Upptökur og hlaðvarp
Nóvember
Hvert stefna stjórnmálin? Samtal milli fræðinga og frambjóðenda (ekki til upptaka)
Miðvikudagskvöldið 27. nóvember var haldinn opinn fundur á Stúdentakjallaranum þar sem stjórnmálafræðingar og frambjóðendur stjórnmálaflokkanna komu saman til að ræða hvert stjórnmálin væru að stefna, hvort íslensk stjórnmál væru að verða málefnalegri eða persónubundnari, hvort skyndikosningar og svakalegt fylgisflakk væru orðin nýju normin o.fl. Að fundinum stóðu Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Politica – Félag stjórnmálafræðinema og Mundus – Félag framhaldsnema í stjórnmálafræði. Frá Íslensku kosningarannsókninni mættu þau Ólafur Þ. Harðarson, Eva H. Önnudóttir og Jón Gunnar Ólafsson. Fulltrúar stjórnamáflokkanna voru þau Björn Þorláksson frá Flokki fólksins, Vala Garðarsdóttir frá Framsóknarflokknum, Sigríður Andersen frá Miðflokknum, Andrés Ingi Jónsson frá Pírötum, Sigurþóra Bergsdóttir frá Samfylkingunni, Árni Helgason frá Sjálfstæðiflokknum, Gunnar Smári Egilsson frá Sósíalistaflokknum, Aðalsteinn Leifsson frá Viðreisn og Rósa Björk Brynjólfsdóttir frá Vinstri grænum. Fundinum stýrði Viktor Orri Valgarðsson, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild HÍ og háskólann í Southampton.
Utanríkisstefna á umbrotatímum – Öryggi, varnir og alþjóðasamskipti Íslands í viðsjárverðum heimi
Kosningafundur í Veröld, Húsi Vigdísar, fimmtudaginn 14. nóvember með fulltrúum allra framboða sem buðu fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Haldinn í samstarfi við Alþjóðamálastofnun HÍ, Félag stjórnmálafræðinga og Varðberg. Fulltrúar flokkanna voru þau Arnar Þór Jónsson frá Lýðræðisflokknum, Eyjólfur Ármannsson frá Flokki fólksins, Gísli Rafn Ólafsson frá Pírötum, Gunnar Smári Egilsson frá Sósíalistaflokknum, Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsóknarflokknum, Rósa Björk Brynjólfsdóttir frá Vinstri grænum, Sigríður Á. Andersen frá Miðflokknum og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir frá Sjálfstæðisflokknum. Umræðum stýrðu þau Bogi Ágústsson fréttamaður á RÚV og Rakel Þorbergsdóttir fyrrverandi fréttastjóri RÚV. Ath. að fundurinn hefst eftir 12 mínútur á upptökunni.
Október
Harris eða Trump: Vesturlönd á krossgötum?
Opið pallborð Félags stjórnmálafræðinga, Stofnunar stjórnsýslufræða við HÍ og Alþjóðamálastofnunar HÍ, þar sem rýnt var í stöðu kosningabaráttunnar vestanhafs, skoðanakannanir, fjölmiðlaumfjöllun o.fl., og ekki síst í möguleg áhrif úrslitanna á Bandaríkin sjálf og heimsbyggðina alla. Þátttakendur í pallborðinu voru þau Birta Björnsdóttir yfirmaður erlendra frétta á fréttastofu RÚV, Erlingur Erlingsson fyrrv. staðgengill sendiherra í Washington D.C., Hafsteinn B. Einarsson nýdoktor við Stjórnmálafræðideild HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Umræðustjóri var Svanhildur Þorvaldsdóttir, formaður Félags stjórnmálafræðinga og dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ.
September
Birta: Hvernig væri lífið án félagsvísinda?
Opinn fundur í Veröld 6. september, hluti af Birtu, ráðstefnu Félags stjórnmálafræðinga og Félagsfræðingafélags Íslands, í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Rætt um mikilvægi félagsvísinda fyrir samfélagið, mögulegar ógnir og hvort félagsvísindafólk þurfi að snúa vörn í sókn til að tryggja stöðu félagsvísinda. Eva Marín Hlynsdóttir, deildarforseti Stjórnmálafræðideildar HÍ, ræddi um stjórnmálafræði sem fræðigrein í evrópsku samhengi. Stefán Hrafn Jónsson, sviðsforseti Félagsvísindasviðs HÍ, ræddi um hugmyndir fólks um félagsvísindi. Í kjölfarið fóru fram umræður í panel þar sem þátt tóku Ásdís Arnalds, lektor í félagsráðgjafardeild HÍ; Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, aðjúnkt í kynjafræði við HÍ, Guðmundur Ævar Oddsson, prófessor í félagsfræði við HA og Rósa Eyvindardóttir, framhaldsskólakennari í félagsvísindum. Fundarstjóri var Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.
Júní
Útgáfa vorheftis Stjórnmál & Stjórnsýsla
Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 1. tbl. 20. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla var haldið fimmtudaginn 20. júní. Við opnunina kynntu þau Valgerður Jóhannsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Birgir Guðmundsson, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, grein þeirra og Jóns Gunnars Ólafssonar, nýdoktors við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um rannsókn á viðhorfum íslenskra blaðamanna til hlutverks síns í samfélaginu og upplifun þeirra af utanaðkomandi þrýstingi á störf sín.
