Útgáfa

Stofnunin stendur fyrir útgáfu á vinnupappírum (e. working papers) sem fjalla um viðfangsefni á sviðum stjórnmála- og stjórnsýslufræða.

Um er að ræða handrit að tímarits- og/eða ráðstefnugreinum sem enn eru á vinnslustigi og hafa ekki farið í gegnum ritrýniferli.

2018

Tímaritið birtir greinar ýmist á ensku eða íslensku og er gefið út á vefformi tvisvar á ári

  • vorhefti um miðjan júní
  • hausthefti um miðjan desember

Megintilgangur tímaritsins er að gera fræðilegt efni og rannsóknir um íslenska stjórnsýslu og stjórnmál aðgengilegt með það fyrir augum að auka við þekkingu og efla faglega umræðu á þessu sviði.

Höfundar efnis eru fræðimenn í stjórnmálafræði, stjórnsýslufræði, hagfræði, viðskiptafræði, sagnfræði, kynjafræði, lögfræði, félagsfræði, stjórnunarfræði, sálfræði, fötlunarfræði, fjölmiðlafræði og fleiri tengdum greinum.

Þá hafa t.d. stjórnmálamenn, embættismenn og starfsmenn ríkis og sveitarfélaga lagt tímaritinu til efni en undanfarin ár hefur tímaritið einungis birt ritrýndar fræðigreinar á sviðum stjórnmála- og stjórnsýslufræða, eða tengdum sviðum.

Hægt er að gerast áskrifandi að prentaðri útgáfu tímaritsins með því að senda stofnuninni tölvupóst (stjornsyslaogstjornmal@hi.is) og kostar áskrift kr. 6.500- á ári. Einnig er hægt að kaupa eldri eintök. Tímaritið hefur verið gefið út frá árinu 2005.

Skoðaðu tímartímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla hér. 

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu saman að útgáfu rafræns rits í mars 2012 sem ber heitið "Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum".

Ritstjórar ritsins voru Gunnar Helgi Kristinsson, Margrét S. Björnsdóttir og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir.

Ritið má nálgast með því að smella hér.

Á árunum 2006-2007 fór fram umfangsmikil rannsókn Ómars H. Kristmundssonar dósents á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstofnana.

Í tengslum við rannsóknina sömdu Ómar og Margrét S. Björnsdóttir Handbók um stjórnunarmat, sem er tæki fyrir stofnanir til eftirfylgni á rannsókninni innan viðkomandi stofnunar.

Handbókin var gefin út á vegum Stofnunar Stjórnsýslufræða og stjórnmála árið 2007. Árið 2014 var útgáfan endurskoðuð og hægt er að ná í rafrænt eintak af handbókinni hér.