Samstarf

Samstarfssamningar

Reykjavíkurborg og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hafa haft með sér samstarfssamning frá árinu 2003.

Markmið samstarfsins er gagnkvæmur ávinningur þar sem Reykjavíkurborg styrkir starf Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála sem veitir borginni ráðgjöf og aðstoð við sértæk valin verkefni.

Forsætisráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hafa haft með sér samstarf frá árinu 2005 og situr fulltrúi forsætisráðuneytisins í stjórn stofnunarinnar.

Markmið samstarfsins er að stuðla að fagþróun í íslenskri stjórnsýslu með því að bjóða upp á fræðslu fyrir starfsfólk Stjórnarráðsins í samvinnu við forsætisráðuneytið.

Félags forstöðumanna ríkisstofnana

Í fjölmörg ár hefur Stofnun stjónsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana átt farsælt samstarf og staðið saman að fjölmörgum ráðstefnum, málþingum, námskeiðum og morgunverðarfundum.

Hér má sjá samstarfsverkefnin í tímaröð:

2019

Í samstarfi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

  • Hvernig geta opinberar stofnanir tengt stefnumótun og áætlunargerð hjá sér við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun?

Glærur fyrirlesara

  • Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – aðgerðir stjórnvalda. (Ásta Bjarnadóttir)
  • Heimsmarkmiðin í opinberri áætlanagerð. (Marta Birna Baldursdóttir og Þröstur Freyr Gylfason)
  • Innleiðing heimsmarkmiðanna hjá Kópavogsbæ. (Auður Finnbogadóttir)

2018

Í samstarfi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og forsætisráðuneytisins.

  • Hvernig ætla opinberir aðilar að mæta framtíðaráskorunum? Eru opinberir aðilar tilbúnir til að móta framtíðarsýn til 15, 20 eða 25 ára? Hvað eru stjórnvöld að gera og af hverju?

Glærur fyrirlesara

  • Hvernig má efla nýsköpun í opinberum rekstri ríkis og sveitarfélaga? Nýjar kröfur, æskilegir stjórnunarhættir og stofnanamenning nýsköpunar – Lærdómsrík dæmi um nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi.

Glærur fyrirlesara

2017

  • Ný Evrópureglugerð um persónuvernd: Grundvallarbreytingar á skyldum og ábyrgð opinberra aðila sem vinna með persónuupplýsingar

Glærur fyrirlesara

2016

  • Kynningarfundur um breytingar á kjarasamningum í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Glærur fyrirlesara

  • Áhrif stjórnunarhátta á heilsu og líðan starfsfólks - hvað virkar til farsældar?

Morgunverðarfundur og valkvæð málstofa.

Glærur fyrirlesara

  • Innleiðing laga um opinber fjármál: Ný aðferðarfræði og nýjar áskoranir

Glærur fyrirlesara

  • Ný reglugerð um einelti – framkvæmd í opinberum rekstri: Áhrif stjórnsýslu- og upplýsingaréttar

Glærur fyrirlesara

  • Stofnanir í nýju fjölmiðlaumhverfi - almannatengsl og samfélagsmiðlar: Er einhver leið að bregðast við eða vera með fyrirbyggjandi aðgerðir?

Glærur fyrirlesara

  • Áhrif laga um opinber fjármál á reikningshald stofnana

Glærur fyrirlesara

2015

  • Fyrirhuguð heildarlög um stofnanakerfi ríkisins

Glærur fyrirlesara

  • Einfaldara ríkiskerfi með markvissari stjórnun stofnana (Sigurður H. Helgason)
  • Stofnanakerfi og sterk stjórnsýsla (Gunnar Helgi Kristinsson)
  • Staða og starfsskilyrði forstöðumanna ríkisins í breyttu umhverfi opinberrar stjórnsýslu (Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir)
     

  • Áhrif gerðardóms og nýlegra kjarasamninga á launamál ríkisins 

Glærur fyrirlesara

  • Inntak stofnanasamninga og gerðardómurinn (Gunnar Björnsson)
  • Breytingar á stofnanasamningum (bókun 2 og menntunarákvæði) - sýn BHM (Erna Guðmundsdóttir)
  • Tilraunaverkefni hjá 31 ríkisstofnun um útfærslu á bókun 2 í kjarasamningum 2014-2015 (Ásta Bjarnadóttir)
  • Gerðardómur og stofnanasamningar – sýn mannauðsstjórans (Vigdís Edda Jónsdóttir)