Dagur stjórnmálafræðinnar 2024
Félag stjórnmálafræðinga stóð, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, fyrir Degi stjórnmálafræðinnar ásamt verðlaunaafhendingu fyrir framúrskarandi ritgerðir í stjórnmálafræði þann 18. júní. Þema dagsins var um ungt fólk og lýðræði. Hvernig hugsar ungt fólk um lýðræði, hvernig taka þau þátt, hvaða málefni eru það sem skipta ungt fólk máli, hvaða miðlar ná til þeirra og hvernig valdeflist ungt fólk til áhrifa? Þetta eru dæmi um spurningar sem var velt upp.
Tinna Isebarn, Hulda Þórisdóttir og Ragný Þóra Guðjohnsen fluttu stutt erindi um sínar rannsóknir, reynslu og framtíðarsýn um ungt fólk til áhrifa. Í kjölfarið voru pallborðsumræður þar sem þátt tóku:
- Jörundur Orrason, dagskrárgerðarmaður þáttarins Kjóstu betur sem var sýndur á Rúv.is
- Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata
- Eyþór Wöhler, sem tók þátt í kosningaherferð Höllu Tómasdóttur
- Sylvía Martinsdóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, stjórnmálafræðingur og verkefnisstjóri lýðræðismála hjá Reykjavíkurborg
Maí
Á opnum fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, sem haldinn var í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga miðvikudaginn 8. maí, kynnti dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur bók sína Mín eigin lög - Framkvæmd stjórnarskrárákvæða um meðferð lagafrumvarpa á Alþingi og í danska þinginu. Álit veittu prófessorarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Davíð Þór Björgvinsson. Fundi stýrði Svanhildur Þorvaldsdóttir, formaður Félags stjórnmálafræðinga.
Hlutverk forseta og kosningabarátta: Sameinandi afl, leiðtogi þjóðar eða áhrifavaldur?
Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stóðu fyrir hádegisfundi 13. maí um hvert sé hlutverk forseta Íslands og kosningabaráttuna sem var þá í gangi. Þátttakendur í pallborði voru Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur og stjórnendaráðgjafi, Eva H. Önnudóttir, prófessor við HÍ, Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus og Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor við HÍ. Umræðustjóri var Svanhildur Þorsteinsdóttir, formaður Félags stjórnmálafræðinga og lektor við HÍ.
Apríl
Grænar áherslur í opinberum rekstri (ekki til upptaka)
Fjallað var um grænar áherslur í opinberum rekstri á opnum fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 17. apríl.
Yfirlitserindi og hugvekju fluttu þær Sigrún Ágústsdóttir forstjóri og Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri frá Umhverfisstofnun. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri og formaður umhverfisráðs Fiskistofu, fjallaði um vegferðina að grænu skrefunum fimm og Brynjólfur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum, fjallaði um græn innkaup. Fundi stýrði Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Fundurinn var vel sóttur og þar fóru fram áhugaverðar umræður og fengu þau sem fluttu framsögur m.a. góðar hugmyndir úr sal til að taka með „heim“ í sínar stofnanir og bregðast við.
Desember
Útgáfa haustheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla (62 mín)
Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 2. tbl. 19. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla, haldið fimmtudaginn 14. desember. Við opnunina kynntu þau Viktor Orri Valgarðsson, nýdoktor í stjórnmálafræði við University of Southampton og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, grein þeirra um þróun trausts til íslensks stjórnmálafólks með áherslu á tvær ólíkar uppsprettur þess: hæfni annars vegar og heilindi hins vegar. Unnið var með gögn úr könnunum tímabilið 2020-2023.
Treystir fólk stjórnvöldum? Skiptir það máli? (57 mín)
Opinn fundur Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála haldinn 8. desember 2023. Viktor Orri Valgarðsson, nýdoktor í stjórnmálafræði við háskólann í Southampton, fjallaði um fjölþjóðlegar rannsóknir sínar o.fl. á trausti til stofnana, stjórnmálaflokka o.fl.
Nóvember
Öryggismál stofnana - Viðbrögð við ógnunum í garð starfsfólks (Ekki til upptaka)
Ýmislegt fróðlegt kom fram á fjölsóttum morgunverðarfundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um öryggismál stofnana, sem haldinn var í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) á Grand Hótel fimmtudaginn 16. nóvember. Helga Þórisdóttir, formaður FFR, sagði frá því að forstöðumenn ýmissa ríkisstofnana finna í vaxandi mæli fyrir aukningu í hótunum og ógnunum í garð starfsfólks, einkum í gegnum samfélagsmiðla. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, fjallaði um þróun netglæpa á Íslandi og Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra, fjallaði um viðbrögð við ógnunum í garð starfsfólks. Fundurinn var ekki tekinn upp en hægt er að sjá erindi Helga Gunnlaugssonar hér.
20 ára afmælisfundur TVE-Tímarits um viðskipti og efnahagsmál (90 mín.)
TVE-Tímarit um viðskipti og efnahagsmál fagnar 20 ára afmæli á árinu 2023. Af því tilefni var efnt til opins afmælisfundar í Veröld föstudaginn 10. nóvember. Spurt var: Hvernig hafa fræðin þróast á 20 árum? Hvar erum við stödd? Hvert stefnum við? Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hélt stutt ávarp og erindi fluttu þau Runólfur Smári Steinþórsson prófessor, Þóra H. Christiansen aðjúnkt og Gylfi Magnússon prófessor. Hægt er að sjá upptökuna í heild sinni hér (rangar glærur birtast þar óvart fyrstu 10 mínúturnar).
