Upptaka: „Konur í hlutverki forseta og forsætisráðherra: Dyggðahringur kvenleiðtoga?“

Farida Jalalzai, prófessor í stjórnmálafræði við Virginia Tech í Bandaríkjunum, hélt opinn fyrirlestur á Zoom með ofangreindan titil þann 3. júní 2021, á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við MARK - Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði brást við erindinu og opnaði umræður. Fundarstjóri var Þorgerður J. Einarsdóttir prófessor í kynjafræði. 
 
Í erindinu var skoðað hvort konur í hlutverki forseta og forsætisráðherra á Íslandi hafi opnað tækifæri fyrir framtíðar kvenleiðtoga og stutt við lýðræðisþróun. Konur sem þjóðarleiðtogar eru sterk pólitísk tákn og geta ögrað hugmyndum um framkvæmdavald sem karllægt svið. Þær geta þróað skilning okkar á konum í valdastöðum og aukið pólitískan áhuga og þátttöku meðal almennings. Sýnileiki kvenleiðtoga getur því átt þátt í að afbyggja hugmyndir um að framkvæmdavald sé beintengt karllægum eiginleikum. 
 
Farida Jalalzai er prófessor í stjórnmálafræði við Virginia Tech í Bandaríkjunum og er á Íslandi sem Fulbright styrkþegi. Sjá nánar um hana hér.
 
3. júní 2021 - 15:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is