Viðburðir 2012

25. janúar 2012. Morgunverðarfundur. Bætt umgjörð fjárlagagerðar, horft til framtíðar. Í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Á fundinum var tekin staðan á umræðunni um umbætur á fjárlagaferlinu, ræddar athugasemdir og ráðleggingar um breyttar áherslur, hverjir eru veikleikar og styrkleikar núverandi kerfis og hvað þarf að bæta í samráði, vinnubrögðum, ferli fjárlagagerðar og eftirfylgni með fjárlögum. Rætt var um fyrirmyndar aðferðir sem notaðar eru í öðrum löndum jafnframt því sem rætt var um helstu hugmyndir og álitaefni sem unnið er með í yfirstandandi endurskoðun á fjárreiðulögum. Kynntar voru hugmyndir alþingismanna um hlutverk Alþingis við gerð fjárlaga og eftirlit með framkvæmd þess og ræddar áherslur atvinnulífsins og forstöðumanna ríkisstofnana um breytingar. Frummælendur voru Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Oddný G. Harðardóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, Gunnar Hall, fjársýslustjóri, Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Pallborðsumræður voru undir stjórn Þórdísar Arnljótsdóttur, fréttamanns. Fundarstjóri var Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari sem jafnframt tók saman niðurstöður í lok fundarins.
 
25. janúar 2012. Opinn fyrirlestur. Mótun öflugrar atvinnustefnu sem hafnar bæði ofurtrú á markaðinn og hugmyndum um velviljað almáttugt ríkisvald. How to organise a smart industrial policy, which rejects both market fundamentalism and the assumption of a benevolent, omnipotent state. Frummælandi var Dr. Robert Wade, prófessor í stjórnmálahagfræði við LSE. Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður og Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins ræddu við Robert Wade um efnið. Umræðum stjórnaði Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
 
29. febrúar 2012. Opinn fyrirlestur. Að skapa samhljóm: Geta stjórnmálaleiðtogar mótað siðferðisgildi fólks. Creating consensus: Can leaders change moral values? Fyrirlesari var Dr. Jaime Napier, kennari við sálfræðideild Yale háskólans í Bandaríkjunum. Umræðum stjórnaði Hulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálafræði.
 
3. apríl 2012. Opið málþing. Forsetakosningar í Frakklandi 2012. Í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Alþjóðamálastofnun HÍ. Frummælendur voru Rósa Björk Brynjólfsdóttir fv. fréttakona í Frakklandi, Gérard Lemarquis kennari og Torfi H. Tulinius prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ. Fundarstjóri var Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, stjórnmálafræðingur.
 
17. apríl 2012. Opið málþing Heilsufar, líðan og aðstæður eldri borgara - niðurstöður nýrra rannsókna. Í samvinnu við Landsamband eldri borgara og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Fyrirlesarar voru Dr. Kristín Björnsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild HÍ, Dr. Ólöf Guðný Geirsdóttir, lektor við Matvæla- og næringafræðideild HÍ og Dr. Jón G. Snædal, yfirlæknir, öldrunarlækninga LSH. Fundarstjóri var Eyjólfur Eysteinsson, formaður félags eldri borgara á Suðurnesjum og gjaldkeri LEB.
 
25. apríl 2012. Morgunverðarfundur. Staða og starfsskilyrði forstöðumanna ríkisstofnana. Í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fjallað var um niðurstöður fyrri hluta könnunar sem gerð var í árslok 2011 meðal forstöðumann ríkisstofnana og ráðuneyta um stöðu og starfsskilyrði forstöðumanna ríkisstofnana á vegum samstarfsaðilanna. Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra fluttu ávarp í upphafi fundar. Ágústa Hlín Gústafsdóttir sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ómar H. Kristmundsson Háskóla Íslands gerðu grein fyrir niðurstöðum könnunarinnar og Margrét Friðriksdóttir skólameistari Menntaskólans í Kópavogi kynnti tillögur starfshóps á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Félags forstöðumanna ríkisstofnana um hvernig bæta má stöðu og starfsskilyrði forstöðumanna. Að loknum erindum voru pallborðsumræður. Í pallborði sátu Gunnar Björnsson skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttur lektor í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands og Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK. Fundarstjóri var Magnús Guðmundsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
 
