Námskeið 2008

Stjórnsýslureglur II hluti – Náum betri árangri og aukum gæði stjórnsýslunnar - Málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins - almenn atriði og undirbúningur ákvarðana - fyrsti hluti þess þáttar. Annar hluti námskeiða, sem sérstaklega eru skipulögð fyrir lögfræðinga í Stjórnarráði Íslands. Haldið 18. janúar, kl. 9.00-17.00 í samstarfi við forsætisráðuneytið og Lagastofnun HÍ. Kennarar Páll Hreinsson hæstaréttardómari og fv. prófessor, Róbert R. Spanó prófessor og Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.
 
Stjórnsýsluréttur fyrir starfsmenn stjórnsýslu ríkisins, ráðuneyta og stofnana. Haldið 2. apríl – 14. maí, 54 kennslustundir, í samstarfi við forsætisráðuneytið og Lagastofnun HÍ. Fyrirlesarar Trausti Fannar Valsson lektor við lagadeild HÍ, Kjartan Bjarni Björgvinsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og Róbert R. Spanó settur umboðsmaður Alþingis.
 
Hvernig getur þú metið og bætt stjórnunarhætti í þinni stofnun? Handbók um framkvæmd eigin stjórnunarmats hjá opinberum stofnunum. Haldið 9. apríl, kl. 13.00- 17.00. Fyrirlesarar: Ómar H. Kristmundsson dósent HÍ, Arndís Ósk Jónsdóttir ParX viðskiptaráðgjöf IBM og Margrét S. Björnsdóttir frá Stofnun stjórnsýslufræða.
 
Stjórnsýslureglur III. hluti – Náum betri árangri og aukum gæði stjórnsýslunnar. Málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins- seinni hluti þess þáttar. Þriðji hluti námskeiða, sem sérstaklega eru skipulögð fyrir lögfræðinga í Stjórnarráði Íslands, í samstarfi við forsætisráðuneytið og Lagastofnun HÍ. Haldið 26. september, kl. 9.00-17.00 í samstarfi við forsætisráðuneytið og Lagastofnun HÍ. Fyrirlesarar Róbert R. Spanó prófessor, Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Páll Hreinsson fv. prófessor og núv. hæstaréttardómari.
 
Um upplýsingalögin, framkvæmd þeirra og stofnanir ríkis og sveitarfélaga – Hvernig má gera framkvæmd laganna skilvirkari? Haldið 9. október, kl. 8.00-11.00 í samstarfi við forsætisráðuneyti og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og Páll Þórhallsson, lögfræðingur forsætisráðuneyti. Pallborðsumræður ásamt fyrirlesurum; Trausti Fannar Valsson lektor í lagadeild HÍ og varaformaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál og Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður Fréttablaðinu. Fundarstjóri Sigrún Jóhannsdóttir, forstjóri Persónuverndar og varaformaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
 
Hvernig getur þú metið og bætt stjórnunarhætti í þinni stofnun? Handbók um framkvæmd eigin stjórnunarmats hjá opinberum stofnunum. Haldið 15. október , kl. 13.00- 17.00. Fyrirlesarar: Ómar H. Kristmundsson dósent HÍ, Arndís Ósk Jónsdóttir ParX viðskiptaráðgjöf IBM og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá Akranesbæ.
Markaðslausnir í stjórnsýslunni og lagaleg áhrif þeirra; útvistun verkefna, þjónustusamningar, einkaframkvæmd, opinber hlutafélög og önnur félög í eigu ríkis og sveitarfélaga. Haldið 30. október, kl. 13.00-17.00. Fyrirlesari Kjartan Björgvinsson, LLM, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis.
 
Áhrif EES-réttar á starfsemi stjórnsýslunnar- túlkun og framkvæmd þeirra laga, sem samningurinn nær til. Haldið 20. nóvember , kl. 13.00-16.00. Fyrirlesari Kjartan Björgvinsson, LLM, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is