Samstarf
Samstarfssamningar
Reykjavíkurborg og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hafa haft með sér samstarfssamning frá árinu 2003.
Markmið samstarfsins er gagnkvæmur ávinningur þar sem Reykjavíkurborg styrkir starf Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála sem veitir borginni ráðgjöf og aðstoð við sértæk valin verkefni.
Forsætisráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hafa haft með sér samstarf frá árinu 2005 og situr fulltrúi forsætisráðuneytisins í stjórn stofnunarinnar.
Markmið samstarfsins er að stuðla að fagþróun í íslenskri stjórnsýslu með því að bjóða upp á fræðslu fyrir starfsfólk Stjórnarráðsins í samvinnu við forsætisráðuneytið.
Félags forstöðumanna ríkisstofnana
Í fjölmörg ár hefur Stofnun stjónsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana átt farsælt samstarf og staðið saman að fjölmörgum ráðstefnum, málþingum, námskeiðum og morgunverðarfundum.
Hér má sjá samstarfsverkefnin í tímaröð:
2019
Í samstarfi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
- Hvernig geta opinberar stofnanir tengt stefnumótun og áætlunargerð hjá sér við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun?
Glærur fyrirlesara
- Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – aðgerðir stjórnvalda. (Ásta Bjarnadóttir)
- Heimsmarkmiðin í opinberri áætlanagerð. (Marta Birna Baldursdóttir og Þröstur Freyr Gylfason)
- Innleiðing heimsmarkmiðanna hjá Kópavogsbæ. (Auður Finnbogadóttir)
2018
Í samstarfi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og forsætisráðuneytisins.
- Hvernig ætla opinberir aðilar að mæta framtíðaráskorunum? Eru opinberir aðilar tilbúnir til að móta framtíðarsýn til 15, 20 eða 25 ára? Hvað eru stjórnvöld að gera og af hverju?
Glærur fyrirlesara
- Hvernig mótast framtíðir þjóða? (Smári McCarthy)
- Framtíðir og fagleg vinnubrögð á tímum umbreytinga (Karl Friðriksson)
- Anticipatory Governance in the Digital Transformation (Duncan Cass-Beggs)
- Ný hugsun í stefnumótun og framtíðarsýn (Ragnhildur Hjaltadóttir)
- Hvernig má efla nýsköpun í opinberum rekstri ríkis og sveitarfélaga? Nýjar kröfur, æskilegir stjórnunarhættir og stofnanamenning nýsköpunar – Lærdómsrík dæmi um nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi.
Glærur fyrirlesara
- Ábendingar Ríkisendurskoðunar um eflingu nýsköpunar í opinberum rekstri (Gestur Páll Reynisson)
- Hvað getum við lært af Norðurlöndunum? (Marta Birna Baldursdóttir)
- Stofnanamenning nýsköpunar: Hvað einkennir hana, er munur á menningu opinberra stofnana og fyrirtækja á Íslandi að þessu leyti? Góð ráð til stjórnenda hins opinbera (Gylfi Dalmann)
- Starfshættir stjórnenda sem stuðla að nýsköpun (Nikolaj Lubanski)
- Auknir möguleikar og kostir rafrænnar sjálfsafgreiðslu viðskiptavina (Skúli Eggert Þórðarson)
- Nýsköpun og umbreyting vinnubragða í móttöku og meðferð fólks með heilaslag á LSH (Myndband, Björn Logi Þórarinsson)
- Grunnskólar í miðri tæknibyltingu- Framtíð mótuð í snillismiðjum (Anna María Þorkelsdóttir)
- Þróun nýsköpunar á vettvangi velferðarráðuneytisins (Þór G. Þórarinsson)
- Þegar kerfin tala saman. Bjarkarhlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis í samvinnu ráðuneyta, Reykjavíkurborgar, lögreglunnar og grasrótarsamtaka (María Rut Kristinsdóttir)
2017
- Ný Evrópureglugerð um persónuvernd: Grundvallarbreytingar á skyldum og ábyrgð opinberra aðila sem vinna með persónuupplýsingar
Glærur fyrirlesara
- Persónuvernd: Lykilatriði í rekstri! (Helga Þórisdóttir)
- Verkfærakistan - leiðir til að uppfylla hinar nýju kröfur (Hörður Helgi Helgason)
- Leið löggjafar ESB um persónuvernd í EES-samninginn (Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir)
2016
- Kynningarfundur um breytingar á kjarasamningum í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Glærur fyrirlesara
- Almenn kynning- kjarasamningar (Gunnar Björnsson)
- Stofnanasamningar (Guðmundur H. Guðmundsson)
- Næstu skref (Sara Lind Guðbergsdóttir)
- Kostnaðarmat (Pétur Jónasson)
- Helstu breytingar
- Áhrif stjórnunarhátta á heilsu og líðan starfsfólks - hvað virkar til farsældar?