26. apríl 2012. Opinn hádegisfundur. Áhrif tillagna stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá á stjórnsýslu og stjórnskipan. Í samstarfi við Félag stjórnsýslufræðinga. Á fundinum leiddu Gísli Tryggvason, lögfræðingur, sem átti sæti í stjórnlagaráði og dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, sem hefur verið gagnrýninn á ýmsar tillögur stjórnlagaráðs, saman hesta sína og ræddu hugsanleg áhrif tillagna stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá á stjórnskipan og stjórnsýsluna í landinu. Fundarstjóri var Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Eggert Ólafsson, formaður Félags stjórnsýslufræðinga flutti inngangsorð.
 
9. maí 2012. Opinn fyrirlestur. Stjórnmálaþátttaka við eldhúsborðið - er það framtíðin? Fyrirlesari var Haukur Arnþórsson doktor í rafrænni stjórnsýslu og fjallaði erindi hans um netlýðræði. Fundarstjóri var Þorbjörn Broddason, prófessor.
 
27. júní 2012. Opinn fyrirlestur. Leyna stjórnvöld mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning? - Kynning á niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar. Fyrirlesari var Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn í HÍ en í fyrirlestrinum var fjallað um niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var vorið 2012 um viðhorf fólks til upplýsingagjafar opinberra aðila þ.e. ríkisstjórnar, ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana þeirra, þjónustustofnana á vegum ríkisins og eftirlitsstofnana á vegum ríkisins. Fundarstjóri var Ásta Möller, forstöðumaður.
 
27. júlí 2012. Opinn fyrirlestur „Hvers vegna ég er bjartsýnn af skynsemisástæðum“ Why I am a Rational Optimist. Fyrirlesari var dr. Matt Ridley. Fyrirlesturinn var haldinn í samstarfi við Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt. Fundarstjóri var Ragnar Árnason, prófessor.
 
28. september 2012. Ráðstefna „Réttur að vita... Hvar liggja mörk leyndar og upplýsingagjafar? Haldin í samstarfi við Skýrslutæknifélag Íslands í tilefni af The International Right to Know Day. Fyrirlesarar voru Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur hjá Persónuvernd, Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu, Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Tæknisviðs Símans, Árni E. Albertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, Gunnar Karlsson, sviðsstjóri hjá Ríkisskattstjóra, Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason frá Íbúar ses. Fundarstjóri var Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
 
2. október 2012. Morgunverðarfundur Hvernig er staðið að mannauðsmálum hjá stofnunum ríkisins? Mat forstöðumanna sjálfra, áherslur stjórnvalda, bjargráð til að gera betur. Kynning á niðurstöðum seinni hluta forstöðumannakönnunar 2011. Í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra flutti ávarp. Fyrirlesarar voru Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands og Ágústa H. Gústafsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem kynntu niðurstöður seinni hluta forstöðumannakönnunar 2011 um mannauðsstjórnun. Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu kynnti grundvallarviðmið í mannauðsmálum ríkisstofnana. Ágústa H. Gústafsdóttir, ræddi framkvæmd grundvallarviðmiða með stuðningi ORACLE. Hulda Arnljótsdóttir, fræðslusetrinu Starfsmennt og Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Starfsþróunarsetri háskólamanna ræddu stuðning við starfsþróun innan stofnunar. Fundarstjóri var Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
 
15. október 2012. Opinn fundur. Hverju myndi ný stjórnarskrá breyta? Í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga. Framsögumenn: Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur og fulltrúi í stjórnlagaráði, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir lektor HÍ og Skúli Magnússon, héraðsdómari og lektor HÍ. Fundarstjóri var Svandís Nína Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís.
 
