Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála starfar sem undirstofnun Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands. Stofnunin hefur ávallt lagt áherslu á að efla framhaldsnám og styðja við rannsóknir í deildinni á sviði stjórnsýslu- og stjórnmálafræða innan stjórnmálafræðideildar auk þess að stuðla að þverfræðilegri samvinnu innan skólans og veita stjórnmálafræðideild og öðrum aðilum innan sem utan skólans þjónustu á sviði fræðanna.
MPA og diplómanám deildarinnar í opinberri stjórnsýslu var endurskipulagt á fyrsta starfsári stofnunarinnar og styður starfsemi stofnunarinnar við það nám með ýmsum hætti. M.a. hefur, fyrir atbeina stofnunarinnar, fjöldi virtra erlendra fræðimanna á sviði opinberrar stjórnsýslu komið til gestakennslu og fyrirlestrahalds fyrir MPA nemendur, auk þess sem stofnunin hefur staðið fyrir alþjóðlegu samstarfi sem hefur leitt til tækifæra fyrir nemendur í skiptinámi og stafsnámi erlendis.
Heimasíða Stjórnmálafræðideildar
þar sem finna má upplýsingar um allt nám sem deildin býður upp á, umsóknaferli og margt fleira.