Námskeið 2010

24. febrúar, 24. mars, 21. september og 7. október 2010. Samráð við starfsmenn á erfiðum tímum – Hvaða aðferðir skila árangri? Aðalkennari var Arndís Ósk Jónsdóttir stjórnunarráðgjafi og gestafyrirlesari Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Á námskeiðinu var farið yfir hvernig skilvirk samskipti innan skipulagsheilda eru byggð upp. Kynnt voru mismunandi form og aðferðir samráðs og hvenær þau eiga helst við. Í samvinnu við Háskólann á Akureyri 21. september.
 
12. apríl - 18. maí 2010: Námskeið í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn stjórnsýslu ríkisins, ráðuneyta og stofnana. Sex vikna námskeið haldið af forsætisráðuneytinu í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna. Umsjónar- og aðalkennari er Trausti Fannar Valsson. Aðrir kennarar voru Kjartan B. Björgvinsson, lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg og fv. aðstoðarmaður umb. Alþingis, Róbert Spanó, settur Umb. Alþingis, Hafsteinn Þ. Hauksson, skrifstofustjóri Umb. Alþingis, og Hafsteinn D. Kristjánsson, lögfræðingur hjá Umb. Alþingis.
 
13. apríl og 10. nóvember 2010. Ráðning og starfslok starfsmanna ríkisins. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana Markmið námskeiðsins var að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á því hvernig standa ber að öllum helstu ákvörðunum í málefnum opinberra starfsmanna skv. lögum um opinbera starfsmenn og stjórnsýslulögum. Kennari var Kjartan B. Björgvinsson.
 
11.nóvember 2010. Upplýsingaréttur almennings; Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga. Kennari var Kjartan B. Björgvinsson, lögfræðingur.
 
24. nóvember 2010. Sáttamiðlun við erfiðar ákvarðanir innan stofnana. Námskeið fyrir forstöðumenn (+ einn lykilstjórnanda hjá stofnun) í samstarfi við Félag forstöðumanna. Aðalleiðbeinandi Arndís Ósk Jónsdóttir stjórnunarráðgjafi. Gestafyrirlesarar voru Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari og Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is