Stjórnsýsluréttur fyrir starfsfólk stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga

Image
Fólk á námskeiði hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála
WHEN
14. February 2023 13:00 til 23. March 2023 16:00
WHERE
Stakkahlíð
FURTHER INFORMATION

Stjórnsýsluréttur fyrir starfsfólk stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

 

Námskeiðið fer fram í stað- og fjarnámi. Staðnám fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, fjarnám er sent út í beinu streymi en einnig er boðið upp á upptökur sem aðgengilegar eru í 3 vikur eftir að námskeiðinu lýkur.

Kennt verður í alls 24 kennslustundir

  • 12 skipti, kennt tvisvar í viku
  • á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 13:00- 16:00
  • námskeiðið hefst 14. febrúar og lýkur 23. mars

Þátttökugjald er kr. 83.500-

 

Umsjón og kennsla

Umsjónarmaður er Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands.

Aðrir kennarar eru:

  • Anna Rut Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis
  • Ásthildur Valtýsdóttir, ráðgjafi um upplýsingarétt almennings hjá forsætisráðuneytinu
  • Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis
  • Særún María Gunnarsdóttir, aðalskrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis
  • Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis

 

Fyrir hverja?

Námskeiðið er ætlað starfsfólki ríkis (ráðuneyta og ríkisstofnana) og sveitarfélaga sem kemur að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni.

Þótt námskeiðið sé fyrst og fremst ætlað ólöglærðum getur það einnig nýst lögfræðingum til upprifjunar. Nemendur munu lesa kennslurit, hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum og leysa verkefni sem farið verður sameiginlega yfir í tímum.

 

Um námskeiðið

Aðal kennslurit námskeiðsins er ritið Málsmeðferð stjórnvalda eftir Pál Hreinsson (Fons Juris, Reykjavík 2019), sem nemendur þurfa að afla sér. Öðru efni verður dreift rafrænt til nemenda.

Nemendum er einnig bent á rit Trausta Fannars Valssonar: Stjórnsýslukerfið (Fons Juris, 2019).

Á námskeiðinu verður farið yfir málsmeðferðarreglur sem notaðar eru við töku stjórnvaldsákvarðana á fyrsta stjórnsýslustigi.

Helstu lög sem kennd verða eru stjórnsýslulög nr. 37/1993 og upplýsingalög nr. 140/2012 auk þess sem gerð verður grein fyrir ýmsum óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttarins.

Námskeiðið er haldið reglulega og er þetta í nítjánda skiptið sem það er haldið. 

 

Markmið

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og nái tökum á helstu réttarreglum um meðferð stjórnsýslumála þar sem taka á stjórnvaldsákvarðanir. Því meginmarkmiði má skipta upp í tvö undirmarkmið:

1. Þekking / skilningur

  • Að nemendur þekki meginhugtök stjórnsýsluréttarins
  • Kunni þær meginreglur sem stjórnsýslukerfi ríkisins er byggt á.
  • Kunni þær málsmeðferðarreglur sem fylgja ber við töku stjórnvaldsákvarðana. 
  • Öðlist innsýn í meginvandamál stjórnsýslunnar við meðferð stjórnsýslumála og geri sér grein fyrir þeim leiðum sem eru færar til þess að leysa þau.

2. Færni / leikni

  • Nemendur nái valdi á því að beita málsmeðferðarreglum stjórnsýslu­réttarins.
  • Nemendur gera raunhæf verkefni sem farið verður yfir í tíma.
  • Nemendum ber að taka virkan þátt í umræðum í tímum.

 

Umsagnir þátttakenda fyrri námskeiða

„Sem starfsmaður á stjórnsýslustofnun get ég fullyrt að á hverjum degi námskeiðsins voru teknir fyrir hlutir sem nýttust mér með beinum hætti við vinnu. Í kjölfar þessa námskeið er því ljóst að ég mun geta tekist á við mín störf af meira öryggi.“

„Ég var gríðarlega ánægður með alla kennara. Þeir voru allir með mikinn áhuga á að miðla, þeim fannst gaman og ég upplifði það. Þá verður námsefnið skemmtilegra.“

„Mjög gott námskeið, ætti næstum að vera skyldufag fyrir starfsmenn í íslenskri stjórnsýslu.“