Námskeið 2013

21. janúar- 27. febrúar 2013. Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn ráðuneyta, ríkisstofnana og sveitarfélaga. Í samstarfi við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Umsjónarmaður og aðalkennari var Trausti Fannar Valsson lektor við Lagadeild Háskóla Íslands.
 
6. og 7. febrúar 2013. Lagarammi og stjórnkerfi íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Haldið í samstarfi við velferðarráðuneytið, LSH, Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, Landsamband heilbrigðisstofnana, Félag forstöðumanna sjúkrahúsa og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Kennari var Guðríður Þorsteinsdóttir lögfræðingur og skrifstofustjóri hjá velferðarráðuneytinu.
 
4. apríl 2013. Upplýsingaréttur almennings; Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 140/2012. Haldið í húsnæði Endurmenntunar HÍ við Dunhaga í samvinnu við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Kennari var Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur hjá EFTA dómstólnum.
 
9. apríl 2013. Ráðning og starfslok starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum. Námskeið í húsnæði Endurmenntunar HÍ kl. 9-16. Kennari var Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur hjá EFTA dómstólnum.
 
20. september 2013. Árangursrík upplýsingamiðlun til að lágmarka skaða við áföll. Haldið í stofu 101 Neshaga, húsnæði Lyfjafræðideildar HÍ. Hagnýtt námskeið og vinnustofa um upplýsingamiðlun og áfallastjórnun sérstaklega skipulögð fyrir forstöðumenn opinberra stofnana og staðgengla þeirra. Haldið í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Leiðbeinandi: Katrín Pálsdóttir MS og kennari í HÍ og HR.
 
17. og 18. október 2013. Árangursrík innleiðing breytinga hjá stofnunum. Hagnýt vinnusmiðja sérstaklega skipulögð fyrir forstöðumenn opinberra stofnana og staðgengla þeirra, í stofu 101 í húsnæði Lyfjafræðideildar HÍ við Neshaga. Leiðbeinandi var Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi hjá Strategíu og fv. framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
 
25. október 2013. Upplýsingaréttur almennings; Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 140/2012. Í húsnæði Endurmenntunar HÍ við Dunhaga í samvinnu við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Kennari var Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur hjá EFTA dómstólnum.
 
28. október 2013. Evrópuréttur- Áhrif grundvallarreglna ESB og EES samningsins á íslenska stjórnsýslu og íslenskar lagareglur. Í Odda stofu 202. Kennari var Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur hjá EFTA dómstólnum.
 
11. og 12. nóvember 2013. Árangursrík innleiðing breytinga hjá stofnunum. Hagnýt vinnusmiðja fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum, í fyrirlestrarsal Landsbókasafns 1. hæð. Leiðbeinandi var Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi hjá Strategíu og fv. framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is