Samstarf um eflingu nýsköpunar í opinberum rekstri 2011-2013

Samstarfsamningur um eflingu nýsköpunar í opinberum rekstri var undirritaður þann 21. maí 2011 í Háskóla  Íslands að viðstaddri Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, auk nemenda og erlendra fyrirlesara á námskeiði um nýsköpun í opinberum rekstri.   Að samstarfinu standa Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannsóknarmiðstöð Íslands (RANNÍS).
Aðilar munu vinna að markmiði samningsins með ýmsu móti; með námskeiðahaldi og ráðstefnum, þróunarverkefnum, rannsóknum og umræðuvettvangi fræðimanna, sérfræðinga og þeirra sem daglega starfa við opinbera þjónustu. Jafnframt að vinna að söfnun upplýsinga um nýsköpunarverkefni á sviði opinberrar stjórnsýslu og gera þær aðgengilegar og leita samstarfs við erlenda aðila á þessu sviði.   Miklar umbreytingar eru framundan í opinberum rekstri, m.a. vegna niðurskurðar á fjármagni til þjónustu og verkefna á vegum ríkisins og endurskipulagningar í kjölfarið.  Því má segja að þörf fyrir skipulagða nýsköpun hafi aldrei verið meiri.   
Samstarfssamningurinn er til þriggja ára.  Undir samninginn skrifuðu Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor og formaður stjórnar Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, Halldór Jónsson forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Íslands og Þorsteinn I Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Mynd frá undirritun samnings um eflingu nýsköpunar í opinberum rekstri, 21. maí 2011.

Undirritun samningsins 21. maí 2011. Á myndinni eru, frá hægri, Hallgrímur Jónasson, Þorsteinn Sigfússon, Katrín Júlíusdóttir, Gunnar Helgi Kristinsson og Ásta Möller.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is