Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu: Samtal milli stjórnvalda og akademíu

 

 

Morgunfundur mánudaginn 27. apríl 2015 um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og þær áskoranir og tækifæri sem felast í breytingum í átt til aukins einkarekstrar í félagslegum heilbrigðiskerfum.

Opinn umræðufundur á vegum Stofnunar Stjórnsýslufræða og stjórnmála kl. 8:30 - 10:00 á Grand Hótel Reykjavík. Morgunverðarhlaðborð og kaffi frá kl. 8:00.

 

Aukinn einkarekstur og fjölbreytni rekstrarforma í félagslegu heilbrigðiskerfi getur haft víðtæk áhrif á árangur kerfisins. Markmið breytinga af þessu tagi er að ná inn tilætluðum kostum markaða um skilvirkni, hagkvæmni og gæði. Opinber heilbrigðiskerfi sem eru að mestu fjármögnuð með almennum sköttum hafa margþætt markmið. Auk markmiða um skilvirkni, hagkvæmni og gæði þá vega markmiðin um jöfnuð, aðgengi og öryggi þungt þegar litið er til réttmætis félagslegra heilbrigðiskerfa. Þessi markmið eru og verða viðfangsefni stjórnmálanna. Að tryggja að þessi ólíku markmið nái fram að ganga er ekki aðeins stjórnunarleg jafnvægislist heldur mikil pólitísk áskorun.

 

Erindi flytja þrír fræðimenn við Háskóla Íslands:

Dr. Ragnar Árnason, prófessor við Hagfræðideild

Dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Hjúkrunarfræðideild

Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild

 

 

Að framsöguerindum loknum verða pallborðsumræður þar sem þátt taka m.a.:

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra

Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis. 

Fundarstjóri verður Siv Friðleifsdóttir.

Þátttökugjald er kr. 5400 og er morgunverður innifalinn.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is