Viðburðir 2014

24. janúar 2014. Ráðstefna. Skapandi opinber þjónusta: Stjórnun, skilvirkni, samstarf, viðurkenning. 
Í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís og Samband íslenskra sveitarfélaga. Aðalfyrirlesari var dr. Marga Pröhl, framkvæmdastjóri European Institute of Public Administration (EIPA) en sú stofnun veitir m.a. Evrópsku nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu. Einnig fluttu ávöp og fyrirlestra Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Dr. Hilmar Bragi Janusson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Valgerður Stefánsdóttir,forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhenti verðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á árinu 2013. .  Fundarstjóri var Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
14. febrúar 2014. Opið málþing. Blaða- og fréttamennska á átakasvæðum. Í samstarfi við Blaðamannafélag Íslands, Alþjóðamálastofnun, Meistaranám í blaða- og fréttamennsku, Miðstöð Rannsóknarblaðamennsku, Nýlistasafn Íslands, DV og Grapevine. Þrír blaðamenn sem allir hafa starfað á átakasvæðum, Fahad Shah frá Kasmír, Jasmin Rexhepi frá Kosovo og Mazen Maarouf frá Líbanon ræddu ástand mála í heimalöndum sínum og reynslu sína sem blaðamenn á átakasvæðum. Fundarstjóri var Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, blaðamaður.
 
28. febrúar 2014. Opinn hádegisfyrirlestur. Upplýsingasamfélag framtíðar: tækifæri og hættur. 
Í samstarfi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur og sérfræðingur í rafrænni stjórnsýslu flutti hádegisfyrirlestur um  upplýsingasamfélag , hvað einkennir opið  upplýsingasamfélag og  um hættur netsins, t.d. aukið eftirlit með netheimum.  Fundarstjóri var dr. Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
 
11. mars 2014. Morgunverðarfundur. Áskoranir í ríkisrekstri: Hverjar eru meginlínur opinbers rekstrar eftir hrun? Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Framsögumenn voru Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Auk þeirra tóku þátt í pallborðsumræðum  Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri, Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar og Ársæll Guðmundsson, formaður Skólameistarafélagsins.Fundarstjóri var Gestur Páll Reynisson, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
 
20. mars 2014. Opið málþing. Hagsæld og hamingja - Hvernig getur samfélagsgerð haft áhrif á hamingju íbúa? Í samstarfi við Embætti landlæknis, Hamingjuvísi, Þekkingarmiðlun, Reykjavíkurborg, forsætisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Landsvirkjun. Haldið í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum. Aðafyrirlesari var dr. Ruut Veenhoven, heiðursprófessor við Erasmus University í Rotterdam. Önnur ávörp og fyrirlestra fluttu  Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis,  dr. Hulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálafræði,  Ragna Árnadóttir, formaður samráðsvettvangs um aukna hagsæld, Hrefna Guðmundsdóttir og Jón Gnarr. Fundarstjóri var Páll Matthíasson, geðlæknir og forstjóri LSH.
 
7. maí 2014. Málþing. Leiðtogahlutverk bæjar- og sveitarstjóra. Í samstarfi við Félag stjórnsýslufræðinga og Samband íslenskra sveitarfélaga. Framsögumenn voru: Eva Marín Hlynsdóttir, doktorsnemi við Stjórnmálafræðideild HÍ, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi. Fundarstjóri var Gestur Páll Reynisson, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
 
7. maí 2014. Morgunverðarfundur. Samfélagsábyrgð í opinberum rekstri. Í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Framsögumenn voru Sigurður H. Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Sigrún Ósk Siguðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunnar og Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa.Fundarstjóri var Bryndís Hlöðversdóttir, starfsmannastjóri Landspítalans.
 
13. maí 2014. Hádegisfundur. Sveitarstjórnarkosningarnar 31 maí: Hvert stefnir? Í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga. Framsögumaður var Grétar Þór Eyþórsson, prófessor vi ð Háskólann á Akureyri. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ stýrði umræðum og fyrirspurnum að erindi loknu.
 
15. maí 2014. Málþing. Íslenskir kjósendur í 30 ár – Afmælishátíð Íslensku kosningarannsóknarinnar. Í samstarfi við Félagsvísindastofnun HÍ, Félag stjórnmálafræðinga og Stjórnmálafræðideild HÍ.  Framsögumenn voru: Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Íslensku kosningarannsóknarinnar, Hulda Þórisdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Eva H. Önnudóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Mannheim, CDSS, Viktor Orri Valgarðsson, verkefnastjóri á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og  Hermann Schmitt, prófessor við Háskólann í Manchester og Háskolann í Mannheim. Við þetta tilefni voru gögn Íslensku kosningarannsóknarinnar jafnframt opnuð formlega í gegnum vefumsjónarkerfi Nesstar. Umræðum og fyrirspurnum að loknum erindum stýrði Bogi Ágústsson, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu.
 
25. júní 2014. Opið málþing. Stjórnsýsla og stjórnarhættir í smáríkjum. Í samstarfi við Rannsóknarsetur um smáríki og Stjórnmálafræðideild við Háskóla Íslands og Evrópustofu. Aðalfyrirlesari var Per Lægreid, prófessor við Háskólann í Bergen, og önnur ávörp og erindi fluttu Ólafur Þ. Harðarson, stjórnarformaður Rannsóknaseturs um smáríki og prófessor við Háskóla Íslands, Christian Frommelt, fræðimaður við Liechtenstein Institute, Caroline Grön, lektor við Kaupmannahafnarháskóla, Roderick Pace, prófessor við Háskólann á Möltu, Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla Íslands og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki, Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Michael Corgan dósent við Boston-háskóla og Pia Hanson, forstöðumaður Rannsóknaseturs um smáríki. Málþingið var hluti af tólfta alþjóðlega sumarskóla Rannsóknarseturs um smáríki. 
 
