Námskeið 2006

Hvernig getur þú metið og bætt stjórnunarhætti í þinni stofnun? - Ný handbók um stjórnunarmat í opinberum rekstri. Haldið í Reykjavík 25. apríl kl. 8:30-12:30. og 27. nóvember og 21. september á Akureyri. Farið var yfir það gagn sem stjórnunarmat getur gert en um leið þann vanda sem varast ber í framkvæmd þess. Þátttakendur fengu í hendur nýja handbók, „Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum – grundvöllur umræðu og þróunar“. Í henni eru vel útfærðar leiðbeiningar um undirbúning, framkvæmd (þ.á m. spurningalistar) og eftirfylgni stjórnendamats. Með aðstoð handbókarinnar geta stjórnendur eða starfsmannastjórar framkvæmt mat innan eigin stofnunar. Kennarar: Dr. Ómar H. Kristmundsson, dósent í stjórnsýslufræðum við H.Í, og Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og stundakennari í MPA-námi stjórnmálafræðiskorar.
 
Stjórnsýsluréttur fyrir starfsmenn stjórnsýslu ríkisins; ráðuneyta og stofnana. Haldið í samstarfi við forsætisráðuneyti, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Lagastofnun H.Í. Námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt fyrir þá starfsmenn ríkisins, sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni. 19. september - 27. október. Kennt í alls54 kennslustundir, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.15 -16.00. Fyrirlesarar: Páll Hreinsson prófessor, Róbert Spanó dósent, Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Trausti Fannar Valsson dr. nemi og stundakennari við lagadeild.
 
Hvernig næst afburða árangur í stjórnun hjá opinberum aðilum? (Keys to excellence in public sector management) Í samstarfi við Endurmenntun H.Í. Tími: Mán. 18. og þri. 19. sept. kl. 8.30-16.00 Kennari: Mike Richardson hefur komið hingað til lands áður sem ráðgjafi og leiðbeinandi hjá Reykjavíkurborg, Reykjanesbæ og kennari hjá Endurmenntun HÍ árin 2004 og 2005. Mike var framkvæmdastjóri borgarinnar Christchurch á Nýja Sjálandi á árunum 1992-2002. Borgin vann til margvíslegra verðlauna fyrir árangur og brautryðjendastarf og hefur verið talin í fremstu röð vel rekinna borga. Áhersla var mikil á innra starf sveitarfélagsins undir forystu Mike Richardson. Hann lauk námi frá Cambridge University í hagfræði og félagsfræðum 1973 og í skipulagsfræðum frá Sheffield University 1975. Hann hefur verið ráðgjafi fjölmargra opinberra aðila víðs vegar um heiminn, m.a. WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um stjórnkerfi borga í Suðaustur-Asíu og er eftirsóttur gestafyrirlesari um umbætur í opinberri stjórnsýslu.
 
Stjórnun/félagsauður. Fræðsludagskrá þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir sína stjórnendur. Mike Richardson fjallaði um stjórnun og félagsauð og byggði á námskeiði fyrir lykilstjórnendur á Þjónustu- og rekstrarsviði sem haldið var ári áður. Hann leggur áherslu á að sífellt sé hægt að gera betur - með því að hlusta á notendur, aðra stjórnendur, samstarfsfólk o.fl. 20. september kl. 9.00 - 16.30.
 
Hvernig bætum við árangur okkar í stjórnun og samskiptum innan okkar deilda og sviða á LSH? Fræðslufundur fyrir starfsfólk Landspítala-háskólasjúkrahúss 21. september 8.15-10.30 um atriði sem geta stuðlað að bættum samskiptum, bættri stjórnun og þar með árangri í opinberum stofnunum. Fyrirlesari: Mike Richardson.
 
The challenge of securing collaboration between agencies. Fræðslufundur fyrir yfirmenn stofnana og stjórnendur félagsmálaráðuneytisins 21. sept. 16-.00-18.00 Kennari: Mike Richardson ráðgjafi frá Nýja Sjálandi. 
 
“Building a values-based culture in public sector organisations.” Opinn fræðslu fyrirlestur fyrir nemendur, kennara ofl. í opinberri stjórnsýslu við H.í. 22. sept. kl. 12.10- 13.30.
 
Stjórnsýsluréttur fyrir starfsmenn í stjórnsýslu sveitarfélaga. 3. nóvember -12. desember var í fyrsta skipti og fyrir frumkvæði og í samstarfi við þjónustu- og rekstrarsvið Reykjavíkurborgar, haldið sex vikna námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt, sem sérstaklega var ætlað starfsmönnum sveitarfélaga, sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana. Umsjónarmaður var Páll Hreinsson lagaprófessor við HÍ. Kennarar auk hans Róbert R. Spanó dósent H.Í,. Trausti Fannar Valsson cand. jur., stundakennari við Lagadeild H.Í. og í opinberri stjórnsýslu MPA-námi og doktorsnemi í sveitarstjórnarrétti við Lagadeild Háskóla Íslands, Þórður Sveinsson lögfræðingur hjá Persónuvernd og Kjartan Bjarni Bjarnason lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Kenndar voru 54 kennslustundir, þriðjudaga og föstudaga kl. 13.15 - 16.00.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is