Námskeið 2007

Stjórnsýslulög og -reglur – hvar eru helst gerð mistök og hvaða leiðir eru til að forðast þau? Fræðslufundur í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og forsætisráðuneyti. Haldið 7. mars kl. 8.15-11.30 í Reykjavík og 8. október á Akureyri í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Fyrirlesari: Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.
 
Þverfagleg teymi í félags- og heilbrigðisgreinum, skólakerfi og sveitarfélögum (Crossprofessional teamwork). Haldið 17. apríl kl. 8.30 – 16.00 í samstarfi við Endurmenntun HÍ. Fyrirlesari dr. Malcolm Payne prófessor emeritus v. Manchester Metropolitan University, þekktur bókahöfundur og kennari á þessu sviði. 
 
Stjórnsýsluréttur fyrir starfsmenn í stjórnsýslu sveitarfélaga. Haldið 11. september - 19. október í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga Fjarnám í gegnum símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni Umsjónarmaður og aðakennari Trausti Fannar Valsson cand. jur., stundakennari við Lagadeild H.Í. og í opinberri stjórnsýslu MPA-námi og doktorsnemi í sveitarstjórnarrétti við Lagadeild Háskóla Íslands.
 
Stjórnsýslureglur – Náum betri árangri og aukum gæði stjórnsýslunnar: Lagagrundvöllur athafna stjórnsýslunnar- stjórnvaldsfyrirmæla og stjórnvaldsákvarðana - fyrsta málstofa af fjórum. Haldið 14. september kl. 14.00 - 18.00 og 15. september kl. 9.00-12.00 á Hótel Hvolsvelli. Fyrsti hluti námskeiða/málstofa, sem sérstaklega eru skipulögð fyrir lögfræðinga í Stjórnarráði Íslands. Kennarar Páll Hreinsson prófessor, nýskipaður hæstaréttardómari, Róbert R. Spanó prófessor og Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.
 
Áhrif laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga; við söfnun upplýsinga, skráningu, miðlun og málsmeðferð stjórnvalda. Fræðslufundur 9. nóvember nk. kl. 8.00 - 10.30 haldinn í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesari dr. Páll Hreinsson hæstaréttardómari, formaður stjórnar Persónuverndar og fv. prófessor. Námskeiðið var tekið upp á myndband og fengu aðilar utan Reykjavíkur aðgang að upptökum og námsefni gegn greiðslu útlagðs kostnaðar.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is