Október
"Elon Musk, goðsagnir um málfrelsið og daður við öfga-hægrið"
Föstudaginn 20. október hélt Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, í samstarfi við meistaranám í blaða- og fréttamennsku og Rannsóknarsetur í fjölmiðla- og boðskiptafræðum, opinn fund þar sem Christian Christensen prófessor í blaða- og fréttamennsku við Stokkhólmsháskóla hélt erindi með ofangreindan titil. Fjallaði hann m.a. um hvernig Musk hefur beitt eignarhaldi sínu gagnvart ólíkum stjórnmálaöflum. Óvænt vandræði með netsamband í Odda urðu þess valdandi að upptaka er því miður ekki til staðar af fundinum. Christensen var gestur Lestarinnar á Rás 1 (RÚV) fyrr í sömu viku og fjallaði þar m.a. um erindið. Viðtalið má nálgast (á meðan aðgengilegt af hálfu RÚV) hér á sarpinum: s://www.ruv.is/utvarp/spila/lestin/23619/7hr971.
September
Er kynferðisofbeldi eðlisólíkt öðru ofbeldi? (53 mín.)
Fimmtudaginn 28. september héldu Stjórnmálafræðideild HÍ, Alþjóðamálastofnun og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála opinn fund þar sem Anne-Kathrin Kreft, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild Oslóarháskóla, flutti erindi. Í erindinu kynnti hún niðurstöður rannsókna sinna o.fl. um hlutverk skynjunar á ofbeldi, en m.a. var kannað hvort kynferðisofbeldi væri skynjað sem einstakt form pólitísks ofbeldis. Frekari upplýsingar um fundinn má finna hér á síðu stofnunarinnar. Fundinum stýrði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ.
Júní
EURA (ekki til upptaka)
Dagana 22.-24. júní komu 300 fræðimenn frá 46 löndum saman í Háskóla Íslands á þverfaglegri ráðstefnu EURA (European Urban Research Association) þar sem fjallað var um þéttbýlismyndun, borgarskipulag og byggðamál. Flutt voru hátt í 250 erindi í 55 málstofum þar sem saman kom fræðafólk úr m.a. félagsfræði, stjórnmálafræði, skipulagsfræði og arkitektúr, auk starfsfólks sveitarfélaga o.fl.
Af hálfu Háskóla Íslands var ráðstefnan skipulögð af Stjórnmálafræðideild, Líf- og umhverfisfræðideild og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Þá kom Reykjavíkurborg að skipulagi ráðstefnunnar og studdi við framkvæmd hennar, ásamt með innviðaráðuneyti og byggðaáætlun. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér og á heimasíða ráðstefnunnar, https://eura2023.is/.
Dagur stjórnmálafræðinnar - samsæri og sjálfhverfa í stjórnmálum (ekki til upptaka)
Dagur stjórnmálafræðinnar var haldinn hátíðlegur af Félagi stjórnmálafræðinga í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála föstudaginn 16. júní, með málþingi um samsæri og sjálfhverfu í stjórnmálum þar sem þau Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson, Hulda Þórisdottir og Eirikur Bergmann fjölluðu um sínar rannsóknir á sviðinu. Bjorg Magnusdottir stýrði fundinum. Þá voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði meðal þeirra sem útskrifuðust árið 2022. Sjá nánar um verðlaunin á facebook-síðu Félags stjórnmálafræðinga.
Maí
Hví er hamingjan mest á Norðurlöndum? (1 tími 17 mín)
Þriðjudaginn 23. maí stóð Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Félagsfræðingafélag Íslands, að opnum fundi um ástæður þess að hamingja mælist ítrekað einna mest á Norðurlöndunum.
Bo Rothstein, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Oxford- og Gautaborgarháskóla og stofnandi hinnar virtu Quality of Government Institute, flutti erindi um ástæður þess að hamingja mælist ítrekað einna mest á Norðurlöndunum og fjallaði m.a. um mikilvægi trúverðugra stofnana, lágmörkun spillingar, hámörkun lýðræðislegrar þátttöku borgaranna og ríkrar félagslegrar samheldni. Fundarstjóri var Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Mannréttindasáttmálar - hvaða tilgangi þjóna þeir? (1 tími 3 mín)
Þriðjudaginn 9. maí stóðu Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Félag stjórnmálafræðinga og Mannréttindastofnun HÍ fyrir hádegisfundi um tilgang og tegundir mannréttindasáttmála og hvaða hlutverki þeir hafa að gegna á 21. öldinni.
Audrey Comstock, lektor í stjórnmálafræði við Arizona State University og gestafræðikona við Carr Center for Human Rights Policy í Harvard-háskóla, flutti framsögu. Í kjölfarið flutti Kári Hólmar Ragnarsson, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, sitt erindi. Fundarstjóri var Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor í stjórnmálafræði og opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Erindin veltu upp spurningum um hvaða tilgangi þjóna mannréttindasáttmálar, hvers vegna skrifa þjóðríki undir mannréttindasáttmála og geta slíkir sáttmálar hjálpað okkur að leysa vandamál 21. aldarinnar?
