Námskeið 2009

IV. hluti. Stjórnsýslureglur – Náum betri árangri og aukum gæði stjórnsýslunnar: Stjórnsýslueftirlit – Endurskoðun stjórnvaldsákvarðana – Upplýsingalög. Fjórða og síðasta námskeið, sem sérstaklega voru skipulögð fyrir lögfræðinga í Stjórnarráði Íslands. Haldið 30. janúar, kl. 9.00-17.00 í samstarfi við forsætisráðuneytið og Lagastofnun HÍ. Kennarar: Páll Hreinsson hæstaréttardómari og fv. prófessor, Róbert R. Spanó prófessor og Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.
 
Stjórnsýsluréttur fyrir starfsmenn stjórnsýslu ríkisins, ráðuneyta og stofnana. Haldið 20. janúar- 26. febrúar, í boði í fjarfundabúnaði. Kennt í alls 54 kennslustundir. Haldið í samstarfi við forsætisráðuneytið, Lagastofnun HÍ og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Umsjónarmaður og aðalkennari Trausti Fannar Valsson cand. jur. lektor og dr. nemi við lagadeild HÍ. Kennarar auk hans Kjartan Bjarni Björgvinsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.
 
Hvernig getur þú metið og bætt stjórnunarhætti í þinni stofnun-ráðuneyti, þínu sveitarfélagi? Námskeið um Handbók um framkvæmd eigin stjórnunarmats hjá opinberum stofnunum ríkis og sveitarfélaga. Haldið 26. mars 13.00- 16.00. Einnig í boði í fjarfundakerfi Kennarar: Ómar H. Kristmundsson dósent og Arndís Ósk Jónsdóttir forstöðumaður mannauðsráðjafar ParX. Gestafyrirlesari, Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri hjá Akranesbæ.
 
Stjórnun skilvirkni, aðferðir sem henta opinberri starfsemi ”Efficiency management and methods for public administration”. Haldið 16. apríl nk. kl. 13-16.00 í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Kennari: Richard Murray, PhD hagfræðingur og fyrrum yfirmaður hjá The Swedish Agency for Public Management, sem er hagsýslu- og þróunarstofnun sænska ríkisins.
 
Reynsla Svía sl. 20 ár við að auka skilvirkni og fyrirbyggjandi árangur í vistun og meðferð refsifanga. Haldið 17. apríl kl. 9.00-12.00 fyrir starfsfólk dómsmálaráðuneytis og Fangelsismálastofnunar. Kennari: Richard Murray, PhD hagfræðingur og fyrrum yfirmaður hjá The Swedish Agency for Public Management, sem er hagsýslu- og þróunarstofnun sænska ríkisins.
 
Upplýsingaréttur almennings: Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 50/1996. Haldið 23. október kl. 13.00-17.00 í samstarfi við forsætisráðuneytið, einnig í boði í fjarfundabúnaði. Aðalkennari: Kjartan Bjarni Björgvinsson cand.jur. aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg. Auk hans kynnti Páll Þórhallsson lögfræðingur í forsætisráðuneyti áform um endurskoðun laganna ofl.
 
Rafræn meðferð stjórnsýslumála - meðferð persónuupplýsinga og aðrar gildrur á veginum. Haldið í samstarfi við forsætisráðuneytið 2., 5., 6., 9., og 12. nóv. Alls um 20 kennslustundir. Einnig í boði á fjarfundaformi. Kennarar: Trausti Fannar Valsson lektor við lagadeild HÍ og Þórður Sveinsson lögfræðingur hjá Persónuvernd.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is