Frá miðju ári 2006 stjórnaði Ómar H. Kristmundsson viðamiklu rannsóknarverkefni á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstofnana. Um var að ræða samvinnuverkefni Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, fjármálaráðuneytis og ParX, viðskiptaráðgjafar IBM. Rannsóknin beinist að stjórnun ríkisstofnana, þar á meðal mannauðs- og fjármálastjórnun, launaákvörðunum og samskiptum stofnana við ráðuneyti. Einnig nær rannsóknin til upplýsingamiðlunar innan stofnana, vinnubragða, samskipta og starfsánægju og þjónustustofnana. Alls tóku 144 stofnanir þátt í rannsókninni og 10 þúsund ríkisstarfsmenn. Ómar H. Kristmundsson stýrði sambærilegu rannsóknarverkefni 1998. Rannsóknin og niðurstöður hafa nýst í ráðuneytum og stofnunum í þeirra umbótastarfi, auk þess sem þær hafa verið kynntar á fjölmennum fundum á vegum stofnunarinnar.
Forstöðumannakönnunin var endurtekin í lok árs 2011 í samstarfi fjármálaráðuneytisins, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrri hluti skýrslu um niðurstöður könnunarinnar var birt í apríl 2012 og sá síðari í september.
Könnunin 2011-2012, skýrslan og viðaukar:
Spurningalisti – viðhorfaspurningar.
Frekari upplýsingar á vef fjármálaráðuneytisins.
Könnunin 2006-2007, skýrsla í þremur hlutum:
Frekari upplýsingar á vef fjármálaráðuneytisins.
Könnunin 1998, skýrsla og viðauki:
Starfsumhverfi ríkisstarfsmanna við aldahvörf. Rannsóknarniðurstöður.