18. október 2012. Opið málþing. Evrópusambandið og íslenska stjórnsýsla: Hver eru áhrif regluverks ESB og umsóknarferlis Íslands að sambandinu á íslenskar stofnanir og sveitarfélög? Í samstarfi við Félag stjórnsýslufræðinga og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar voru Dr. Anamarija Musa kennari í opinberri stjórnsýslu við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu, Dr. Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ, Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristin Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Eftir framsögur voru panelumræður með frummælendum og með þátttöku Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra og aðalsamningamanns vegna viðræðna um aðild Íslands að ESB. Eggert Ólafsson formaður Félags stjórnsýslufræðinga flutti ávarp. Fundarstjóri var Svavar Halldórsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
 
30. október 2012. Ráðstefna. Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu - Betri lausnir fyrir fólk og samfélag. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Fyrirlesarar voru Jakob Schjörring frá Mindlab í Danmörku, Inga Jóna Jónsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild HÍ og Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka iðnaðarins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson flutti ávarp og afhenti nýsköpunarverðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberum rekstri. Fundarstjóri var Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
30. október 2012. Tvær málstofur-kynning á verkefnum sem tilnefnd voru til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Kynnt voru alls átján verkefni sem valin voru til kynningar á málstofum sem haldnar voru að lokinni ráðstefnu um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Eftirtaldar stofnanir ríkis- og sveitarfélaga voru með kynningar: Barnaverndarstofa, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Orkustofnun, Öldrunarheimili Akureyrar, Heilbrigðisstofnunin Blönduósi, Umhverfisstofnun, Kópavogsbær, Embætti landlæknis, Þjóðminjasafnið, Reykjavíkurborg, Sjúkratryggingar Íslands, Ríkisskattstjóri, Blindrabókasafn Íslands, Landspítali, Siglingastofnun Íslands, Hafnarfjarðarbær, Matvælastofnun og Menntaskólinn í Kópavogi. Fundarstjórar voru Pétur Berg Matthíasson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásta Möller, forstöðumaður.
 
Nóvember til desember 2012. Fundaröð, þrír af sjö fundum um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands sem haldin var í nóvember 2012 til febrúar 2013. Fræðimenn í HÍ, HR, HA og Háskólanum á Bifröst fjölluðu m.a. um einstaka þætti í fyrirliggjandi tillögum sem eru til meðferðar á Alþingi.
  • 9. nóvember 2012. 1. fundur: Eru þingmenn bundnir af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá? Hvernig er stjórnarskrá breytt? Hvaða þýðingu hefur ferlið til þessa? Hvar erum við stödd? Framsögumenn og þátttakendur í pallborði voru Björg Thorarensen, prófessor, Ólafur Þ. Harðarson, prófessor, Indriði H. Indriðason, dósent við University of California, Riverside og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor. Fundarstjóri var Róbert R. Spanó, prófessor, forseti Lagadeildar HÍ.
  • 16. nóvember 2012. 2. fundur. Niðurstöður sérfræðingahóps um stjórnarskrárdrögin og næstu skref. Haldinn í dómsal Háskólans í Reykjavík. Frummælendur voru Páll Þórhallsson 23 skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og sérfræðingur við lagadeild HR, dr. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild HÍ og Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ sem áttu sæti í sérfræðingahópnum, Kristrún Heimisdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst.
  • 5. desember 2012. 3. fundur. Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn- Nýskipan framkvæmdarvaldsins. Starfshættir ríkisstjórna-Stjórnarmyndanir-Hlutverk forseta Íslands-Skipun embættismanna. Fyrirlesarar voru Dr. Stefanía Óskarsdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ dr. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ, Skúli Magnússon, dósent við Lagadeild HÍ og dr. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. Fundarstjóri var Dr. Ómar H. Kristmundsson, deildarforseti Stjórnmálafræðideildar HÍ.
 
26. nóvember 2012. Opið málþing. Val stjórnarmanna í opinberum fyrirtækjum - Fagþekking eða pólítísk forysta? Frummælendur voru Dr. Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Fundarstjóri var Ásta Möller forstöðumaður.
 
7. desember 2012. Opinn fundur. Getum við breytt stjórnmálunum til hins betra-Hvaða lærdóm má draga af átökum fyrri ára í stjórnmálum? Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Morgunblaðsins ræddi bók sína Sjálfstæðisflokkurinn- Átök og uppgjör við fundargesti. Umræðustjóri var Ragnheiður Elín Árnadóttir, stjórnmálafræðingur og alþingismaður.
 
21. nóvember 2012. Opinn fundur. Átök og áherslur á vinstri væng stjórnmálanna fyrr og nú í tilefni af útkomu sjálfsævisögu Svavars Gestssonar Hreint út sagt. Á fundinum ræddi Svavar um bók sína við Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing og Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðing. Fundarstjóri var Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fjölmiðlafræðingur.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is