Apríl
Hvað eru framfarir í stjórnmálum? (ekki til upptaka)
Fimmtudaginn 20. apríl stóð Heimspekistofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Bókmenntahátíð í Reykjavík, fyrir opnum fyrirlestri Leu Ypi. Lea Ypi er stjórnmálaheimspekingur og prófessor við London School of Economics sem meðal annars hefur skrifað áhrifamikil verk um réttlæti, nýlendustefnu og heimspeki Immanuels Kant. Ypi er auk þess höfundur metsölubókarinnar Free: Coming of Age at the End of History, þar sem hún fléttar saman sjálfsævisögulegri frásögn og stjórnmálaheimspekilegum hugmyndum.
Útdráttur erindis á ensku: Progress is both a necessary and a dangerous idea. It is necessary if one is striving to improve the way things are, and it is dangerous because the pursuit of progress has often given rise to episodes of paternalism, colonial domination and narratives of civilisational superiority. My paper aims to defend a more critical account of progress. It starts by distinguishing between moral and political progress, then it explores the relation between political progress and justice. It suggests that we make political progress not when we approximate an ideal of justice that is always known to us, but when the political institutions we construct reflect what we learn from the trials and failures of the past. To outline how such learning processes might take place, I defend the idea that the basic function of justice is to regulate the coercive use of power. I further explain how we should understand progress in the norms of justice as the result of cumulative processes of evolution of different views of how power ought to be exercised.
Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland? (6 tímar 11 mín)
Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga og var haldin miðvikudaginn 19. apríl.
Stjórnsýsluúttektir Ríkisendurskoðunar (ekki til upptaka)
Þriðjudaginn 18. apríl boðuðu Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála til morgunverðarfundar, í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, þar sem fjallað var um hvað er skoðað í stjórnsýsluúttektum Ríkisendurskoðunar, hvernig, hverjar áherslur Ríkisendurskoðunar eru og hvaða lærdóma stofnanir draga af slíkri úttekt.
Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og lögfræðisviðs Ríkisendurskoðunar, fjallaði um stjórnsýsluúttektir Ríkisendurskoðunar. Eftir það rædddu Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um lærdóma af stjórnsýsluúttekt. Fundarstjóri var Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Mars
Embættismaðurinn í nútímasamfélagi: Verkfæri í þágu lýðræðis og varðmaður góðra stjórnhátta (4 tímar 38 mín)
Málþing forsætisráðuneytisins og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála fimmtudaginn 23. mars.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði málþingið í upphafi og að því loknu kynnti Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri efnistök nýskipaðs starfshóps sem ætlað er að fjalla um hlutverk og starfsskilyrði embættismanna. Bo Smith, fyrrum ráðuneytisstjóri í Danmörku, fór svo með erindi um sjö meginskyldur embættismanna í Danmörku en Bo stýrði úttektarnefnd um samspil embættismanna og stjórnmálamanna árið 2015 og mun verða starfshópnum til ráðgjafar. Karsten Dybvad, sem jafnframt er fyrrum ráðuneytisstjóri í Danmörku, fjallaði í kjölfarið um tillögur vinnuhóps sem hann leiddi og kynntar voru fyrr í þessum mánuði en þar er fjallað um viðfangsefnið í ljósi nýlegra mála sem skekið hafa danskt samfélag, s.s. minkamálið og landsdómsmál gegn Inger Støjberg. Loks fjallaði Simon McDonald um reynslu sína sem háttsettur embættismaður í breska stjórnkerfinu. Hann starfaði í hartnær 40 ár í breska utanríkisráðuneytinu, m.a. sem ráðuneytisstjóri, og gaf á síðasta ári út bókina Leadership: Lessons from a Life in Diplomacy.
Ótímabært sáðlát, svikarar og frekjur – Má segja hvað sem er um stjórnmálafólk? (59 mín)
Opinn fundur Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála þriðjudaginn 7. mars.
Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur, Bríet B. Einarsdóttir fjölmiðla- og boðskiptafræðingur og Eva Marín Hlynsdóttir prófessor ræddu hvort orðræðan gagnvart stjórnmálafólki sé óvægin. Fundi stýrði Eva H. Önnudóttir prófessor og formaður Félags stjórnmálafræðinga.
Janúar
Landsdómsmálið: Stjórnmálarefjar og lagaklækir (1 tími 31 mín)
Opinn fundur mánudaginn 16. janúar á vegum Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, kynnti bók sína um Landsdómsmálið. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, veitti álit. Fundarstjóri var Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við HÍ.
Desember
Að sníða verkfærið að veruleikanum eða veruleikann að verkfærinu? Um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa (52 mín)
Fyrirlestur í tilefni af útgáfu haustheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla fimmtudaginn 15. desember. Í þessu 2. tbl. 18. árg. tímaritsins voru birtar sex ritrýndar fræðigreinar sem hægt er að nálgast á vefsíðu tímaritsins - www.irpa.is.
Við opnunina kynna þær Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor í upplýsingafræði við HÍ og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, grein þeirra og Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur, prófessors í félagsfræði við HÍ, sem er meðal efnis í tímaritinu. Grein þeirra ber titilinn "Að sníða verkfærið að veruleikanum eða veruleikann að verkfærinu? Um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa". Fundarstjóri var Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Skipulagsbreytingar hjá hinu opinbera (ekki til upptaka)
Fimmtudaginn 8. desember boðuðu Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála til morgunverðarfundar, í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, þar sem fjallað var um skipulagsbreytingar hjá hinu opinbera.
