Hverjar eru skyldur opinberra starfsmanna?

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynnir:
 

Hverjar eru skyldur opinberra starfsmanna? 

Fimmtudaginn 5. nóvember 2020, kl. 9:00-12:30 - Einungis í fjarnámi
 
Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
Þátttökugjald er kr. 18.700-
 

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.
 
Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður farið yfir helstu skyldur opinberra starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum með sérstakri áherslu á hollustuskyldu þeirra gagnvart vinnuveitenda og hversu langt sú skylda nær. Fjallað verður um hversu langt hlýðniskylda opinberra starfsmanna nær og hvaða kröfur er hægt að gera til vammleysis þeirra. Einnig verður fjallað um helstu afbrigði þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Þá verður fjallað um það að hvaða marki opinberum starfsmönnum er skylt að hlíta breytingum á störfum sínum. 
 
Markmið: Að þátttakendur öðlist betri yfirsýn yfir helstu skyldur opinberra starfsmanna samkvæmt lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem og einstökum kjarasamningum og öðlist dýpri skilning á eðli réttarsambands opinberra starfsmanna við ríki eða sveitarfélag. 
 
Markhópur: Starfsfólk og stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum, sem og fulltrúar stéttarfélaga og sjálfstætt starfandi sérfræðingar sem veita ráðgjöf í málefnum opinberra starfsmanna. 
 
Umsagnir þátttakenda:
  • "Fyrirlesari framúrskarandi, fróður og þekkinga mikill"
  • "Vandað efni og skemmtileg dæmi úr dómum."
  • "Góð þekking kennara á viðfangsefninu."
Kjartan Bjarni Björgvinsson er cand.jur. frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science. Hann hefur m.a. annars starfað sem aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Kjartan  var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í apríl 2015 og kjörinn formaður Dómarafélags Íslands árið 2019. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is