Morgunverðarfundur og valkvæð málstofa.
Glærur fyrirlesara
- Alþjóðlegar rannsóknir á tengslum stjórnunarhátta, heilsufars og almennrar líðunar starfsfólks (Ásta Snorradóttir)
- Þjónandi forysta (Sigrún Gunnarsdóttir)
- Hvað geta stjórnendur lesið úr SFR könnunum um áhrif þeirra á líðan starfsfólks og í kjölfarið unnið með þær niðurstöður? (Gylfi Dalmann)
- Innleiðing laga um opinber fjármál: Ný aðferðarfræði og nýjar áskoranir
Glærur fyrirlesara
- Lög um opinber fjármál: Ný hugsun – nýtt verklag. (Þórhallur Arason og Ólafur Reynir Guðmundsson)
- Innleiðing laga um opinber fjármál (LOF) (Stefán Guðmundsson)
- Ný reglugerð um einelti – framkvæmd í opinberum rekstri: Áhrif stjórnsýslu- og upplýsingaréttar
Glærur fyrirlesara
- Forvarnir og aðgerðir á vinnustöðum – nýmæli í endurskoðari reglugerð (Ásta Snorradóttir)
- Rannsókn eineltismála með hliðsjón af stjórnsýslulögum (Helgi Valberg Jensson)
- Verklag í eineltismálum með hliðsjón af upplýsingarétti og mögulegar forvarnir (Sara Lind Guðbergsdóttir)
- Viðbrögð við einelti á vinnustað - sýn og reynsla mannauðsstjóra í opinberri stofnun (Ragnheiður Stefánsdóttir)
- Stofnanir í nýju fjölmiðlaumhverfi - almannatengsl og samfélagsmiðlar: Er einhver leið að bregðast við eða vera með fyrirbyggjandi aðgerðir?
Glærur fyrirlesara
- Þegar allir fá rödd (Baldvin Þór Bergsson)
- Samfélagsmiðlar, gagn eða ógagn (Anna Sigrún Baldursdóttir)
- Áhrif laga um opinber fjármál á reikningshald stofnana
Glærur fyrirlesara
- Lög um opinber fjármál - markmið og helstu áherslur (Sigurður H. Helgason)
- Helstu áhrif á reikningshald stofnana (Ingþór Karl Eiríksson)
- Ársreikningar stofnana - breytingar og næstu skref (Þórir Ólafsson)
2015
- Fyrirhuguð heildarlög um stofnanakerfi ríkisins
Glærur fyrirlesara
- Einfaldara ríkiskerfi með markvissari stjórnun stofnana (Sigurður H. Helgason)
- Stofnanakerfi og sterk stjórnsýsla (Gunnar Helgi Kristinsson)
- Staða og starfsskilyrði forstöðumanna ríkisins í breyttu umhverfi opinberrar stjórnsýslu (Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir)
- Áhrif gerðardóms og nýlegra kjarasamninga á launamál ríkisins
Glærur fyrirlesara
- Inntak stofnanasamninga og gerðardómurinn (Gunnar Björnsson)
- Breytingar á stofnanasamningum (bókun 2 og menntunarákvæði) - sýn BHM (Erna Guðmundsdóttir)
- Tilraunaverkefni hjá 31 ríkisstofnun um útfærslu á bókun 2 í kjarasamningum 2014-2015 (Ásta Bjarnadóttir)
- Gerðardómur og stofnanasamningar – sýn mannauðsstjórans (Vigdís Edda Jónsdóttir)