Kristján Sverrisson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana setti fundinn og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti ávarp. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun við HÍ, flutti erindi sitt "Fræðin spyrja: Eru sameiningar alltaf af hinu góða?" sem og Skúli Eggert Þórðarson, ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytis, flutti erindið "Sameiningar stofnana – Markmið og leiðir". Fundarstjóri var Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Nóvember
Bandarísku þingkosningarnar 2022 - eftirleikur, kannanir og pólarisering (1 tími 5 mín)
Miðvikudaginn 9. nóvember stóðu Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir hádegisfundi um bandaríku þingkosningarnar 2022.
Á hádegisfundinum fjölluðu Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor, og Hafsteinn Einarsson, aðjúnkt, bæði við stjórnmálafræðideild HÍ, um niðurstöður kosninganna, kosningabaráttuna, hvort að kannanir hafi gefið rétta mynd af fylgi flokkanna og þeim áskorunum sem bandaríska þingið stendur frammi fyrir á næstu misserum.
Október
Hádegisfundur TVE: Þjóðleg fjölbreytni í stjórnun íslenskra hlutafélaga (1 tími 0 mín)
Þriðjudaginn 11. október stóð TVE-Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, að opnum hádegisfundi. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála sá um skipulag fundarins fyrir hönd TVE.
Á fundinum kynnti Gylfi Magnússon, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, grein hans, Simonu Vareikaité og Ingu Minelgaité um þjóðlega fjölbreytni í stjórnun íslenskra hlutafélaga sem birtist í nýjasta hefti TVE. Fjallað var um hvernig aukinn fjölbreytileiki íslensks vinnumarkaðar hvað þjóðerni varðar endurspeglast illa í félagsstjórnum íslenskra hlutafélaga og voru niðurstöður greindar í ljósi kenninga um fjölbreytileikastjórnun. Paola Cardenas, formaður innflytjendaráðs, brást við erindi Gylfa. Fundarstjóri var Þórhallur Örn Guðlaugsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Ágúst
Umhverfisvá, sjálfbærni og umhverfisvitund (2 tímar 2 mín)
Fimmtudaginn 25. ágúst stóðu Félag stjórnmálafræðinga, Félagsfræðingafélag Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir ráðstefnu. Hluti af henni var opinn fundur undir yfirskriftinni Umhverfisvá, sjálfbærni og umhverfisvitund.
Umræðuefni fundarins voru loftslagsvá, hamfarahlýnun, sjálfbærni og kolefnaspor, en fjallað um nýjar rannsóknir á sviði félagsvísinda á rannsóknum á umhverfisvitund Íslendinga, viðbrögðum stjórnvalda og horft til framtíðar. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við HÍ, flutti erindið Afleiðingar aðgerða í loftlagsmálum: Viðhorf Íslendinga eftir þjóðfélagsstöðu og í alþjóðlegu samhengi. Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Höfn, flutti erindið Hernaðurinn gegn hnettinum. Jóhanna Gísladóttir, doktor í umhverfis- og auðlindafræði, flutti erindið Aðlögun að loftlagsbreytingum í litlum og afskekktum samfélögum sem búa við snjóflóðahættu á Íslandi. Loks flutti Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi í félagsfræði við HÍ, erindið Samfélags- og loftslagsvá? Hvers konar traust hefur áhrif á stuðning einstaklinga við mismunandi stefnur stjórnvalda í loftslagsmálum? Fundarstjóri var Bjargey Anna Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri framhaldsnáms í Umhverfis- og auðlindafræði.
Júní
Kjósendur eftir kreppu: Breytingar, flökt og stöðugleiki í Alþingiskosningunum 2021 (1 tími 2 mín)
Fyrirlestur í tilefni af útgáfu vorheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla fimmtudaginn 23. júní. Í þessu 1. tbl. 18. árg. tímaritsins voru birtar sjö ritrýndar fræðigreinar sem hægt er að nálgast á vefsíðu tímaritsins - www.irpa.is.
Við opnunina kynnti Agnar Freyr Helgason, dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ, grein þeirra Ólafs Þ. Harðarsonar, Jóns Gunnars Ólafssonar, Evu H. Önnudóttur og Huldu Þórisdóttur, sem er meðal efnis í tímaritinu. Grein þeirra ber titilinn "Electoral politics after the crisis: Change, fluctuations and stability in the 2021 Althingi Election". Fundarstjóri var Gunnar Helgi Kristinsson.
Dagur stjórnmálafræðinnar: Áskoranir og hlutverk sveitarstjórna (2 tímar 19 mín)
Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stóðu fyrir Degi stjórnmálafræðinnar fimmtudaginn 16. júní.
Umræðuefni fundarins voru áskoranir og hlutverk sveitarstjórna á Íslandi þar sem meðal annars var fjallað um hvaða máli kynjahlutfall í sveitarstjórnum skiptir, skipulagsmál, fjármál sveitarfélaga og lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, flutti erindið Kynjahlutfall í sveitarstjórnum og starfsumhverfi. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, fór með erindið Skipulagsmál sveitarfélaga. Sigurður Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjallaði um fjármál sveitarfélaga, áskoranir og verkefni, sem og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, sérfræðingur í lýðræðismálum hjá Reykjavíkurborg, flutti erindi sitt „Hvernig virkar lýðræðislegt sveitarfélag?“. Í kjölfarið fór fram verðlaunaafhending fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði sem var skilað árið 2021. Fundarstjóri var Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss.
