NÝTT námskeið: Í EES-samningnum er þetta helst

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynnir:
 

- NÝTT NÁMSKEIÐ -
Í EES-samningnum er þetta helst  

Fimmtudaginn 29. október 2020, kl. 9:00-13:00 - Einungis í fjarnámi
 
 
Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
Þátttökugjald er kr. 18.700-
 

Hér er hægt að skrá sig til leiks

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur. 
 
Viðfangsefni: Reglur EES-samningsins snerta nánast öll svið stjórnsýslunnar. Í námskeiðinu verður farið yfir meginefni samningsins, helstu stofnanir hans og hlutverk þeirra. Þá verður fjallað um hversu víða áhrifa samningsins gætir við túlkun og framkvæmd laga í stjórnsýslunni, hvort sem um er að ræða framkvæmd skattalaga, sjúkra- og almannatrygginga, opinber innkaup, umhverfisvernd eða aðgang að gögnum í stjórnsýslunni. Námskeiðinu er ætlað að auðvelda þátttakendum að koma auga á álitefni tengd EES-samningnum í daglegum störfum, sem og að varpa ljósi á sérstaka aðferðarfræði EES-réttarins og hvar helstu heimildir um breytingar á EES-samningnum er að finna. 
 
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist undirstöðuþekkingu á EES-samningnum og áhrifum hans í stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Umfjöllunin verður studd dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til framkvæmdar Eftirlitsstofnunar EFTA, EFTA-dómstólsins og Evrópudómstólsins. 
 
Markhópur: Starfsfólk stjórnsýslunnar og allir aðrir sem starfa á málefnasviði sem tengist EES-samningnum og reglum sem leiddar eru inn með samningnum. 
 
Kjartan Bjarni Björgvinsson er cand.jur. frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science. Hann hefur m.a. annars starfað sem aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Kjartan  var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í apríl 2015 og kjörinn formaður Dómarafélags Íslands árið 2019.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is