Áhrif gerðardóms og nýlegra kjarasamninga á stofnanasamninga

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Félag mannauðsstjóra ríkisins:

Morgunverðarfundur: Áhrif gerðardóms og nýlegra kjarasamninga á stofnanasamninga

Þriðjudaginn 20. október, kl. 8:30-9:50 á Grand Hótel Reykjavík

Morgunverður, frá kl. 8:00, er innifalinn í verðinu, sem er kr. 5400,-
 
 
Í maí 2014 fylgdi bókun 2 kjarasamningi 19 aðildarfélaga BHM, en markmið bókunarinnar var að viðhalda dreifstýringu í launamálum ríkisins með því að færa launasetningu nær vettvangi stofnana og laga að þörfum hverrar stofnunar fyrir sig. Þann 14. ágúst 2015 birti gerðardómur úrskurð um breytingar á kjarasamningi ríkisins og 18 aðildarfélaga BHM auk Félags hjúkrunarfræðinga. Úrskurðurinn hefur í för með sér breytingar á stofnanasamningum hlutaðeigandi félaga og stofnana þar sem menntunarákvæði, persónubundnir og tímabundnir þættir eru nú færðir úr stofnanasamningum inn í kjarasamning. 
Á fundinum verður fjallað um bókun 2 og fjárhagsleg áhrif gerðardóms á stofnanasamninga.
 
Dagskrá
  1. Gunnar Björnsson, forstöðumaður kjara- og mannauðsskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins: Inntak stofnanasamninga og gerðardómurinn
  2. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM: Breytingar á stofnanasamningum (bókun 2 og menntunarákvæði) - sýn BHM
  3. Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent: Tilraunaverkefni hjá 31 ríkisstofnun um útfærslu á bókun 2 í kjarasamningum 2014-2015
  4. Vigdís Edda Jónsdóttir, formaður Félags mannauðsstjóra ríkisins:  Gerðardómur og stofnanasamningar – sýn mannauðsstjórans
  5. Umræður
 
Fundarstjóri:  Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ
 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is