Maí
Hverju skiptir lögmæti fyrir góða stjórnarhætti? (1 tími 56 mín)
Lokaráðstefna rannsóknarverkefnisins „Hefur lögmæti áhrif?“ sem Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hélt þriðjudaginn 24. maí. Í verkefninu var sjónum beint að hvort tengsl væru á milli skattaundanskota, spillingar og popúlisma.
Peter Esaiasson, prófessor við Stjórnmálafræðideild háskólans í Gautaborg, flutti fyrirlesturinn: Skiptir sigurinn öllu máli? Um mikilvægi þess að sanngirni sé gætt í meðferð stjórnsýslumála til að borgararnir líti á óvinsælar ákvarðanir stjórnvalda sem lögmætar. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, flutti jafnframt fyrirlestur sinn: Hvernig rannsóknir á lögmæti grafa undan nálgun sáttmálahyggju að ríkinu. Í kjölfarið fóru fram pallborðsumræður, en þátttakendur voru Carl Dahlström, prófessor við Stjórnmálafræðideild háskólans í Gautaborg, Gissur Ó. Erlingsson, prófessor við menningar- og félagsvísindadeild háskólans í Linköping, Monika Bauhr, prófessor við Stjórnmálafræðideild háskólans í Gautaborg, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og Eva H. Önnudóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Fundarstjóri var Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskólans.
Ólafur Þ. Harðarson sjötugur: Lýðræði, kjósendur og stjórnmálaflokkar (2 tímar 26 mín)
Málþing mánudaginn 23. maí í tilefni af sjötugsafmæli Ólafs Þ. Harðarsonar, prófessors emerítus á vegum Félags stjórnmálafræðinga, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Á málþinginu fluttu nokkrir af nánum samstarfsmönnum Ólafs erindi honum til heiðurs þar sem meðal annars var fjallað um hans framlag til stjórnmálafræðinnar hvort sem það er í formi rannsókna, kennslu eða upplýstrar álitsgjafar til almennings um stjórnmál. Gunnar Helgi Kristinsson flutti „Erindi stjórnmálafræðinnar“, Eva H. Önnudóttir flutti ávarpið „Kjósendur eru ekki heimskir“, Bogi Ágústsson flutti erindi sitt „Að miðla og greina svo allir skilji“ og Guðmundur Heiðar Frímannsson fjallaði um „Vinur minn Ólafur Þ. Harðarson: Af kjósendum, heimspekingum og öðrum bjálfum“. Fundarstjóri var Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ.
Staða stjórnmálafræðinnar sem fræðigreinar í smáríkjum (ekki til upptaka)
Miðvikudaginn 11. maí fjölluðu Irmina Matonytė, prófessor í stjórnmálafræði við General Jonas Žemaitis Military Academy í Litháen, og Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, um stöðu stjórnmálafræðinnar í smáríkjum.
Rétturinn til menningar sem mannréttindi: Hávaði, kynbundið ofbeldi og „menningarvörnin" (ekki til upptaka)
Hádegisfundur þriðjudaginn 10. maí á vegum námsbrautar í þjóðfræði og safnafræði, Lagadeildar, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Fulbright stofnunarinnar á Íslandi. Alison Dundes Renteln, prófessor í lögfræði, stjórnmálafræði og þjóðfræði við University of Southern California, fjallaði um réttinn til menningar sem mannréttindi og tókst á við hvernig draga eigi mörkin.
Sveitastjórnakosningar 2022 - staða, kosningabarátta og málefni (1 tími 2 mín)
Hádegisfundur föstudaginn 6. maí um sveitastjórnakosningarnar á vegum Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Í tilefni sveitastjórnakosninganna sem framundan voru fóru þau Eva Marín Hlynsdóttir prófessor við HÍ og Grétar Þór Eyþórsson prófessor við HA yfir stöðuna í kosningabaráttunni, stöðu sveitastjórnafólks og fjalla um mikilvægi kosninganna og sveitastjórnamála.
Apríl
Hvernig aðstæður skipta máli í baráttu gegn spillingu: Dæmið um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Úkraínu (1 tími 8 mín)
Hádegisfundur mánudaginn 25. apríl á vegum Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Robert Klitgaard, prófessor við Claremont Graduate University, fjallaði um hvernig alþjóðastofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nálgast iðulega viðfangsefni eins og eitt líkan hæfi öllum aðstæðum. Það getur virkað til að bregðast við þjóðhagslegum áföllum. Það dugar ekki til að glíma við spillingu eða önnur málefni þar sem staðbundin þekking og sköpun eru forsenda árangurs. Hvernig er hægt að gera þetta öðruvísi? Í þessu erindi er fjallað um nálgun sem reynd hefur verið á vettvangi og hún yfirfærð á hið magnþrungna dæmi um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Úkraínu. Skoðað er hversu vel þessi nálgun á við önnur lönd og stefnumótun á öðrum sviðum.
Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland (7 tímar 5 mín)
Ráðstefna miðvikudaginn 20. apríl á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Norræna hússins og utanríkisráðuneytisins í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála um alþjóðamálin og allar þær áskoranir sem við okkur blasa í alþjóðasamfélaginu í dag.
Mars
Stríð, mannréttindi og lýðræði: Hvaða máli skiptir alþjóðasamvinna? (1 tími 4 mín)
Hádegisfundur miðvikudaginn 16. mars á vegum Félags stjórnmálafræðinga, Alþjóðamálastofnunar HÍ og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Innrás Rússa í Úkraínu vekur upp spurningar um hlutverk lýðræðisríkja í að tryggja að staðinn sé vörður um grundvallargildi lýðræðis sem eru meðal annars þau að borgaraleg réttindi og mannréttindi eru tryggð og varin bæði gagnvart utanaðkomandi ógnum sem og ógnum innanlands. Jafnframt draga átökin fram mikilvægi alþjóðasamvinnu og samtakamáttar þegar kemur að því að standa vörð um grundvallargildi lýðræðis og mannréttindi. Þátttakendur í pallborði voru Bjarni Bragi Kjartansson, alþjóðastjórnmálafræðingur, Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild HÍ, Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdarstjóri Amnesty á Íslandi og Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdarstjóri UNICEF á Íslandi. Þau ræddu þessi mikilvægu atriði bæði út frá sjónarhóli samvinnu í öryggis- og varnarmálum, hvernig mannréttindi eru tryggð og hverjir standa vörð um mannréttindi. Fundarstjóri var Sigríður Víðis Jónsdóttir.
Innrásin í Úkraínu (1 tími 16 mín)
Opinn fundur miðvikudaginn 2. mars á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags stjórnmálafræðinga um innrás Rússlands í Úkraínu og þær afleiðingar sem innrásin hefur fyrir öryggi í Evrópu.
Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur hjá dönsku alþjóðamálastofnuninni (DIIS) með áherslu á Rússland, Úkraínu og Hvíta-Rússland, flutti erindi. Í pallborði sátu Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði, Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði, Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir, doktorsnemi, Andrei Menshenin, blaðamaður, auk Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði.
Febrúar
Eru fjölmiðlastyrkir forsenda fjölbreyttrar og sjálfstæðrar fjölmiðlunar? (2 tímar 23 mín)
Málþing mánudaginn 7. febrúar um opinbera styrki til einkarekinna fjölmiðla á vegum Rannsóknaseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélags Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands opnaði fundinn og Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp. Ida Willig, prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla, fjallaði um fjölmiðlastyrki í Danmörku og Valgerður A. Jóhansdóttir, lektor og umsjónarmaður með meistarnámi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, greindi frá niðurstöðum úr könnun á meðal íslenskra blaða- og fréttamanna til starfsins. Þátttakendur í pallborðsumræðum voru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Þórhallur Gunnarsson, framkæmdastjóri hjá Sýn og Valgerður A. Jóhannsdóttir, lektor og umsjónarmaður með meistarnámi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.
Nóvember
Uppgjörið: Íslensk stjórnmál eru skrambi góð! (1 tími 12 mín)
Opinn fundur Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála þriðjudaginn 16. nóvember kl. 16 - 17 í Odda 101. Ragnar Hjálmarsson, doktor í stjórnarháttum og ráðgjafi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, greinir frá þeim umbreytingarferlum (e. transitional justice mechanisms) sem hægt er að beita eftir efnahagsáföll út frá eigin doktorsritgerð og fjölþjóðlegri rannsókn sem ber saman viðbrögð sex ríkja við fjármálakreppunni.
September
Dagur stjórnmálafræðinnar - Kosningar í breyttu landslagi (1 tími 31 mín)
Opinn fundur í HÍ föstudaginn 3. september á vegum Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála þar sem fjórir fræðimenn við Stjórnmálafræðideild HÍ – Ólafur Þ. Harðarson, Hulda Þórisdóttir, Eva H. Önnudóttir og Jón Gunnar Ólafsson – fjölluðu m.a. um samræmi í málefnaáherslum kjósenda og frambjóðenda stjórnmálaflokka, misræmi í kosningakerfinu, kosningaþátttöku og miðlun upplýsinga og fjölmiðlanotkun í kosningabaráttu. Þá voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði sem skilað var árið 2020.
Kosningar og breytingar í íslenskum stjórnmálum eftir bankahrun (1 tími 31 mín) - Bókarkynning og málstofa
Opinn fundur í HÍ (Lögbergi) fimmtudaginn 16. september á vegum Íslensku kosningarannsóknarinnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Kynnt var bókin Electoral Politics in Crisis After the Great Recession - Change, Fluctuations and Stability in Iceland, sem nýkomin er út hjá Routledge. Eva H. Önnudóttir kynnti, Gunnar Helgi Kristinsson og Sjöfn Vilhelmsdóttir veittu álit og Bogi Ágústsson stýrði fundi.
