Tímaritið Stjórnmál & stjórnsýsla komið út

2. tölublað 16. árgangs tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla er komið út. Vefslóð tímaritsins er www.irpa.is. Í tengslum við útgáfuna verður haldinn opinn fundur í netstreymi í dag, fimmtudaginn 17. desember, og hefst hann kl. 16:00. Þar kynnir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, grein sína Glæpavæðing mannlegra mistaka í heilbrigðisþjónustu: Hvernig og hvers vegna lagaleg ábyrgð getur rutt faglegri ábyrgð til hliðar og grafið undan öryggi sjúklinga. Sjá nánar um fundinn hér.
 
Greinarnar í tímaritinu fjalla um fjölbreytt viðfangsefni íslenskra stjórnmála og stjórnsýslu og eftirtaldar greinar eru birtar að þessu sinni:
 
1. Criminalisation of human error in health care: How and why legal accountability can crowd out professional accountability and undermine patient safety. Höfundur: Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
 
2. Áhrif mismunandi hugtakanotkunar á viðhorf almennings. Höfundur: Viðar Halldórsson
 
3. The novice MP: The experience of the newly elected in Iceland. Höfundar: Stefanía Óskarsdóttir og Ómar H. Kristmundsson
 
4. Icelandic newsrooms in a pandemic mode. Höfundur: Birgir Guðmundsson
 
5. Rökræða, stofnanir, þátttaka. Ágreiningsefni um lýðræði. Höfundur: Vilhjálmur Árnason
 
6. Áhrif orðalags á svör við spurningum Stjórnlagaráðs. Höfundar: Vaka Vésteinsdóttir, Ragnhildur Lilja Ásgeirsdóttir, Vera Óðinsdóttir, Snæfríður Birta Björgvinsdóttir, Helena Ólafsdóttir, Einey Ösp Gunnarsdóttir og Fanney Þórsdóttir
 
7. Attitudes towards refugees and Muslim immigrants in Iceland: The perceived link to terrorism. Höfundar: Margrét Valdimarsdóttir og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
 
8. The Intergenerational Transmission of Education: A Case Study from Iceland. Höfundar: Emil Dagsson, Þorlákur Karlsson og Gylfi Zoega
 
9. „Þetta er allt mannanna verk“: Upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi. Höfundar: Gerða Björg Hafsteinsdóttir, Erla Sólveig Kristjánsdóttir og Þóra H. Christiansen
 
10. Dreifing efnahags- og menntunarauðs meðal foreldra í skólahverfum höfuðborgarsvæðisins 1997–2016. Höfundar: Berglind Rós Magnúsdóttir, Auður Magndís Auðardóttir og Kolbeinn Stefánsson
 
Ritstjóri Stjórnmála & stjórnsýslu er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, en auk hans sitja í ritstjórn þau Agnar Freyr Helgason, Eva H. Önnudóttir, Eva Marín Hlynsdóttir og Gústaf Adolf Skúlason. Útgefandi tímaritsins er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. 
17. desember 2020 - 8:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is