Námskeið: Þagnarskylda opinberra starfsmanna

Við vekjum athygli á námskeiðinu Þagnarskylda opinberra starfsmanna sem fram fer miðvikudaginn 5. maí frá kl. 9:00-12:00. Um er að ræða fjarnámskeið í beinu streymi en einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg tímabundið eftir að því lýkur. Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
Námskeiðið er ætlað stjórnendum og almennu starfsfólki hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga sem vill átta sig betur á hvaða upplýsingum starfsmenn mega deila um störf sín.
 
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist yfirsýn yfir helstu reglur sem gilda um þagnarskyldu starfsmanna hjá ríkisstofnunum og sveitarfélögum. Fjallað verður um nýlegar breytingar á stjórnsýslulögum um þagnarskyldu starfsmanna og hvaða áhrif þær hafa á stöðu starfsmanna. 
 
19. apríl 2021 - 13:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is