Námskeið 2011

31.janúar- 3. febrúar 2011 (3 eftirmiðdagar). Rafræn stjórnsýsla – möguleikar til umbreytinga á starfsemi stofnana. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Aðalkennari var Haukur Arnþórsson, doktor í rafrænni stjórnsýslu. Gestafyrirlesarar voru Guðjón Már Guðjónsson frá Agóra (kenndur við OZ) og Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.
 
8.febrúar 2011. Árangur við stjórn breytinga-Hagnýtt námskeið fyrir stjórnendur hjá opinberum stofnunum. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Leiðbeinendur voru Guðfinna S. Bjarnadóttir PhD og Vilhjálmur Kristjánsson MPA. Gestafyrirlesari var Dr. Björn Zoëga, forstjóri LSH
 
3. mars-8. apríl 2011. Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn stjórnsýslu ríkisins, ráðuneyta og stofnana. Haldið af forsætisráðuneytinu í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Aðalkennari var Trausti Fannar Valsson lektor við Lagadeild HÍ og doktorsnemi. Aðrir kennarar voru Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis, Hafsteinn Þór Hauksson lektor við Lagadeild HÍ og Berglind Bára Sigurjónsdóttir og Særún María Gunnarsdóttir lögfræðingar hjá umboðsmanni Alþingis.
 
17.-19. maí 2011. Rafræn stjórnsýsla – möguleikar til umbreytinga á starfsemi stofnana. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Aðalkennari var Haukur Arnþórsson, doktor í rafrænni stjórnsýslu. Gestafyrirlesarar voru Guðjón Már Guðjónsson frá Agóra (kenndur við OZ) og Hrafkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar
 
3. október 2011. Námskeið fyrir forstöðumenn ríkisstofnana: Bestu aðferðir við sameiningu stofnana og starfseininga-Hvað skilar árangri, hver liggja hætturnar-fræðin og reynsluþekkingin. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Leiðbeinendur voru Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent við Viðskiptafræðideild HÍ og Guðrún Ragnarsdóttir, framkæmvdastjóri LÍN. Gestafyrirlesarar voru Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár Íslands og Steinunn Halldórsdóttir, stjórnsýslufræðingur og sérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu.
 
13.október 2011. Saga, stofnanir og ákvörðunartaka innan ESB. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Alþjóðamálastofnun HÍ. Kennari var Dr. Baldur Þórhallsson prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ
 
30.nóvember 2011. Sérsniðin vinnusmiðja fyrir forstöðumenn og staðgengla þeirra: Hvernig má ná betri árangri í stjórnun starfsmannamála í eigin stofnun? Byggt á greiningu á stöðu mannauðsstjórnunar í eigin stofnun, tækifæri til úrbóta. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Leiðbeinendur voru Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Viðskiptafræðideild HÍ, Ágústa H. Gústafsdóttir, sérfræðingur 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is