Námskeið 2005

Stefnumiðað árangursmat í opinberum rekstri. Í samstarfi við Endurmenntun H.Í. 13. janúar og 14. janúar 8.30-12.30 Fyrirlesarar: Arnar Þór Másson fjármálaráðuneyti og Kristín Kalmannsdóttir viðskiptafræðingur.
 
Stjórnsýslureglur við meðferð mála hjá sveitarfélögum. Í samstarfi við Endurmenntun H.Í. og Samband íslenskra sveitarfélaga. 20. janúar kl. 13:00- 17:00 og 21. janúar kl. 9:00-17.00 Fyrirlesarar: Ásmundur Helgason lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður Akureyri, Róbert R. Spanó dósent við lagadeild HÍ, Sigurður Óli Kolbeinsson og Trausti Fannar Valsson lögfræðingar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.
 
Forystuhlutverk stjórnenda í opinberum rekstri. Í samstarfi við Endurmenntun H.Í. Fim. 20. og fös. 21. jan. kl. 8:30-12:30. Aðalfyrirlesari Svafa Grönfeldt lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ og framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Actavis Group hf. Auk hennar Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og stundakennari í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við H.Í. 
 
Stjórnendaþjálfun fyrir forstöðumenn ríkisstofnana. Samkvæmt samstarfssamingi við fjármálaráðuneyti, Félag forstöðumanna og IMG-Gallup. Í september 2004 undirrituðu fulltrúar fjámálaráðuneytis, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, IMG og Stofnunar stjórnsýslufræða samstarfssamning til tveggja ára um fræðslu og þjálfun forstöðumanna ríkisins. Fyrsti hópur forstöðumanna hóf námið í október og lauk því í mars 2005. Á árinu 2005 voru haldin námskeið fyrir tvo viðbótarhópa.
 
Stjórnsýsluréttur fyrir starfsmenn ríkisins. Haldið í samstarfi við forsætisráðuneyti, Félag forstöðumanna og Lagastofnun H.Í. 11. október - 17. nóvember. Kennt í alls 36 klukkustundir, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.15 -16.00. Fyrirlesarar: Páll Hreinsson prófessor, Róbert Spanó dósent, Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Trausti Fannar Valsson dr. nemi og stundakennari við lagadeild.
 
Hvernig næst afburða árangur í stjórnun sveitarfélags? Námskeið f. stjórnendur Reykjanesbæjar 19. október kl. 9.00-17.00 Kennari: Mike Richardson ráðgjafi frá Nýja Sjálandi. Hann var framkvæmdastjóri borgarinnar Christchurch á Nýja Sjálandi á árunum 1992-2002.
 
Hvernig næst afburða árangur í stjórnun hjá opinberum aðilum? (Keys to excellence in public sector management) Í samstarfi við Endurmenntun H.Í. 17. og 18. október kl. 8.30-17.00 Kennari: Mike Richardson ráðgjafi frá Nýja Sjálandi.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is