NÝTT NÁMSKEIÐ: Er einhvern tíma komið nóg? Mega stjórnvöld takmarka samskipti sín við borgarana?

NÝTT NÁMSKEIÐ: Er einhvern tíma komið nóg? Mega stjórnvöld takmarka samskipti sín við borgarana? 

Námskeið haldið miðvikudaginn 9. júní kl. 09:00-12:30. Við vekjum athygli á því að námskeiðið mun einungis fara fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi en einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg tímabundið eftir að því lýkur. 
 
Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Þátttökugjald er kr. 18.700-
 

Þessu námskeiði er lokið. Ef áhugi er fyrir aðgangi að upptöku þess vinsamlegast hafið samband, stjornsyslaogstjornmal@hi.is

 
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist yfirsýn yfir heimildir stjórnvalda til að takmarka samskipti við borgarana, jafnvel loka á þau, við sérstakar aðstæður.
 
Markhópur: Stjórnendur, sérfræðingar og annað starfsfólk hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga sem á í eða ber ábyrgð á samskiptum sinna stofnana við borgarana.
 
Stjórnvöld bera samkvæmt meginreglu stjórnsýsluréttar skyldu til að svara skriflegum erindum sem borgararnir beina til þeirra og afgreiða þau erindi sem þeim berast. Auk þess eiga borgararnir í ýmsum tilvikum rétt á því að koma á starfsstöðvar stjórnvalda og fá þar þjónustu og leiðbeiningar frá stjórnvöldum þegar það á við. Í ákveðnum tilvikum kann stjórnvald hins vegar að hafa réttmætar ástæður til að takmarka samskipti sín við tiltekna einstaklinga. Slíkar ástæður kunna til dæmis að vera fyrir hendi ef einstaklingur sendir óhóflegan fjölda erinda til stjórnvalds, hefur í hótunum við starfsfólk eða aðra skjólstæðinga stjórnvaldsins. Ef sýnt þykir að samskipti af þessum toga bitna á möguleikum stjórnvaldsins til að sinna verkefnum sínum kann að vera réttmæt og málefnaleg þörf á því að takmarka eða jafnvel loka á samskiptin í ákveðinn tíma eða setja þau í ákveðinn farveg. 
 
Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða heimildir stjórnvöld hafa til að takmarka samskipti af þessum toga og hvaða reglur gilda þá um meðferð slíks máls. Fjallað verður skipulega um hvaða reglur gilda um heimildir stjórnvalda til að takmarka komur einstaklinga á starfsstöðvar stjórnvalda, hringingar og svör við skriflegum erindum sem þeim berast, meðal annars með hliðsjón af grundvallarreglum stjórnsýsluréttar um málefnaleg 
 
Kjartan Bjarni Björgvinsson er cand.jur. frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science. Hann hefur m.a. annars starfað sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn, settur umboðsmaður Alþingis og formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Kjartan hefur kennt stjórnsýslurétt og opinberan starfsmannarétt við Háskóla Íslands frá 2004 en var einnig dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2016-2018. Kjartan var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í apríl 2015 og kjörinn formaður Dómarafélags Íslands árið 2019.
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is