Hvernig á að fara með beiðni um aðgang að gögnum? Praktísk álitaefni

Image
Fólk á fundi
WHEN
19. April 2023
09:00 til 12:30
WHERE
Rafrænt
FURTHER INFORMATION

Hvernig á að fara með beiðni um aðgang að gögnum? Praktísk álitaefni

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

 

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg eftir að því lýkur.

  • Miðvikudagurinn 19. apríl 2023, kl. 9.00-12.30
  • Þátttökugjald: kr. 21.500-

Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Markhópur

Allir sem starfa hjá opinberum stofnunum eða sveitarfélögum og koma að svörun beiðna um aðgang að gögnum á grundvelli stjórnsýslu- eða upplýsingalaga.

Markmið 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kunni helstu skil á þeim reglum sem gilda um afhendingu opinberra gagna.

Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða kröfur eru gerðar til framsetningar á beiðnum um aðgang og hvernig stjórnvöld geta best liðsinnt borgaranum í þessu skyni. Þá verður einnig fjallað um þau álitamál sem vakna þegar aðili máls biður um aðgang að gögnum í stjórnsýslumáli sem inniheldur mikið magn gagna, t.d. við ráðningu í starf þegar umsækjendur eru margir. Vikið verður að því hvort stjórnvald geti að einhverju leyti tekið mið umfangi máls við slíkar aðstæður og hvernig best er að leysa úr því.

Um fyrirlesara 

Kjartan Bjarni Björgvinsson er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kjartan var formaður úttektarnefndar ÍSÍ og einn af höfundum skýrslu um úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna frásagna um kynferðisofbeldi sem kynnt var í desember sl. Kjartan er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.