Námskeið og viðburðir
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála heldur uppi öflugu fræðslustarfi. Markmiðið er að efla umræðu og rannsóknir á tengslum fjölmiðla, stjórnmála og opinberrar stefnumótunar. Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða og viðburða um þjóðmál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni. Niðurstöður rannsókna eru kynntar og leitað leiða til að hagnýta þekkingu
Staðið er fyrir innlendum sem alþjóðlegum ráðstefnum. Samvinna er við Rannsóknasetur um sveitastjórnarmál og Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti. Á vettvangi þjóðlífs er áhersla lögð á að efla tengsl fræðasamfélagsins í Háskóla Íslands við forystumenn í þjóðlífi.
Námskeið stofnunarinnar eru meðal annars ætluð:
- starfsmönnum, stjórnendum og embættismönnum hjá ríki og sveitarfélögum
- fulltrúum stéttarfélaga og hagsmunasamtaka
- sjálfstætt starfandi sérfæðingum
- forustumönnum í atvinnulífi
- öllum þeim sem vilja auka innsýn í ákveðin málefni