Námskeið 2014

21. og 22. janúar 2014. Árangursrík innleiðing breytinga hjá stofnunum : Hagnýt vinnusmiðja fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Leiðbeinandi var Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu og fv. framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og gestafyrirlesari var  Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samgöngustofu.
 
27. janúar – 5. mars 2014. Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn ráðuneyta, ríkisstofnana og sveitarfélaga. Í samstarfi við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríksisstofnana. Aðalkennari var Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Aðrir kennarar voru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis, Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis, Særún María Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis, Vilhelmína Ósk Ólafsdóttir lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.
 
13. og 14. febrúar 2014. Lagarammi og stjórnkerfi íslenskrar heilbrigðisþjónustu.  Í samstarfi við Velferðarráðuneytið, Landspítala háskólasjúkrahús, Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, Landssamband heilbrigðisstofnana, Félag forstöðumanna sjúkrahúsa og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Kennari var Guðríður Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og skrifstofustjóri hjá velferðarráðuneytinu.
 
3. apríl 2014. Upplýsingaréttur almennings; Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 140/2012. Í samstarfi við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Kennari var Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur hjá EFTA dómstólnum í Lúxembúrg.
 
4. apríl 2014. Ráðning og starfslok starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum. Í samstarfi við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Kennari var Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur hjá EFTA dómstólnum.
 
6. og 7. maí 2014. Árangursrík innleiðing breytinga hjá stofnunum: Hagnýt vinnusmiðja fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisins. Hagnýt vinnusmiðja fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum. Leiðbeinandi var Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu og fv. framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og gestafyrirlesari var Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri.
 
23. og 24. september 2014. Framsækinn vinnustaður með heilsueflandi stjórnun. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlestrar og vinnusmiðjur fyrir stjórnendur. Leiðbeinendur voru Svava Jónsdóttir og Hildur Friðriksdóttir, mannauðsráðgjafar hjá ProActive – Ráðgjöf og fræðslu ehf.
 
29. október 2014. Upplýsingaréttur almennings; Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 140/2012. Í samstarfi við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Kennari var Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur hjá EFTA dómstólnum í Lúxembúrg.
 
25. og 27. nóvember 2014. Árangursrík innleiðing breytinga hjá stofnunum: Hagnýt vinnusmiðja fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisins. Hagnýt vinnusmiðja fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum. Leiðbeinandi var Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu og fv. framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og gestafyrirlesari var Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is