NÝTT námskeið: Áhættustjórnun hjá opinberum skipulagseiningum

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynnir:
 

- NÝTT NÁMSKEIÐ - 

Áhættustjórnun hjá opinberum skipulagseiningum

 
 
Námskeið - tveir hálfir dagar:
 
fimmtudagurinn 8. október, kl. 13:00 - 16:30
föstudagurinn 9. október, kl. 09:00 - 12:00
 

Námskeiðinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Námskeiðið er haldið í sal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg. Þátttökugjald er kr. 36.300-

Umsjónarmaður og fyrirlesari er Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands.

Námskeiðið byggir m.a. á hópastarfi og því er ekki boðið upp á fjarnám þessu sinni. Gætt verður að fjöldatakmörkunum og farið er eftir tilmælum sóttvarnalæknis og embættis landlæknis er varðar fjarlægðarmörk og smitvarnir.

Áhættustjórnun hjá opinberum skipulagseiningum. Auknar kröfur um notkun áhættustjórnun hér á landi sem stjórntæki má einkum finna í tilskipunum sem koma frá ESB vegna EES samstarfsins. 

Markhópur: Stjórnendur og starfsmenn sem vilja eða munu taka þátt í innleiðingu áhættustjórnun. Einnig starfsmenn sem taka þátt eða munu taka þátt í áhættumati, sem og stjórnendur og starfsmenn sem vilja kynna sér áhættumat og áhættustjórnun.
 
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur: 
  • Hafi þekkingu á því hvað er áhættustjórnun
  • Geti framkvæmt áhættumat
  • Öðlist færni í að útbúa viðbragðsáætlanir
Víða má finna kröfur um áhættustjórnun á hinum ýmsum sviðum þjóðfélagsins, eins og í netöryggismálum, í þjónustu við flug og flugleiðsögu, í matvælaiðnaði, efnaiðnaði og á fleiri sviðum. En hvað er áhættustjórnun og hvernig má innleiða þessa aðferðafræði innan opinbera stjórnsýslu? Eins og orðið gefur til kynna þá er verið að stjórna með tilliti til áhættu. Þetta þýðir að ákvarðanir eru teknar á grundvelli niðurstaðna úr áhættumati sem framkvæmt er áður en ákvörðun er tekin. Með því er verið að taka upplýstari ákvörðun til að tryggja betri niðurstöður. Áhættustjórnun er þegar notaðar eru samræmdar stjórnunaraðgerðir til að stýra starfseminni með tilliti til áhættu svo hægt sé að ná betur markmiðum sínum. Margar aðferðir eru til við gerð áhættumats sem byggja þó á sama grunni.
 
Í þessu námskeiði verður farið yfir hvernig hægt er að framkvæma áhættumat og rætt um áhættustjórnun og gerð viðbragðsáætlana. Námskeiði er bæði byggt á fyrirlestri og hópastarfi.
 
Nánar um skipulag og efnisþætti námskeiðsins: 
 
Fyrri dagurinn:
  • Farið er í grunnþætti áhættu og áhættustjórnun.
  • Farið er yfir aðferðarfræði við að framkvæma áhættumat og líkindi á því að áhætta geti haft áhrif á markmið.
  • Farið er yfir viðbragsáætlanir og hvaða gagn þær geta haft til að minnka áhrifin
Síðari dagurinn:
  • Hópaverkefni þar sem fundin eru dæmi um markmið og þau áhættumetin og áhrifin á markmiðin fundin.
Sigurjón Þór Árnason er gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands.  Hann lauk BSc prófi í rafeindafræðum frá Odense Tekniske Universitet árið 1983 og MPA prófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands í febrúar 2017.  MPA lokaverkefni hans er handbók um innleiðingu öryggisstefnu, framkvæmd áhættumats og áhættumeðferðar hjá opinberum stofnunum. Sigurjón Þór hefur um áratugaskeið starfað við tölvu- og upplýsingaöryggismál, bæði hjá opinberum stofnunum og sem ráðgjafi. Hann er Lead Auditor í ISO 27001 staðlinum fyrir stjórnkerfi upplýsingaöryggis og annar höfundur bókarinnar „How to Achieve 27001 Certification: An Example of Applied Compliance Management“.  Að auki hefur Sigurjón Þór verið stundakennari í diplómanámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is