26. júní 2014. Útgáfuboð í tilefni af útgáfu vorheftis veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ fjallaði um grein sína Ábyrgð, stofnanir og íslensk stjórnsýsla. Lærdómar af bankahruni sem birtist í heftinu. Fundarstjóri var Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor og aðalritstjóri tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla.
 
26. september 2014. Hádegisfyrirlestur. The Future of the U.S.-Russion Relationship after Ukraine. Í samstarfi við Stjórnmálafræðideild HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ. Fyrirlesturinn flutti Dr. Bradley Thayer, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. 
 
6. október 2014. Morgunverðarfundur. Fjárlagafrumvarpið 2015 og áhrif á opinbera starfsemi – Áhrif niðurskurðar á lögbundið hlutverk stofnana. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og fjármála- og efnahagsráðuneytið. Erindi fluttu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Fundarstjóri var Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss.
 
15. október 2014. Ráðstefna. Nýsköpun við innkaup á sviði heilbrigðisþjónustu. Í samstarfi við Norrænu nýsköpunarmiðstöðina, Nordic Innovation. Haldin í tengslum við rannsóknarverkefni, sem Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála er aðili að og sem er í samvinnu fjögurra háskóla á Norðurlöndnum: Háskólans í Lundi í Svíþjóð, Álaborgarháskóla í Danmörku, Laurea University of Applied Sciences í Finnlandi og BI Norwegian Business School í Noregi, auk aðila sem eru fulltrúar kaupenda og seljenda á vöru og þjónustu í velferðarþjónustu á hinum Norðurlöndunum.
 
22. október 2014. Morgunverðarfundur. Viðverustjórnun og heilsueflandi aðgerðir á vinnustað. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnanna og Félag mannauðsstjóra ríkisins. Framsögumenn voru Svava Jónsdóttir, ráðgjafi hjá ProActive-ráðgjöf og fræðslu, Sigríður Hrefna Jónsdóttir, mannauðsstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Vilhjálmur Kári Haraldsson, mannauðsstjóri Garðabæjar og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands. Fundarstjóri var Svala Guðmundsdóttir, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
 
27. október 2014. Hádegisfyrirlestur. Widespread and systematic torture in Nigeria. Í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International og Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Justine Ijeomah, framkvæmdastjóri mannréttindasamtaka í Port Harcourt í Nígeríu sem starfað hefur með Amnesty International fjallaði um  baráttu sína gegn pyndingum í heimalandi sínu og eigin reynslu af pyndingum og annarri illri meðferð. 
 
30. október 2014. Málstofa. Fólksflutningar frá Íslandi til Kanada á síðasta fjórðungi 19. aldar fram á fyrri hluta 20. aldar. Í samstarfi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Erindi fluttu Dr. Richard Sigurdson, prófessor við háskólann í Calgary og Egill Helgason, fjölmiðlamaður og umsjónarmaður þáttaraðar um Vesturfarana. Fundarstjóri var Halldór Árnason, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga.
 
20. nóvember 2014. Hádegisfyrirlestur. Nýafstaðnar þingkosningar í Bandaríkjunum. Dr. Michael Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við  Frederick S. Pardee School of Global Studies við Boston University flutti fyrirlestur um kosningarnar og mögulegar afleiðingar fyrir utanríkismál Bandaríkjanna næstu árin. 
 
26. nóvember 2014. Morgunverðarfundur. Grænn ríkisrekstur. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnanna og stýrihóp um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur. Erindi fluttu Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Grænna skrefa hjá Reykjavíkurborg, Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, Birna Guðrún Magnadóttir, verkefnastjóri fræðslu hjá Ríkiskaupum og Birna Helgadóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samgöngumála hjá Landspítala.Fundarstjóri var Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands.
 
4. desember 2014. Hádegisfundur. Umræðuhefð í íslenskum stjórnmálum. Í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga. Framsögumenn voru þau Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild HÍ, Hulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálasálfræði við Stjórnmálafræðideild HÍ og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og ráðherra. Eva H. Önnudóttir stýrði umræðum og fyrirspurnum að erindum loknum.
 
11. desember. Hádegisfyrirlestur. Value in Space and Time: Constructing and Governing Sustainability. Í samstarfi við Alþjóðamálastofnun HÍ, Stjórnmálafræðideild HÍ og Fulbright stofnunina á Íslandi. Fyrirlesturinn flutti Dr. Janelle Knox-Hayes, lektor við Georgia Institute of Technology og Fulbright-gestakennari við Stjórnmálafræðideild HÍ. Fundarstjóri var Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright stofnunarinnar.
 
18. desember 2014. Útgáfuboð í tilefni af útgáfu haustheftis veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla. Gestur Páll Reynisson, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála fjallaði um grein sína og Ómars H. Kristmundssonar, Hverjir verða aðstoðarmenn ráðherra? sem birtist í heftinu. Fundarstjóri var Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor og aðalritstjóri tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is