Header Paragraph

20 ára afmælisfundur TVE-Tímarits um viðskipti og efnahagsmál

Image

20 ára afmælisfundur TVE-Tímarits um viðskipti og efnahagsmál

TVE-Tímarit um viðskipti og efnahagsmál fagnar 20 ára afmæli í ár. Af því tilefni verður efnt til opins afmælisfundar í Veröld föstudaginn 10. nóvember. Spurt verður:

Hvernig hafa fræðin þróast á 20 árum? Hvar erum við stödd? Hvert stefnum við?

Dagskrá:

Ávarp:
 Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri

Erindi:
 Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor, HÍ
 Þóra H. Christiansen, aðjúnkt, HÍ
 Gylfi Magnússon, prófessor, HÍ

Fundarstjóri:
Þórhallur Örn Guðlaugsson, prófessor við HÍ og formaður ritstjórnar TVE.

Léttar veitingar í fundarlok.

Fundartími: Föstudagur 10. nóvember kl. 14:30 – 16:00.

Fundarstaður: Veröld, hús Vigdísar, HÍ, salur 023 (stóri salurinn á neðstu hæð).

TVE er gefið út af Seðlabanka Íslands og viðskipta- og hagfræðideildum Háskólans á Bifröst, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Formaður ritstjórnar er Þórhallur Örn Guðlaugsson en ásamt honum sitja í ritstjórn þau Arney Einarsdóttir, Axel Hall, Birgir Þór Runólfsson og Lúðvík Elíasson. Umsjón með útgáfunni hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Efni tímaritsins má nálgast á heimasíðu þess, www.efnahagsmal.is.