Er kynferðisofbeldi eðlisólíkt öðru ofbeldi?
Erindi á vegum Stjórnmálafræðideildar, Alþjóðamálastofnunar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Fimmtudaginn 28. september kl. 12:00-13:00.
Fyrirlesari: Anne-Kathrin Kreft, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild Oslóarháskóla.
Í erindinu kynnir Anne-Kathrin niðurstöður sínar, Ingrid Vik Bakken og Raghnhild Nordås, en þær hafa greint fjölmiðlaumfjöllun, opinbera orðræðu og fræðigreinar sem fjalla um kynferðisofbeldi og skilgreina það ávallt sem einstakt form pólitísks ofbeldis. Í alþjóðlegum átaksverkefnum á borð við „stop rape in war“ er kynferðisofbeldi til dæmis talið mun svívirðilegra en aðrar tegundir ofbeldis. Þá er mun líklegra að almenningur á Vesturlöndum, sem og alþjóðastofnanir, styðji íhlutun í vopnuðum átökum til að bregðast við kynferðisofbeldi, jafnvel í umfangsminni átökum.
Í greininni sem hér verður kynnt reyna Kreft, Bakken og Nordås að svara því hvaða hlutverki skynjun á ofbeldi gegnir og hvort fólk telji kynferðisofbeldi einstakt í samanburði við aðrar tegundir ofbeldis. Viðfangsefnið er skoðað út frá bælingarmætti hins opinbera sem getur hagnýtt skynun almennings á kynferðisofbeldi til að stýra opinberri umræðu og fjölmiðlaumfjöllun.
Í kannanatilraun meðal almennings í Bandaríkjunum á sviðsmynd sem varðar löggæslu á mótmælum fundu þær sterkar vísbendingar um að ógn um kynferðisofbeldi af hálfu öryggisgæslu er talið einstakt á tveimur sviðum, skaða og ólögmæti. Ein möguleg ályktun sem má draga af þessu er að skynjun almennings geti stutt við hugmyndina um kynferðisofbeldi sem hagnýtt tæki, bæði í stríði og þegar ríki vill bæla niður andstöðu heima fyrir.
Viðburður fer fram á ensku.
Fundurinn er haldinn í Veröld, Húsi Vigdísar, stofu VHV-007.
Öll velkomin.