NÝTT námskeið: Áhættustjórnun hjá opinberum skipulagseiningum 8. - 9. október

Nýtt námskeið, Áhættustjórnun hjá opinberum skipulagseiningum, verður haldið 8. - 9. október nk. Í þessu námskeiði verður farið yfir hvernig hægt er að framkvæma áhættumat og rætt um áhættustjórnun og gerð viðbragðsáætlana. Námskeiði er bæði byggt á fyrirlestri og hópastarfi. 

Kennari er Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands, en Sigurjón hefur kennt hið sívinsæla námskeið "Upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum" með reglulegu millibili hjá stofnuninni. 

Smelltu hér til að lesa nánar um námskeiðið.

8. september 2020 - 8:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is