Þagnarskylda opinberra starfsmanna

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynnir
 

Þagnarskylda opinberra starfsmanna

Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 5. maí frá klukkan 9:00 til 12:00. Við vekjum athygli á því að námskeiðið mun einungis fara fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi en einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg tímabundið eftir að því lýkur. 
 
Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Þátttökugjald er kr. 18.700-
 

Þessu námskeiði er lokið.

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist yfirsýn yfir helstu reglur sem gilda um þagnarskyldu starfsmanna hjá ríkisstofnunum og sveitarfélögum. Fjallað verður um nýlegar breytingar á stjórnsýslulögum um þagnarskyldu starfsmanna og hvaða áhrif þær hafa á stöðu starfsmanna. 
 
Umfjöllunin verður studd raunhæfum dæmum, einkum með tilliti til dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis.
 
Markhópur
Stjórnendur og almennir starfsmenn hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga sem vilja átta sig betur á hvaða upplýsingum starfsmenn mega deila um störf sín. 
 
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um eftirfarandi álitaefni í tengslum við beitingu þagnarskyldureglna:
  • Til hvaða upplýsinga ná reglur um þagnarskyldu opinberra starfsmanna?
  • Að hvaða marki mega starfsmenn deila upplýsingum sem þagnarskylda ríkir um? Hvaða reglur gilda um miðlun slíkra upplýsinga til annarra stjórnvalda?
  • Hvaða viðurlögum geta starfsmenn þurft að sæta sem gerast brotlegir við reglur um þagnarskyldu?
  • Hvenær er brot á þagnarskyldureglum á því stigi að það getur bakað starfsmanni refsiábyrgð? 
Í kennslunni verður stuðst við raunhæf dæmi þannig að þátttakendur öðlist skilning á þeim viðfangsefnum sem reynir á í tengslum við reglur um þagnarskyldu.  
 
Kennsluáætlun er birt með fyrirvara um breytingar.
 
Kjartan Bjarni Björgvinsson er cand.jur. frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science. Hann hefur m.a. annars starfað sem aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Kjartan  var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í apríl 2015 og kjörinn formaður Dómarafélags Íslands árið 2019.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is