Námskeið 2004

Stefnumiðað árangursmat (Balanced Scorecard) í opinberum rekstri – gerð stefnukorta og skorkorta. Í samstarfi við Endurmenntun H.Í. Kennarar: Arnar Þór Másson stjórnmálafræðingur hjá Fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og Kristín Kalmansdóttir viðskiptafræðingur sem var verkefnisstjóri við innleiðingu BSC Hjá Reykjavíkurborg. Tími: 15. janúar 13:00-17:00 og 16. janúar kl. 9:00-12:00.
 
Stjórnsýslureglur við meðferð mála hjá sveitarfélögum. Haldið í samstarfi við Endurmenntun H.Í. og Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsjón: Anna G. Björnsdóttir og Sigurður Óli Kolbeinsson, lögfræðingar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason, lögfræðingur félagsmálaráðuneyti og Inga Þöll Þórgnýsdóttir lögfræðingur, lögmaður Akureyrarbæjar. Fyrirlesarar: Ásmundur Helgason lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður Akureyri, Róbert R. Spanó aðstoðarm. umboðsmanns Alþingis og lektor við lagadeild HÍ, Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Trausti Fannar Valsson lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis. Í Reykjavík: 29. janúar 13.00-17.00 og 30. janúar, kl. 9.00-16.00. Á Akureyri: 12. febrúar 13.00-17.00 og 13. febrúar, kl. 9.00-16.00.
 
Árangursstjórnun í opinberum rekstri: Forysta stjórnenda, hvatning starfsmanna og val mælikvarða. Í samstarfi við Endurmenntun H.Í. og IMG-Deloitte ráðgjöf. Fyrirlesarar: Arnar Þór Másson stjórnmálafræðingur hjá Fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Svafa Grönfeld lektor við H.Í., Ágúst Hrafnkelsson forstöðumaður innri endurskoðunardeildar Reykjavíkurborgar, Anna Margrét Jóhannesdóttir stjórnsýslufræðingur hjá IMG-Deloitte og Kristín Kalmansdóttir verkefnisstjóri v. innleiðingu BSC hjá Reykjavíkurborg. Umsjón: Anna Margrét Jóhannesdóttir stjórnsýslufræðingur hjá IMG Deloitte. Tími: 9. og 10. mars nk. kl. 8.30-12.30
 
Opinber rekstur: Þjónustustjórnun og þjónustugæði - Hagnýtar aðferðir við skipulagningu, framkvæmd og mælingar á þjónustu. Í samstarfi Endurmenntunar H.Í. við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og IMGDeloitte ráðgjöf. Aðalleiðbeinandi: Kristinn T. Gunnarsson MBA, stjórnunarráðgjafi og þjálfari hjá IMG-Deloitte, en auk hans fluttu fyrirlestra þau Haukur Ingibergsson forstjóri Fasteignamats ríkisins og Kristín A. Árnadóttir MPA, sviðsstjóri þróunarsviðs Reykjavíkurborgar. Tími: 1. og 2. apríl kl. 8.30 – 12.30
 
Verkefnastjórnun - Að innleiða og ná árangri í stjórnun verkefna í opinberum sem og einkafyrirtækjum. Í samstarfi við IMG Deloitte. Leiðbeinandi: Morten Fangel ráðgjafaverkfræðingur. Tími: 27. apríl kl. 13.00 - 17.00 og 28., 29. og 30. apríl kl. 8.30 - 17.00.
 
Stjórnun breytinga í sveitarfélögum: Alþjóðleg þróun, forysta um "kúltúr" breytingar, samspil kjörinna fulltrúa, embættismanna og almennings. Í samstarfi við Endurmenntun H.Í. og þróunarsvið Reykjavíkurborgar. Kennari: Mike Richardson fv. framkvæmdastjóri borgarinnar Christchurch á Nýja Sjálandi á árunum 1992- 2002. Hann hefur verið ráðgjafi fjölmargra opinberra aðila víðs vegar um heiminn, m.a. WHO og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um stjórnkerfi borga í Suð-austur Asíu. Tími: 27. apríl kl. 8:30-13:00, 28. apríl kl. 8:30-17:00 og 29. apríl kl. 8:30-13:00.
 
Forystuhlutverkið; fyrir stjórnendur í opinberum rekstri og stjórnmálamenn. Í samstarfi við Endurmenntun H.Í. og IMG Deloitte, stjórnsýslusvið. Kennari: Marty Linsky kennari við Harvard háskóla, J. F. Kennedy School of Government Tími: 2.og 3. maí.
 
Stofnanagerðir og lagaumhverfi opinberrar starfsemi á Íslandi. Haldið fyrir stjórnendur Flugmálastjórnar og nefnd um endurskoðun á skipulagi stofnunarinnar. Fyrirlesarar: Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis, Ómar H. Kristmundsson lektor og Arnar Þór Másson sérfræðingur í fjármálaráðuneyti. Tími: 6. maí.
 
Þurfa opinberir aðilar að hugsa um markaðsmál? Í samstarfi við Endurmenntun H.Í. og IMG-Deloitte. Aðalkennari: Þórður Sverrisson, rekstrarhagfræðingur, hjá IMG-Deloitte og stundakennari H.Í. Gestafyrirlesari. Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar. Fyrra námskeið: 13. maí kl. 13.00-17.00 og 14. maí kl. 8.30-12.00. Síðara námskeið: 11. okt. kl. 13.00-17.00 og 12. okt. kl. 9.00-13.00
 
Rafræn stjórnsýsla og innri verkferlar stofnana og fyrirtækja. Haldið í samstarfi við svið stjórnsýsluráðgjafar hjá ParX - viðskiptaráðjöf IBM. Fyrirlesari: Kim Viborg Andersen er prófessor við upplýsingatæknideild Copenhagen Business School og forstöðumaður Centre for Research on IT in Policy Organizations. Tími: 24. maí.
 
Stjórnsýsluréttur fyrir starfsmenn stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Haldið í samstarfi við forsætisráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Lagastofnun H.Í. Umsjónarmaður og aðalkennari: Páll Hreinsson lagaprófessor. Auk hans þeir Tryggvi Gunnarsson umboðmaður Alþingis og Róbert R. Spanó lektor. Tími: 5. október - 11. nóvember. Alls 36 klst. auk heimsókar til Umboðsmanns Alþingis.
 
Stjórnendaþjálfun fyrir forstöðumenn ríkisstofnana. Forystuhlutverk stjórnenda, stefnumótun og áætlanagerð. Stjórnun á breytingatímum. Árangursrík mannauðsstjórnun. Haldið í samstarfi við IMG-Deloitte, fjármálaráðuneyti og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Ráðgjafar- og kennarar IMG: Svafa Grönfeld, Hafsteinn Bragason, Hákon Gunnarsson, Vilmar Pétursson, Bjarni Snæbjörn Jónsson, Linda Bára Lýðsdóttir, Gunnar Haugen, Hildur Elín Vignir og Þórður Sverrisson. Tími: Nóvember 2004 – mars 2005. Alls um 40 klst.
 
Millistjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum - Ný hlutverk - reynsla stofnunar af eflingu þeirra. Haldið í samstarfi við Endurmenntun H.Í. Fyrirlesarar: Hafsteinn Bragason M.Sc. í vinnusálfræði og sviðsstjóri hjá IMG-Deloitte, Helga Jóhannesdóttir M.Sc. í stefnumörkun og stjórnun og Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga. Tími: 18. og 19. nóvember kl. 8:30-12:30.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is