Hádegisfundur um spillingu í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi

Félög stjórnsýslu- og stjórnmálafræðinga í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórmála halda í sameiningu fund um
umfang spillingar á Íslandi og áhrif hennar á íslensk stjórnmál, stjórnsýslu og viðskiptalíf.

Fundurinn fer fram föstudaginn 27. nóvember kl. 12:30 - 13:30 í stofu N-132 í Öskju.

Ísland kemur yfirleitt vel út í alþjóðlegum samanburði hvað varðar spillingu. Samt sem áður berast fréttir af spillingu í viðskiptalífi og stjórnmálum á Íslandi  og ákveðnu úrræðaleysi við að uppræta hana. Á fundinum munu frummælendur varpa ljósi á spillingarhættur sem leynast í íslensku samfélagi, hvernig stuðla megi að heilindum og  koma í veg fyrir spillingu.

Framsögumenn:

 

Ásgeir Brynjar Torfason rekstrarhagfræðingur

Jón Ólafsson heimspekingur

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur

 

Ásgeir mun fjalla um heilbrigða viðskiptahætti og áhrif spillingar á hagsæld, Jón og Sigurbjörg munu beina sjónum að áhrifum spillingar á stjórnsýsluna og stjórnmálalífið.    

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans stýrir umræðum.

 

Allir velkomnir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is