Námskeið 2003

Samhæft árangursmat í opinberum rekstri. Umsjónarmenn:Magna Fríður Birnir starfsþróunarstjóri SKÝRR hf., Arnar Þór Másson, stjórnmálafræðingur, fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og Kristín Kalmansdóttir viðskiptafræðingur í fjármáladeild Reykjavíkurborgar og verkefnisstjóri stýrihóps vegna innleiðingar á BSC hjá Reykjavíkurborg. Tími: 20. mars, kl.13.00-17.00 og 21. mars, kl. 9.00-12.00.
 
Arður og árangur - aðgerðir sem skila árangri í jafnréttisstarfi stofnana og fyrirtækja. Kennari: Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar. Haldið tvisvar á árinu: 28. mars kl. 8.30-12.30 og 23. október kl. 9:00 - 15:30.
 
Að innleiða og ná árangri í stjórnun verkefna (project management) - í opinberum rekstri sem einkafyrirtækjum. Aðalkennari var Morten Fangel ráðgjafaverkfræðingur, sem er leiðandi fagmaður á þessu sviði í Danmörku. Honum til aðstoðar var Kristín Baldursdóttir viðskiptafræðingur, forstöðumaður rekstrardeildar Íslandsbanka. Tími: 26.-28. mars kl. 8.30-17.00 og 29. mars kl. 8.30-13.00
 
Stjórnsýslan: Réttarreglur og málsmeðferð. Umsjón: Róbert R. Spanó, mag. jur., aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Fyrirlesarar: Starfsmenn umboðsmanns Alþingis, Aagot Vigdís Óskarsdóttir, Ásmundur Helgason, Elín Blöndal, Kjartan Bjarni Björgvinsson, Róbert R. Spanó, Trausti Fannar Valsson og Tryggvi Gunnarsson, öll lögfræðingar. Tími: 28., 29. og 30. apríl l. 13.00-16.00.
Framkvæmdaleyfi. Kennari: Páll Hreinsson lagaprófessor. Tími: 30. apríl kl. 13.00-16.00.
Andmælaregla stjórnsýslulaga: Helstu dómar og álit umboðsmanns Alþingis eftir gildistöku stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kennari: Róbert R. Spanó, mag. jur., aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Tími: 5. maí kl. 8.30-12.30
 
Innleiðing og þróun verkefnastjórnunar í fyrirtækjum og stofnunum. Haldið í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands. Aðalkennari var Morten Fangel ráðgjafarverkfræðingur. Tími: 4. september 13.30-17.00.
 
Forystuhlutverk stjórnenda í opinberum rekstri - ætlað embættismönnum og stjórnmálamönnum. Kennari: Marty Linsky kennari við Harvard háskóla, J. F. Kennedy School of Government. Honum til aðstoðar var Svafa Grönfeld lektor í stjórnun við viðskipta- og hagfræðideild H.Í. og Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við H.Í. Tími: 7. október kl. 13.00-18.00 og 8. október kl. 8.30-12.00.
 
Rafræn stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga- ný lög, skipulagsþættir stofnana og tæknileg atriði. Haldið í samstarfi við forsætisráðuneytið. Umsjón: Kristján Andri Stefánsson lögfræðingur, deildarstjóri í forsætisráðuneyti og Guðbjörg Sigurðardóttir tölvunarfræðingur, stjórnandi verkefnisins íslenska upplýsingasamfélagið, í forsætisráðuneyti. Fyrirlesarar: Skúli Magnússon dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika ehf. og Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri. Tími: 7. nóvember kl. 9.00-12.30.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is