NÝTT NÁMSKEIÐ: Ársreikningar sveitarfélaga og mat á afkomu þeirra

Við vekjum athygli á nýju námskeiði um ársreikninga sveitarfélaga og mat á afkomu þeirra sem fram fer miðvikudaginn 11. maí kl. 9:00 - 12:00.  Um er að ræða fjarnámskeið í beinu streymi en einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg tímabundið eftir að því lýkur. Umsjónarmaður og fyrirlesari er Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfræðingur og fyrrverandi sveitarstjóri.
 
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist aukna færni til að greina ársreikninga sveitarfélaga og ná yfirsýn yfir afkomu þeirra og fjárhagsstöðu. Fjallað verður um uppbyggingu og sérstöðu ársreikninga sveitarfélaga, aðferðir við að leggja mat á afkomu sveitarfélaga, helstu lykiltölur sem kjörnir fulltrúar þurfa að hafa á valdi sínu til að leggja mat á fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins o.fl.
 
29. apríl 2021 - 16:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is