Ágúst
NoPSA, norræn ráðstefna stjórnmálafræðinga (ekki til upptaka)
Norræn ráðstefna stjórnmálafræðinga sem haldin er þriðja hvert ár, að þessu sinni að mestu með fjarfundaformi frá Háskóla Íslands dagana 10.-13. ágúst. Ráðstefnunni var frestað sumarið 2020 vegna COVID-19. Aðstandendur ráðstefnunnar hér á landi voru Félag stjórnmálafræðinga, Háskólinn á Akureyri og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Opinn fyrirlestur um hægri öfgaflokka: The Far Right Today (1tími 9mín)
Opinn fyrirlestur 9. ágúst kl. 12:00-13:00, í Öskju N-132, á vegum Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála þar sem Cas Mudde, prófessor við Háskólann í Georgíu og höfundur bókarinnar The Far Right Today, fjallaði um fjórðu bylgju uppgangs hægri öfgaflokka í lýðræðisríkjum heims, hugmyndafræði hægri öfgaflokka og viðbrögð við þeim.
Ánægja ferðamanna í Landmannalaugum - málstofa og útgáfuboð vegna útgáfu 1. tbl. 18. árgangs TVE (ekki til upptaka)
Málstofa og útgáfuboð TVE - Tímarits um viðskipti og efnahagsmál í Norræna húsinu 25. ágúst kl. 12:00-13:00. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ, kynnti grein sína um langtímarannsókn á ánægju ferðamanna í Landmannalaugum. Álit gáfu Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF og Jón Páll Baldvinsson formaður FETAR - sérsamtaka ferðaþjónustufyrirtækja í hálendisferðum.
Júní
„Konur í hlutverki forseta og forsætisráðherra: Dyggðahringur kvenleiðtoga?“ (58 mín)
Opinn fundur Stofunar stjórnsýslufræða og stjórnmála fimmtudaginn 3. júní kl. 12:00 - 13:00 á Zoom, í samstarfi við MARK - Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna. Farida Jalalzai, prófessor í stjórnmálafræði við Virginia Tech í Bandaríkjunumn flutti ofangreindan fyrirlestur. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, brást við erindinu og fram fóru opnar umræður. Fundarstjóri var Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við HÍ.
Pólitíkin um bóluefnið (52 mín)
Opinn fundur á vegum Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála föstudaginn 11. júní kl. 12:00 - 13:00 á Zoom. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Héðinn Halldórsson ráðgjafi í upplýsingamálum á Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fluttu erindi. Fundi stýrði Sigurður Ólafsson, stjórnarmaður í Félagi stjórnmálafræðinga.
Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland? (5 tímar 15 mín)
Ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Norræna hússins og utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Vestnorræna ráðið, haldin í Norræna húsinu miðvikudaginn 16. júní.
Apríl
Ný lög um vernd uppljóstrara (50 mín)
Opinn fundur á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga. Fundurinn var haldinn 15. apríl kl. 12:30 - 13:15 í beinu streymi á Zoom.
Febrúar
Hversu langt nær málfrelsið? – Vald samfélagsmiðla til ritskoðunar (65 mín)
Opinn fundur á vegum Félags stjórnmálafræðinga, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þar sem rætt var um tjáningarfrelsi og ritskoðun í þeim nýja raunveruleika sem samfélagsmiðlar hafa skapað. Fundurinn var haldinn mánudaginn 1. febrúar kl. 16:00-17:00 og var streymt í gegnum Zoom.
Upptökur frá viðburðum 2020
- Heilbrigðiskerfið og áhyggjur á tímum kóvíd Opinn fundur Félags stjórnmálafræðinga Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála 10. desember.
- Veirur varnir og viðbrögð: Heilbrigði þjóðar og samfélags Ráðstefna Félags stjórnmálafræðinga, Félagsfræðingafélag Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála 21. ágúst.
- Staðgreiðsla og skattbyrði í 30 ár Málstofa í tilefni af útgáfu desemberheftis Tímarits um efnahagsmál 9. janúar - www.efnahagsmal.is
Upptökur frá viðburðum 2019
- Þróun hönnunarhugsunar og beiting hennar innan íslenskra fyrirtækja og stjórnsýslu Málstofa í tilefni af útgáfu vorheftis Tímarits um efnahagsmál 21. júní - www.efnahagsmal.is
- Stéttarfélagsaðild á Íslandi - Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent v. Viðskiptafræðideild HÍ Fyrirlestur í tilefni af útgáfu vorheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla 18. júní - www.irpa.is
- Hvernig er hægt að auka traust til Alþingis? Málþing Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála 18. júní
- Hæfni og pólitískar ráðningar - Carl Dahlström, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Gautaborg.
Hádegisfyrirlestur 24. maí - Staða kjörinna kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum - C. Copus, emeritus prófessor í sveitastj.fr. v. De Montfort háskólann. Málstofa í tilefni af opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni 5. apríl
Upptökur frá viðburðum 2018
- Starfsstéttir og kosningahegðun á Íslandi: Hafði hrunið áhrif? - Agnar Freyr Helgason, nýdoktor v. Stjórnmálafræðid. HÍ. Fyrirlestur í tilefni af útgáfu haustheftis tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla 13. desember - www.irpa.is
- Afleiðingar og eftirköst efnahagshrunsins Málþing Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála 15. júní
- Ráðstefna um vald og lýðræði í íslensku samfélagi Ráðstefna vegna útgáfu sérheftis um vald og lýðræði í íslensku samfélagi 31. maí
Sjá vef Valds og lýðræðisrannsóknarinnar - Kosningar til sveitarstjórna 2018 - Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ. Hádegisfyrirlestur Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála 17. maí
Upptökur frá eldri viðburðum