Lýðræðiskerfi sveitarfélaga

Lýðræðiskerfi sveitarfélaga, félagsauður og félagsvirkni, 2008 – 2010
Hvernig má þróa og ná sátt um aðferðafræði íbúaþátttöku við lausn deilumála, sem stuðlað getur að samstöðu og um leið styrkir félagsauð sveitarfélaga? Í rannsókninni, sem náði til 22 stærstu sveitarfélaga landsins þar sem 89% landsmanna búa, var í fyrsta skipti tekin saman reynsla íslenskra sveitarfélaga af íbúalýðræði bæði almennt, en einkum á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Lærdómar voru dregnir af reynslunni sem geta stuðlað að markvissari aðferðafræði sveitarfélaganna við samráð við íbúana í framtíðinni, bæði á þessum sviðum og öðrum. Verkefninu var hrundið af stað í tilefni af fimm ára starfsafmæli Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Stjórnandi rannsóknarinnar var Gunnar Helgi Kristinsson prófessor við Stjórnmálafræðideild.
 
Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu saman að útgáfu rafræns rits í mars 2012 sem ber heitið "Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum". Ritstjórar ritsins voru Gunnar Helgi Kristinsson, Margrét S. Björnsdóttir og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Meðal umfjöllunarefna í ritinu eru: Lýðræði og þátttaka í sveitarfélögum; Sveitarstjórnarstigið og rétturinn til áhrifa; Meirihlutinn og hagsmunir minnihluta; Lýðræði, upplýsingar og rökræða; Þátttaka og þátttökuform; Félagsauður, félagsvirkni og sjálfboðastarf. Höfundar efnis eru: Gunnar Helgi Kristinsson, Anna Guðrún Björnsdóttir, Grétar Þór Eysteinsson, Unnur Dís Skaptadóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Ólafur Þ. Harðarson, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Birgir Guðmundsson, Jón Hákon Magnússon, Helga Hafliðadóttir, Eggert Ólafsson, Guðfinna Kristjánsdóttir, Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Steinunn Hrafnsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
 
Ritið má nálgast með því að smella á myndina.
 
Mynd og tengill á ritið "Leiðsögn um lýðræði í Sveitarfélögum".
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is