Námskeið 2012

23. janúar-29. febrúar 2012. Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn stjórnsýslu ríkisins, ráðuneyta og stofnana og sveitarfélaga. Í samstarfi við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Aðalkennari var Trausti Fannar Valsson lektor við 24 Lagadeild HÍ. Aðrir kennarar voru Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis, Hafsteinn Þór Hauksson lektor við Lagadeild HÍ, Ottó Björgvin Óskarsson, Berglind Bára Sigurjónsdóttir og Særún María Gunnarsdóttir lögfræðingar hjá Umboðsmanni Alþingis.
 
15. febrúar 2012. Saga, stofnanir og ákvarðanataka innan ESB í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Alþjóðamálastofnun HÍ fyrir stjórnendur og starfsfólk stjórnsýslunnar, sveitarfélaga og opinberra stofnana. Kennari var Dr. Baldur Þórhallsson, Jean Monnet prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
 
22. og 23. febrúar 2012. Lagarammi og stjórnkerfi íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Landspítala háskólasjúkrahús, Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, Landssamband heilbrigðisstofnana, Félag forstöðumanna sjúkrahúsa og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Fyrirlesari var Guðríður Þorsteinsdóttir, lögfræðingur hjá velferðarráðuneytinu.
 
7. mars 2012. Ráðning og starfslok starfsmanna hjá stofnunum ríkis- og sveitarfélaga. Í samvinnu við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana.Kennari var Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur vi EFTA dómstólinn í Lúxembourg.
 
8.mars 2012. Upplýsingaréttur almennings: Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 50/1996. Í samstarfi við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Kennari var Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur vi EFTA dómstólinn í Lúxembourg.
 
20. apríl – 19. maí 2012. Fjögurra vikna þjálfunarnámskeið í starfsmannarétti. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, forsætisráðuneytið og Reykjavíkurborg. Byggt á fyrirlögn raunhæfra verkefna og einstaklingsbundinni endurgjöf frá kennara. Þjálfun við að leysa úr málum sem varða ráðningu og starfslok opinberra starfsmanna á lagalega réttan hátt. Kennari var Kjartan B. Björgvinsson, lögfræðingur.
 
Vor og haust 2012. Námskeið fyrir vefstjóra opinberra stofnana „Hvað má betur fara á vef stofnunarinnar“. Hagnýt námskeið fyrir vefumsjónarfólk stofnana ríkisins og sveitarfélaga í samstarfi við innanríkisráðuneytið og fleiri aðila. Flest námskeiðin stóðu einnig til boða í fjarnámi. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru sérfræðingar á sviði úrlausna í rafrænni stjórnsýslu og vefmálum: Arnar Pálsson, ráðgjafi hjá Capacent, Björn Sigurðsson, vefstjóri hjá forsætisráðuneytinu, Bragi Leifur Hauksson, verkefnastjóri hjá Þjóðskrá Íslands, Halla Björg Baldursdóttir, forstöðumaður rafrænnar stjórnsýslu hjá Þjóðskrá Íslands og Jóhanna Símonardóttir, sérfræðingur hjá Sjá ehf.
  • 2. og 3. maí 2012 fyrir vefstjóra opinberra stofnana. 
  • 23. og 24. maí 2012 fyrir vefstjóra opinberra stofnana 
  • 20. og 21. september 2012 fyrir vefstjóra sveitarfélaga í samstarfi einnig við Samband íslenskra sveitarfélaga 
  • 26. og 27. september 2012 fyrir vefstjóra opinberra stofnana. 
  • 10. og 11. október 2012 fyrir vefstjóra framhaldsskóla og háskóla í samstarfi einnig við menntaog menningarmálaráðuneytið. 
  • 25. og 26. október 2012 fyrir vefstjóra/umsjónarfólk með vefjum heilbrigðisstofnana, einnig í samstarfi við velferðarráðuneytið.
 
4. október 2012. Vinnusmiðja fyrir yfir- og millistjórnendur opinberra stofnana um stöðu mannauðsmála í eigin stofnun. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og fjármála- og efnahagsráðuneytið. Markmið vinnusmiðjunnar var að gefa þátttakendum tækifæri að skoða stöðu mannauðsmála í eigin stofnun og fá hugmyndir og hagnýt ráð um leiðir til skapa enn öflugri liðsheild og ná betri árangri í rekstri stofnunarinnar með viðurkenndum aðferðum mannauðsstjórnunar. Byggt á greiningu á stöðu mannauðsstjórnunar í eigin stofnun. Leiðbeinendur voru Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Ágústa H. Gústafsdóttir, sérfræðingur í starfsmannaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Dr. Tómas Bjarnason frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Gestafyrirlesari var Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna
 
4. október-5. október 2012. Að ná árangri í stjórnmálum - Hvað einkennir góðan stjórnmálamann? What makes an effective and good politician? Námskeiðið var haldið fyrir fólk sem starfar í stjórnmálum eða hefur áhuga á að hasla sér völl á þeim vettvangi á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Einnig fyrir starfsfólk stjórnmálaflokka og -hreyfinga sem styðja við stjórnmálamenn í starfi. Kennari var Jo Silvester prófessor í sálfræði við City University í London.
 
31. október 2012. Nýjar lausnir í opinberri þjónustu í samstarfi við notendur. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Á námskeiðinu var farið yfir aðferðir sem opinberar stofnanir geta nýtt sér við nýsköpun í þjónustu og vinnubrögðum með áherslu á að finna nýjar og betri lausnir í samvinnu við notendur þjónustu (co-production, co-design, user centered innovation). Kennari var Jakob Schjörring frá Mindlab í Danmörku.
 
15. nóvember 2012. Saga, stofnanir og ákvarðanataka innan ESB. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Alþjóðamálastofnun. Kennarar voru Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ og Auðunn Atlason skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu.
 
22. nóvember 2012. Upplýsingaréttur almennings: Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 50/1996. Í samstarfi við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Kennari Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur við EFTA dómsstólinn í Luxemburg.
 
23. nóvember 2012. Evrópuréttur- Áhrif grundvallarreglna ESB og EES samningsins á íslenska stjórnsýslu og íslenskar lagareglur. Kennari: Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur við EFTA dómstólinn í Luxembourg og LLM í Evrópurétti frá London School of Economics of Political Science.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is