

Opinn fundur þar sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ kynnir samnefnda bók sína. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra veitir álit við kynningu Hannesar. Fundi stýrir Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við HÍ.

Út er komið hausthefti TVE-Tímarits um viðskipti og efnahagsmál, að þessu sinni með sex ritrýndum fræðigreinum um fjölbreytt viðfangsefni.

Komið er út á vefnum irpa.is hausthefti tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla. Að þessu sinni koma út sex ritrýndar fræðigreinar um fjölbreytt viðfangsefni sem tengjast stjórnmálum og stjórnsýslu.

Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 2. tbl. 18. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla verður haldið fimmtudaginn 15. desember, kl. 16.30, í Odda 101, í HÍ.

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boðar til morgunverðarfundar, í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, þar sem fjallað verður um skipulagsbreytingar hjá hinu opinbera. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 8. desember á Grand Hótel Reykjavík. Morgunverður hefst kl. 08.00 og dagskrá hefst kl. 08.30.

Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála munu standa fyrir hádegisfundi um bandaríku þingkosningarnar 2022 miðvikudaginn 9. nóvember kl.12:00-13:00 í stofunni N-132 í Öskju, Háskóla Íslands.

Þriðjudaginn 11. október kl. 12-13 stendur TVE-Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, að opnum hádegisfundi. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands. Fundargestum er boðið að þiggja léttar veitingar á Litla torgi að fundi loknum.

Miðvikudaginn 12. október kl. 12-13 stendur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, í samstarfi við meistaranám í blaða- og fréttamennsku og Rannsóknarsetur í fjölmiðla- og boðskiptafræðum, að opnum hádegisfundi. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.

Styrkur: Vilt þú skrifa um Stofnun ársins? 750.000 kr. styrkur til ritunar lokaritgerðar MPA-nema í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands við Háskóla Íslands

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála býður upp á úrval námskeiða á komandi mánuðum þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt og hagnýt námskeið sem stuðla að aukinni þekkingu á sviði stjórnsýslu- og stjórnmálafræða. Drög að dagskrá liggja nú fyrir þar sem m.a. verður nýtt námskeið í boði.

Þann 15. september næstkomandi fer fram ráðstefna UNICEF á Íslandi um rétt barna til merkingabærrar þátttöku í starfi sveitarfélaga. Skráningarfrestur er til 1. september.

TVE - Tímarit um viðskipti og efnahagsmál kemur næst út í desember. Skilafrestur fyrir innsendar greinar er 1. október nk.
Sniðmát fyrir greinar má finna á vef tímaritsins www.efnahagsmal.is.