Valds- og lýðræðisrannsóknin 2014-2017

Valds- og lýðræðisrannsókn Félagsvísindasviðs er rannsóknarverkefni til fjögurra ára (2014-2017) sem er m.a. styrkt af Aldarafmælissjóði Háskóla Íslands. Í rannsókninni er athyglinni beint að megingerendum í valds- og lýðræðiskerfum íslensks samfélags svo sem að löggjafanum, framkvæmdavaldinu, stjórnsýslunni, stjórnmálaflokkum, hagsmunasamtökum, fjölmiðlum og almenningi. 

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í Stjórnmálafræðideild, stýrir rannsókninni sem um 30 fræðimenn úr ólíkum deildum Félagsvísindasviðs taka þátt í, en Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála heldur utan um framkvæmd og skipulag.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is