Opinber stefnumótun

Image
Fólk á fyrirlestri
WHEN
7. February 2024
09:00 til 12:00
WHERE
Rafrænt
FURTHER INFORMATION

Opinber Stefnumótun

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

  • Miðvikudagurinn 7. febrúar kl. 9.00-12.00
  • Þátttökugjald: kr. 23.500-

Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Efni námskeiðsins

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um stefnumótun í víðu samhengi með stuttri lýsingu á dagskrárkenningum, mismunandi tegundum framsalskenninga sem lýsa framsali á valdi og ábyrgð í þingræðisskipulagi fulltrúalýðræðisins, og hvernig og hvers vegna tengslanet í opinberri stjórnsýslu eru tilkomin og hvernig þetta skipulagsform er að setja framsal valds og ábyrgðar í stigveldisskipulaginu í ákveðið uppnám. Fjallað verður í stuttu máli um kenningar um aðgreiningu stjórnmála og stjórnsýslu og varpað fram dæmum um það í íslenskri stjórnsýslu, og að lokum verður stutt umfjöllun um það hvernig skoða má innleiðingu opinberrar stefnu.

Markhópur

Stjórnendur og annað starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sem kemur að opinberri stefnumótun –  um einstök verkefni, markmið og val á leiðum og aðferðum.

Um fyrirlesara

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir er prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún er með doktors- og meistaragráðu í stjórnsýslufræðum frá London School of Economics and Political Science (LSE). Sigurbjörg starfaði sem félagsráðgjafi á ýmsum stofnunum velferðar- og heilbrigðisþjónustu bæði hjá ríki og sveitarfélögum (1979-1989) og síðan sem yfirmaður öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg (1989-1999). Samhliða námi og kennslu við LSE (1999-2009) vann Sigurbjörg rannsóknar- og ráðgjafaverkefni fyrir Alþjóðabankann, OECD og Menntamálaráðuneytið í Bretlandi. Samhliða rannsóknum og kennslu í Háskóla Íslands hefur Sigurbjörg unnið rannsóknir fyrir nokkrar rannsóknarstofnanir á vegum Evrópusambandsins og gert úttektir fyrir ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands.