason hjá Capacent og Sigrún Gunnarsdóttir lektor. Fundarstjóri var Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri.
 
7. desember 2010. Hádegisfundur: Gunnar Thoroddsen – Hver verður dómur sögunnar? Guðni Th. Jóhannesson ræddi um bók sína um Gunnar Thoroddsen. Sérstakir gestir voru Friðrik Sophusson og Svavar Gestsson. Fundarstjóri var Hulda Þórisdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ.
 
16.desember 2010. Opinn fyrirlestur: Does Civic Participation Matter for Sustainability in Cities? Opinn fyrirlestur Emanuel Brunet-Juilly Ph. D í samstarfi við Reykjavíkurborg. Fundarstjóri Óskar Dýrmundur Ólafsson, forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is